Wednesday, November 07, 2007

Fröken UB - mínust 5,1 kg

Eitt kíló hefur lekið af síðan ég reit síðast á bloggið. Mataræðið hefur verið með besta móti núna upp á síðkastið. Er búin að vera dugleg að mæta í ræktina, þarf reyndar að taka mér frí í hálfan mánuð frá henni blessaðri. Þurfti að fara í smá aðgerð á hné í morgun, gömul íþróttameiðsli, og því skiptir mataræðið enn meira máli núna. Ætla að fara að skrifa niður hvað ég borða, finnst ótrúlega gott að nota DDV dagbókina. Þetta er allt í áttina. Hvernig gengur ykkur þarna úti?




Kveðja, UB

Friday, October 19, 2007

Fröken UB - mínus 4,1 kg

Þetta hefur verið fremur erfiður mánuður matarlega séð, eða frekar veislulega séð. Held að ég hafi farið í 9 veislur í það sem af er mánuði; afmæli, saumaklúbbar og hittingar. Ég er samt stolt af því að ég þyngdist ekki. Náði að halda í horfinu og er bara nokkuð hreykin af mér. Var dugleg að hreyfa mig og meðvituð um það sem ég var að láta ofan í mig. Núna verður hreyfingin tekin með trompi og ég ákvað að fara í einkaþjálfun í 6 vikur ásamt vinkonu. Jájá, þetta kemur allt...

Góða helgi!


Wednesday, October 03, 2007

UA-að taka mig saman í andlitinu

Já...ég er búin að vera aaagalega áttvillt... Er byrjuð að æfa á fullu og ákvað þar sem ég væri nú í mat í hádeginu í vinnunni þá skyldi ég prufa að hætta að elda á kvöldin. Þetta gekk svona í 3 vikur, ég fékk mér boozt, skyr eða eitthvað annað. Það bara var allavega engan vegin að virka og ég bara bætti og bætti stanslaust á mig þrátt fyrir miklar æfingar. Í síðustu viku þá komst ég á botninn og ákvað að nú þyrfti ég að taka mig saman í andlitinu ef ég ætlaði að geta hreyft mig í vetur. Ég sagði mig úr mötuneytinu í vinnunni og byrjaði að borða aftur skv. DDV. Byrjaði síðasta miðvikudag að fylgja danskanum og hef gert það í viku örugglega 98%. Ég er roslaega ánægð og er ég 3,6 kg. léttari en síðasta miðvikudag. Þannig ég fyllist smá bjartsýni aftur og sé smá von í barátturnni við fitupúkann. Æi...mar verður svo ánægður þegar maður kemst úr hjólfarinu sem mar festist í . Tek næstu viku með stæl líka og er svo að fara til útlanda í stelpuferð í næstu viku....Það setur örugglega smá strik í reikninginn. En one step in a time!!!;)

Kv. UA

Thursday, September 20, 2007

Fröken UB - mínus 4,1 kg

Eitt kíló kvaddi kroppinn í vikunni. Get ekki sagt að ég gráti það ;) Mataræðið er að komast í fastar skorður og hr. sjálfsagi er allur að koma til. Héldum matarboð í vikunni og ég stóðst allar freistingar, 1-0 fyrir mér. Hreyfingin er líka í góðum málum. Fer 4-5 x í viku og fæ útrás. Stikkorða blogg í dag...




P.s. Fröken UA, hvernig gengur hjá þér?

Baráttukveðja, UB

Thursday, September 13, 2007

Fröken UB - mínus 3,1 kg

Vigtin kom mér þægilega á óvart í morgun, blessunin. 3,1 kg farið á einni viku. Búin að vera ágætlega dugleg í mataræðinu en hefði getað verið duglegri. Náði ekki að fylgja DDV 100% en lagði áherslu á að borða hollt og fara í ræktina. Það virðist alla vega hafa skilað árangri. Markmið næstu viku er að skrá allt niður og fara eftir DDV prógramminu. Mikið skelfilega er ég fegin að vera byrjuð aftur á þessu mataræði, líður alltaf svo vel á því. I´m back!




Kveðja, UB

Friday, September 07, 2007

Jæja

þá hefst baráttan aftur. Eilíf barátta. Mörg kíló komu aftur í sumar, en ég get ekki kennt neinum um það nema sjálfri mér. Set inn nýjan tikker og byrja með hreint borð. Markmiðið er að losa mig við 10 kg fyrir jól og vinna út frá því en ætla að losa mig við rúm 17 í allt.




Baráttukveðja, UB

Tuesday, August 07, 2007

Sumarið er tíminn....

sem ég hrúga á mig aukakílóum ár eftir ár....og svo eyði ég vetrinum í því að ná þessu af aftur. Er þetta eðlileg hegðun???? Gooood manni er ekki viðbjargandi!! :/ Nú er ég búin að hrúga á mig örugglega helmingin af þessum 15 kg sem ég tók af síðast vetur og stend hér og horfi bitur í spegilinn!! Já ég er asni...afhverju hefur maður ekki vit á því að halda sér á beinu brautinni og svona aðeins halda í við sig. Nei enn og aftur stend ég í þeim sporum að vera búin að missa mig gjörsamlega og hef ekki fundið mojoið að taka mig saman í andlitinu. Veit ekki alveg hvar ég á að byrja.....:O
ENNNN..... ég ætla að reyna byrja einhversstaðar.... Markmið vikunnar!! 1. Hreyfa mig eitthvað á hverjum degi 2. Ætla að vigta matinn ofan í mig máltíðar. 3. Ætla ekki að borða nammi eða snakk. Já best að byrja á þessu og sjá hvernig það gengur....Ætla að borða eins mikið af ávöxtum og ég þarf meðan ég sykurdetoxa mig. Mánud. 13. ágúst ætla ég svo að byrja 100 % DDV aftur...ohhhhhhh vildi að ég hefði aldrei hætt!!!:S Vildi að ég gæti sparkað í rassinn á sjálfri mér því ég á það skilið!!;) Við UB ætlum svo að senda hvor annarri nákvæma lýsingu af því sem við gerðum um daginn. JÁ ég segi fitupúkanum AFTUR....stríð á hendur....

Kv. UA

Monday, June 11, 2007

UA-alive..

Sorry hef alls ekki verið í stuði til að skrifa...Svona er þetta þegar mar veit upp á sig sökinni! Er búin að vera þokkalega duglega að labba með hundinn en mataræðið verið frekar dræmt...´Hér er búið að vera bongó blíða og mikið verið grillað og drukkið grillvökva með! Hmm...svona sumarstemmari. Er að reyna missa mig ekki alveg en kannski ekki gengið voðalega vel...alltaf þegar ég er hálfslöpp þá á ég það til að éta og éta til að reyna fá einhverja orku...en það virka nú ekki alveg þannig...því miður!!:s Ofnæmið alls ekki gott...prufaði það sem miss Big sagði mér frá og það heldur þessu kannski eitthvað niður en ég er alls ekki nógu góð. Frekar leiðinlegt að geta ekki notið sín til fulls í sumarblíðunni!! Jæja...best að hætta þessu neikvæðnihjali...;) Styttist í brúðkaupið mitt og er ég full tilhlökkunnar!! Allt að smella en á eftir að ganga frá svona litlum endum sem er bara hægt að gera í lokinn. Dræmari mæting en við vorum að vona..en svona er þetta.. er alltaf svo langt út á land!! En kjóllin klár og smókingurinn klár handa strákagenginu!! þetta verður ÆÐI!!:)
Vona að þið séuð að njóta sumarsins vel og bið að heilsa ykkur...

Kv. UA

Wednesday, May 23, 2007

UA-FÚÚÚLLT..

Já..það er ekki hægt að segja að mar uppsker það sem mar sáir!! Er búin að stunda einhversskonar hreyfingu hvern einasta dag og mataræðið svona þokkalegt..kannski ekki fullkomið!! En þá fer ég bara 1.5 kg. upp aftur...HNUSSSSSSSSSSSSSSSSS!!
Sit hérna bólgin í framan af ofnæmi..gjörsamlega pökkuð og þrútin. Samstarfsfólk mitt spyr mig varfærnislega hvort ég sé kvefuð!! þorir ekki að spyrja hvort ég hafi verið að gráta!!;)
En andskotinn ég held bara áfram að stunda daglega hreyfingu og halda matarræðinu þokkalegu...og vonandi uppsker ég að lokum því sem ég sái!!:)

kv. úr sólinni!! UA

Wednesday, May 16, 2007

UA- komin á núllið

Viktoría sagði mér það í morgun að ég er komin aftur í lægsta punkt..þ.e. -15,4 þannig nú liggur leiðin vonandi niður á við. Bjóst nú ekkert sérstalega við að þetta 1 kg væri farið því ég var nú ekkert sérstaklega stillt og góð um helgina. Gleymdi mér aðeins í evrovison pizzufýling..:o En þetta gaf mér smá pepp...var hálf hopeless eitthvað og andlaus. Veðrið ekki með besta móti þessa dagana, vonandi fer sumarið að koma með pomp og prakt!! Eini ljósi punkturinn við kuldann er að gróðurofnæmið hefur ekki náð hámarki þó ég finni fyrir því. En var bent á að prófa RosOX frá Herbalife að það hefði virkað vel á móti ofnæmi!! Er búin að taka það í mánuð og ég hef allavega ekki enn orðið virkilega slæm. Allavega laus við ofnæmistöflurnar ennþá en nota augndropana. Eins og ég segi..veit ekki hvort það sé kuldinn eða töflurnar. Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út eftir sumarið!!:)

Kv. UA

Wednesday, May 09, 2007

UA-að komast í gírinn...

Já já..þetta er allt að koma. Tók nokkra daga í Herbó...jesús minn með fullri virðingu fyrir fólki sem finnst þetta frábært...Mér finnst þetta bara viðbjóðslega leiðinlegt og eitthvað svo heftandi. Þannig mér finnst bara danskurinn langbestur og svona eðlilegastur. Mar getur allavega tekið þátt í hefðbundnum matarvenjum!!!:o En þetta er bara mín skoðun!!!! Er búin að vera 100% DDV þessa vikuna og er svona að koma hreyfingunni í lag. Vaknaði spræk í morgun og tók skokk/labb upp í fjalli með hundinn...það var þrælhressandi!!:)
Á enn 1 kg. í að ná því sem ég var minnst!! En ég er að komast í gírinn..og þýðir nokkuð annað en bara að berjast áfram við "djöfulinn"???;)

Hilsen..
UA

Thursday, May 03, 2007

UA- home sweet home!!:)

Já þá er maður komin heim aftur!!:) Þetta var mikil törn...og það var nú ekki borðað mikið hollt verður að viðurkennast en mikið hreyft sig á móti!!:o En það er enginn smá fjöldi fólks á íslandi sem spilar blak!! yfir 100 lið og um 1000 manns á mótinu! Rosalega var þetta gaman en auðvita var ég gjörsamlega búin eftir helgina og ekki hjálpaði keyrslan milli landshluta!!
En við erum búin að fá okkur hund ...þannig nú verður rölt úti meðan hann á fullu!!:)
En blakvertíð lokið í bili og er ég afskalega fegin...nú er komið mál að snúa sér að öðruvísi hreyfingu!:)
Ætla að taka núna 1 mánuð á Herbalife svona til að ná mér doltið niður...vonandi gengur það eftir. jebb...nú er bara að taka á honum stóra sínum...styttist azkoti mikið í brúðkaupið og væri voða gaman að losna við allavega 5 kg í viðbót fyrir það.

Bið að heilsa í beeli...

Kv. UA

Wednesday, April 25, 2007

Fröken UB - mínus 14,3 kg

700 gr læddust á mig þessa vikuna. Kemur mér ekkert á óvart. Fékk mér vel í aðra tána um helgina og svo er þetta mánaðarlega að koma í heimsókn. Hreyfingin er í ágætis málum og ég er ægilega bjartsýn á framhaldið. Er alveg að fara að finna blessaðan viljastyrkinn. Kemur kannski til af því að við erum að fara til Kanarí í sumar og það er skemmtilegra að vera bikinífær þá! Markmiðið er að losa mig við 8 kg fram í ágúst. GÆS!!



Baráttukveðja, UB

Tuesday, April 24, 2007

UA á ferð og flugi...

Hellú...ég er búin að vera á ferðalagi...fór til RVK og Vestmannaeyja og kom heim í gærkveldi.. Fer svo aftur af stað á fimmtud. til Reykjavíkur. Þannig ég er bara í óskipulagi og hentist á milli staða og borða það sem að mér er rétt!!:S Tek mig saman í andlitinu í næstu viku og reyni að takmarka skemmdirnar þangað til þá!!!!:O
Biðst afsökunar á kommentleysi...ég vona að ég muni hafa rýmri tíma eftir næstu viku..allavega verður þessari törn þá lokið í bili.
Vona að þið hafið það sem best..

Kv. Ua

Wednesday, April 18, 2007

Fröken UB - 15 kg farin

Þessi vika var hin fínasta matar- og hreyfingalega séð. Enda verðlaunaði vigtin mig, -1,8 kg flugu af.

Þessi vika verður aðeins erfiðari matarlega séð, brúðkaupsveisla í dag og þrítugsafmæli á laugardaginn. Ætla jafnvel að fá mér í aðra tána á laugardaginn. Verð bara dugleg að hreyfa mig á móti og í mataræðinu.



Hafið það gott,
Kv. UB

Monday, April 16, 2007

UA-sælar...

Búið að vera yndislegt vorveður hjá okkur og búið að vera kjöraðstæður til útivistar!!:) Ég er búin að vera í svolitlum vandræðum með sjálfa mig. Þriðja sumarið núna sem ég er að fá eitthvað andskotans frjókornaofnæmi( gras) og ég var alveg hrikalega slæm síðasta sumar og þurfti að lokum að fara á stera til að ná ofnæminu niður. Í fyrra var mér sagt að prufa að byrja fyrr að taka ofnæmistöflur.. Í veðurblíðunni sem hefur verið hef ég fundið að þetta helvíti er byrjað og eru svona tvær vikur síðan ég byrjaði að taka töflurnar. Ég verð svo hriiiikalega slöpp og þreytt af þessum töflum. Bætti á mig allavega 10 kg á þessu tímabili í fyrra!! Ég tók ekki töflu í gær því ég bara hélt varla haus á laugard. Læknirinn sem ég fór til í fyrra sagði að það væru ekkert önnur lyf sem væri í boði en svo heyrði ég í saumó að einhver hafði fengið sprautu. Hefur einhver þekkingu eða reynslu á þessu??? ætla að reyna ná í símatíma í lækni... þetta er alveg djöfullegt ef ég á að vera eins og aumingi í 3 mánuði!!!:(
En annars var gærdagurinn yndislegur með strákunum mínum...keyrðum aðeins út fyrir bæinn og tókum hjól drengjana með og kenndum einum að hjóla...svo kaffi hjá ömmu og sund í sólinni!!:) já svei mér þá ef maður fékk ekki nokkrar freknur af þessari útivist!!;)

Vona að þið hafið átt góða helgi...

Kv. UA

Thursday, April 12, 2007

UA- "you can hide but you cant run"

Já..það þýðir ekkert að fela sig lengur skömmustulegur :s. Var einfaldlega þannig að það var mikið sofið..drukkið...og borðað um páskana. og er maður dulítið í + plús eftir þetta ævintýri :o. Hef verið að reyna humma þetta fram að mér og hef forðast netið og vigtina eins og heitann eldinn! En það gengur víst ekki að forðast raunveruleikann. Anskotinn verð að reyna rífa mig upp úr þessari lægð.. Gott að fá UB með sér í lið aftur...hún er svo azkoti góður liðsfélagi!!:)

Jæja...ég fer að berja í mig kjark að skoða hvað allir voru duglegir um páskana eða ekki...;)

Kv. UA sem er að reyna að hætta í afneitun...;)

Wednesday, April 11, 2007

Fröken UB - mætt aftur

Jæja, góðan daginn. Týnda dóttirin er mætt aftur. Erfiður tími að baki, bæði andlega og matarlega séð. Þetta helst víst allt í hendur. Aðgerðin á heittelskuðum gekk vel og hann er á góðum batavegi.

Ég sté á vigtina í morgun, ætlaði ekki að þora en maður verður víst að takast á við þessa hluti. Hef þyngst um 4 kg en ég ætla ekki að vera lengi að ná þeim af. Í dag er fyrsti dagurinn sem ég fer eftir prógramminu, en hann skal verða 100%. Svo er það hreyfingin, ég verð að fara að finna tíma fyrir hana. Markmiðið er að hreyfa mig 2 x í þessari viku og auka svo í 4-5 x í viku. Betra að byrja ekki of skart, svo maður springi ekki á liminu.



Kv. Fröken UB

Wednesday, April 04, 2007

UA-Gleðilega páska

Hugurinn er kominn í páskafrí...borðaði fisk á mánud...en var boðið í grill í gær og það verður örugglega eitthvað gott í kvöld líka!! já páskagleðin er byrjuð! Vonandi verður veðrið ágætt svo mar geti stundað einhverja útivist en spáin er ekki glæsileg...eins og veðrið er búið að vera yndislegt síðustu daga!! En stelpur ætla ekki að hafa þetta lengra í dag..ég er farin heim í páskafrí!! sjíbbí!!:D

Kv. UA

Monday, April 02, 2007

UA-helgin...

Á föstudaginn var síðasti vinnudagurinn minn í gömlu vinnunni og við fórum á kaffihús og fengum okkur gott að borða. Fékk meira segja sviss Mokka og gulrótaköku á eftir. Seinnipartinn brá ég mér til RVK og við kepptum seint og enduðum við daginn rétt fyrir miðnætti að fara á American Style. Laugardagsmorgun fengum við svo staðgóðan morgunmat fyrir leikinn og enduðum svo eftir leik í smáralindinni á Fridays. Jaaahá..sem sagt ýmsilegur viðbjóður búinn að detta inn fyrir mínar varir!!:O Ég fékk heldur betur að súpa seyðið af því....þegar ég kom heim til mín gat ég varla staðið upprétt fyrir magakvölum...Ég lagðist í rúmið og já...engin falleg leið til að segja þetta leysti vind í gríð og erg og fékk svo þvílíkan niðurgang.... GOOOOOD Afhverju er maður að gúffa svona drasli í sig.????? Takmark vikunnar að koma maganum í lag...tók fisk úr frystinum og held ég búi til einhvern rétt sem endist næstu tvo daga....fyrst við erum bara tvö heima!!;)
lesson of the day: SKYNDIBITAMATUR ER VERKFÆRI DJÖFULLSINS!!;)

Kv. UA vindbelgur...;)

Wednesday, March 28, 2007

UA-róleg og yfirveguð..

Það var svo sem eins og ég vissi að ég mundi ekki léttast í vikunni. Bæði var helgin ekki nógu góð og líka að ég fór svo mikið niður síðast. Ég er nú bara pollróleg yfir þessu er búin að slaka aðeins á í æfingunum þessa vikuna. Erum að fara keppa um helgina þannig ég er svona að "spara" mig. Þarf að passa á mér hnéið, get ekki keppt ef ég verð búin að þjösnast á því alla vikuna. Sól og blíða úti og mín bara í pilsi...svo gaman þegar það fer að koma svona vorfílingur!!!:) Er á fullu að taka til og ganga frá í vinnunni..á bara 3 daga núna eftir og get ég þá farið að einbeita mér 100% að nýju vinnunni!! Þó ég eigi eftir að sakna þessara vinnu doltið þá verður gott að vera bara á einum stað.
Vildi láta ykkur vita að það er erfiður tími hjá UB þannig ég sendi henni hlýja strauma og treysti á að hún komi til okkar aftur þegar hún tilbúin!!:)

kv. UA...í sólskinsskapi!!

Monday, March 26, 2007

UA- óþekk stelpa...

Mjá...ekki var mar DDV vænn um helgina... Var búin að vera svo duglega að ég greinilega taldi mér í trú um að ég mætti slaka á. Datt meira segja óvart í það...össshhh... Stundum er mar doltið klikk i hoved!!;) En helgin doltið fór frá mér...þoli ekki þegar mér finnst ég ekki hafa afrekað neitt yfir helgarnar..bara bleeeeeeeeehh..búin. Fyllerí setur óneitanlega strik í reikninn. Hvernig nennti maður þessu allar helgar..úfff...er orðin of gömul fyrir þetta!!;) Ég sem ætlaði á ball næstu helgi...kannski verð ég búin að jafna mig þá!!hehe... En ný vika til að takast á við...þýðir ekkert annað en að horfa fram á veginn. og hætta að velta sér uppúr liðnu sukki.

Gangi ykkur vel í vikunni..held ég hafi þokkalega klúðrað léttingu í þessari viku!!:S
UA

Friday, March 23, 2007

UA- friday on my mind...

Hálfgerður föstudagur í manni...löt í vinnunni...bíð bara eftir að dagurinn sé búin og ég geti farið heim!!;) En búið að vera ágætist vika. Alveg skuggalegt hvað tíminn líður hratt.... Næsta vika mun einkennast af fundum og svo Reykjavíkurferð í lok vikunnar. Verð reyndar rétt sólahring í borginni..ætla bara að drífa mig heim aftur á lau. fer með alla strákan með mér og þeir fara til fjölskyldu sinnar í RVK yfir páskana...þannig við sköthjú verðum ein heima yfir páskana. Það verður nú ágætis breik!!:) Vinur okkar kemur í heimsókn og við munum dúlla okkur eitthvað!! éta, drekka, sofa og vonanadi skíða!!
Var að fatta hvað það er stutt í páskana...var spurð af því...en um páskana ætlaru ekki að borða páskaegg??? Hmmm..var bara ekkert búin að pæla í því. Ætlið þið að fá ykkur páskaegg?? Þar sem strákarnir verða ekki heima þá verður allvega ekki páskaeggjaflóð á heimilinu. þetta allavega böggar mig ekki í augnablikinu að borða ekki páskaegg.....er nú bara súkkulaði after all....Kunna DDV einhverja lausn við þessu vandamáli??;) DDV vænt páskaegg...ætli það sé til...

Jæja ætla hætta þessu röfli...góða helgi stelpur..

Kv. UA

Wednesday, March 21, 2007

UA- - 15.4!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

JAAAAAháá...-1,8 kg!!! 15 kg. múrinn FALLINN!!!!:) JIIIIIHAAAA... Skrítið hvernig þetta kemur allt í einu...var búin að geðvonskast yfir því að ekkert gerðist í margar viku þrátt fyrir miklar æfingar...svo allt í einu bara BÚMM....:D fann nú ekki þessar mælingar sem ég gerði en mældi mitt þegar ég var að panta kjólinn fyrir mánuði síðan..og 3 cm farnir allavega af mjöðmunum. hef ekki tíma til að blogga meir...þarf að rjúka á fund....varð bara tilkynna þessi gleðitíðindi!!!!:) :) :)

kv. UA...alveg á blússandi....;)

Monday, March 19, 2007

UA- í góðum gír....:)

Já...helgin var róleg og fín!!:) Engin ferðalög og ekkert á planinu. Djöfull var það gott!! Bauð foreldrunum í mat á lau. kvöld í azkoti fína fiskisúpu og svo salat og brauð með. Tók góðar brennsluæfingar lau., sunnud., og í morgun. Er svo upprifin!!! Finn allt í einu stóran mun á fötum!! Er t.d. í gallabuxum sem ég hef ekki komist í doltinn tíma og fór í um helgina svona mussu sem ég keypti mér síðast sumar og hún bara pokaði á mér...gleði gleði gleði!!;) Maðurinn minn svo yndislegur hrósar mér bak og fyrir og skammar mig fyrir að vera óánægð með sjálfan mig...minnir mig á árangurinn sem ég er BÚINN að ná.!! En maður á til að vera alltaf óánægður með sig... En er farin að sjá 15 kg múrinn falla í þessari viku eða næstu!!!:) OHHHHH...svo gaman að sjá árangur erfiðis!!!!:D

Kv. UA

Wednesday, March 14, 2007

UA-, -13,6 kg.

Vúhúú...allavega smá létting !!:) -400 gr niður. Þokkalega sátt við það.. sit veik heima og Rósa frænka í heimsókn. Þannig nú er að halda sig við prógrammið og ég ÆTLA að ná léttingu næstu vikurnar. Engin afsökun.... engin ferðalög til að brengla matarræðið en verð reyndar aðeins að pása á æfingarnar meðan ég kemst yfir helvítis beinverkina og hausverkin...:S

En finn að ég er á góðri siglingu og ég vona að ég nái að halda dampi!!:)

Kv. UA Lazarus..

Heildarárangur:



Keppni:

Monday, March 12, 2007

UA...... Á..

Lífi..;) Helgin fór nú fyrir lítið...fimmtugsafmæli á laugard og svo þurfti ég að keyra langa leið til að spila einn helvítis blakleik í gær...looong story nenni ekki að fara út í það hér...en fór allur sunnudagurinn í þetta. Mataræðið verið bara svona la la...hef ekki vigtað ofan í mig en engir stórskandalar... fékk mér bara brauðréttina og kjúklingarétt í ammælinu sleppti öllum sætindunum og svo sem leið ekkert fyrir það. Stöllur mínar í blakinu skilja ekki hvernig ég get sleppt namminu. Við konurnar erum svo fyndnar þegar við erum í hópum snýst allt um að borða!!:) En ætla reyna að vera súper dugleg næstu þrjár vikurnar. Ekkert á dagskrá næstu tvær helgar!!:) Er reyndar hálfsöpp í dag..vona að ég sé ekki að fá þessa pest sem hefur herjað á bæjarbúa. En að fara keppa í Reykjavíkinni 30. og væri nú ljúft að vera 2-3 kg. léttari!!;) ef maður hugsar þetta í mjólkurfernum þá munar nú bara ekkert smá um 2-3 mjólkurfernur á kroppnum.
En vonandi einhver létting á miðvikudag....:o

Friday, March 09, 2007

UB - Helgi

Jæja, haldiði ekki að ég hafi hlunkast í ræktina í morgun. Tók brennslu og lyfti efri part. Mér finnst ótrúlega gott að gaman að fara í ræktina. Það er bara erfiðast að koma sér á staðinn.

Helgin framundan, er mjög fegin að hún sé rétt handan við hornið. Helgin verður blanda af afslöppun, lærdómi, hreyfingu, matarboðum og smá breytingum á íbúðinni. Sem sagt ágætishelgi held ég.

Góða helgi.

Wednesday, March 07, 2007

Fröken UB - mínus 16,6 kg

Steig á vigtina í morgun og hún var bara alls ekki svo slæm við mig blessunin. Miðað við hve óstabíl ég hef verið upp á síðkastið. Léttingur síðan í síðustu viku en er ekki alveg búin að ná þeirri þyngd sem ég var í áður en ég hrasaði. Mér var haldin óvænt afmælisveisla um helgina og matarræðið fór því í smá ólag en núna verða engin vettlingatök. Var með silung í kvöldmat í gær og rækjur í hádeginu í dag, að borða mikið af fisk hefur mikið að segja. Matarræðið er s.s. allt að koma og þá er bara hreyfingin eftir. Hefur reynst erfitt að vakna á morgnana til að hlunkast í ræktina, best að storma eftir vinnu og kaupa Spirulina. Virkaði vel á mig fyrr í vetur.

Berjast!!



Kv. Fröken UB

UA-Enn er ég EKKI..

Léttari. Dauði og djöfull verð að fara rífa mig upp úr þessum aumingjaskap! Ægilega andlaus eitthvað. Sef á honum græna mínum á morgnana og nenni ekki á æfingu. Var ágætis veður í morgun þannig ég labbaði í vinnunni..til að bæta aðeins upp samviskubitið. Eeen..engar stórvegalengdir í þessum bæ!!;) en var hressandi enga síður.
Verð á námskeiðum fimmtud og föstud. verð að taka með mér eitthvað heilsusamlegt. Er að reyna leggja lokahönd á gestalistann fyrir brúðkaupið. Ótrúlega margir hlutir sem þarf að hugsa fyrir....je dúdda mía!! sérstaklega þegar mar er að stefna fjölda manns í eitthvað krummaskuð út á landi!!;)
En vonandi fer ég að finna "kraftinn"!!!!!

Kv. UA

Monday, March 05, 2007

UA-helgin

Helgin var bara ágæt. Unnum mótið þannig við keppum í úrslitum í RVK.:)
Enn er matarræðið frekar dræmt!!:s nú verð ég heima næstu 3 vikur þannig ég verð gjör og svo vel að rífa mig upp á rassgatinu. Fitupúkinn er farinn að banka fast á öxlina...hélt á nammipokanum og var búin að sannfæra mig um að ég væri hvort sem er búin að fokka þessu alveg upp að nammi mundi ekki breyta neinu!!:o úfff... Náði að leggja frá mér pokann en vaaaá hvað það var erfitt!!
Er farin að borða hádegismat í nýju vinnunni...er voðalega þægilegt...en engin vigt og veit aldrei fyrirfram hvað ég mun fá. Doltið skrítið..þarf að aðlagast þessu og finna leið út úr þessu. Borðar einhver í mötuneyti..hvernig farið þið að??
En annars bara spræk náði að hvílast vel í gær....strákarnir mínir voru búnir að taka allt til þegar ég kom heim á lau. og beið mín hreint hús og blómvöndur þegar ég koma heim!!:D

kv. UA

Thursday, March 01, 2007

UA- bleeeeeeeehh...

Já...er ekki alveg að ná mér á flug eftir sukk síðustu helgar. Búin að vera vinna mikið og svo er þetta blessaða blak á kvöldin. þreytt...:o Síðsta mótið í bili um helgina...og það er doltil keyrsla á það mót...ÚFFFF....er ekki alveg að nenna þessu. En mar verður ekki þunglyndur af leiðindum á meðan...svo maður reyni að vera Pollyönulegur...;)
En eins og ég vissi þá var engin létting. Er búin að vera reyna keyra mig áfram en sleppti æfingu í dag til að hvíla mig fyrir átök helgarinnar. Ef við vinnum um helgina..þá keppum við í úrslitum í RVK í lok mars. Sjibbí.

Jæja...ég óska ykkur góðrar helgar...ég legg í ferðalag..aftur á morgun. ég er ekki einu sinni búin að ná að taka upp úr töskunni..hmmmmm. Held að ég þurfi að fara á svona tímastjórnunar námskeið.

Kv. UA með sviða í augunum af þreytu.......GEIIIIISP..

Wednesday, February 28, 2007

Skrefin á vigtina

hræða. Ég gleymdi/þorði ekki að stíga á vigtina í morgun. Var búin að taka ákvörðun áður en ég fór til London um að leyfa mér að borða allan mat en sleppa nammi og gosi. Stóð við það. Við gæddum okkur á himneskum mat úti og ég fékk mér yfirleitt hvítvínsglas með hádegismatnum, ljúft líf. En það verður víst að taka afleiðingum þessa ljúfa lífs og nú er komið að skuldadögum...

Fyrsti dagurinn í dag sem ég borða aftur samkvæmt DDV prógramminu og finnst ég strax grennri en í gær;) Svo ótrúlega gott að vera byrjuð aftur. Ætla að koma mér af stað í ræktinni í fyrramálið, á reyndar að vera mætt á fund/námskeið kl. 08:30 en þá verður fröken UB bara að fara snemma í háttinn í kvöld. Veit það af eigin reynslu að ef ég fer ekki á morgnana, þá fer ég ekki. Þessi vika verður góð matarlega séð, reyndar saumaklúbbur annað kvöld en ég hef staðist freistingar í honum áður og ætla að gera það núna.

Nýjar tölur eftir viku.

Kv. Fröken UB

Tuesday, February 27, 2007

UA- Ekki var þetta ferð til léttings...

Hmm...já. Geri mér engar vonir um léttingu þessa vikuna! Var nú ekki skynsamasta manneskjan í mattaræðinu um helgina! Árshátíð á föstud. og fengum náttúrlega 3.ja rétta máltíð og eins mikið áfengi og mar gat í sig látið! Svo skreið maður fram úr á morgnana og þá beið manns dýrindismorgunmatur sem innihélt m.a. Beikon, egg, pylsur, allskonar álegg, allskonar ostar, fullt af nýbökuðu brauði, bakkelsi,ískaldur appelínusafi, kaffi, te og ýmislegt fleira...Við skulum bara segja að ég hafi fengið mér "aðeins" meira en eina brauðsneið með osti og eitt glas af appelsínusafa í morgunmat!!:O
En helgin var yndisleg og afslappandi. Fórum í Laugar á sunnud. tókum klukkutíma í ræktinni og chilluðum í spa inu!!:D JUST GRATE!!
Ætli ég traðki ekki á Viktoríu á morgun...en veit svo sem alveg að það verður engin létting..en allavega "létt í lundu" eftir helgina!!;)

Kv. UA

Wednesday, February 21, 2007

Fröken UB - mínus 17,1 kg

Vigtin stóð í stað og er Fröken UB afskaplega ánægð með það. Kom mér gríðarlega á óvart, var búin að búa mig undir þyngingu. Vorum í sumarbústað ásamt vinum alla helgina og ég tók ekki matarvigtina með. Réttara sagt, tók vigtina með en hún var niðri í tösku alla helgina. Ég leyfði mér að fá mér hvítvín og borða það sem mig langaði í. Fékk mér þó ekki nammi né kók. Var mjög meðvituð. Svo er það bara London á föstudag og svo er það harkan sex eftir helgi.

best að rjúka á fund.
Góða helgi...

UA, -13,2 kg OG NÚ ER...

...leiðin hálfnuð já!!:) -700 gr. þessa vikuna. Bara sátt við það.....Var að keppa um helgina og tókst að komast í gegnum bolludag og sprengidag stórslysalaust.;) En fékk mér salkjöt og baunir í gærkveldi...stóðst nú ekki mátið!!:) Afmæli í dag hjá stráksa og húsmæðraorlof framundan um helgina! JIIIIIHAAA... ætla að reyna hlaupa ekki eins og brjálæðingur á milli búða eins og alltaf þegar maður er í borginni. En verð samt eiginlega að kíkja í Ikea og rúmfatalagerinn..og..og og..;) Nei..nú skal vera bara afslappelsi!!!!:) En ekki annað hægt að segja að allt gangi eins og í sögu og mín er ligeglad og hlakka til helgarinnar!!:)

En ég segi bara góða helgi..þó að það sé mið vika enn..;), verður lagt af stað í "borg óttans" föstud. morgun.

hilsen UA

p.s. ljóskan ég loksins búin að fatta afhverju það komu ekki aukastafir í trickerinn hjá mér...:o

Heildar árangur:


Keppni:


Thursday, February 15, 2007

UA....Jólakjóll 2005..

...jaahá...Er að fara á árshátíð þarnæstu helgi og datt nú í hug í gærkveldi að máta jólakjólinn minn frá því 2005 ( þá var ég búin að vera í rosa átaki sem ég glopraði svo aftur :s) ..passaði skoo ekki í hann núna um jólin!! OG hann bara passaði já ég var bara hissa og glöð!!:) því ég er ekki búin að léttast mikið síðan um jólin en mín er greinilega eitthvað að firmast!! :D Maga og mittismál kláralega búið að minnka. Meiri asnaskapurinn að vera ekki búin að mæla sig..
En næsta vika verður ROOOOOSALEG.
Mánud. bolludagur, Þriðjud., sprengjudagur, miðvikud. öskudagur og ammæli hjá stráknum, Fimmtud. venjulegur, Föstud. Árshátíð og okkur er boðið í helgarferð til RVK á hóteli og nice!! obb bobb bobbb..Nú reynir á..........

Kv. UA

Wednesday, February 14, 2007

Fröken UB - Mínus 17,10 kg

Blessuð vigtin fór upp um 500 gr. Byrjaði á blæðingum í gær og það þyngir mann alltaf, þannig að ég er alls ekkert svo ósátt. Matarræðið er búið að vera í fínu lagi, ekki mikið svindlað. Fyrir utan föstudagskvöldið en þá fékk ég mér nokkur hvítvínsglös í tilefni afmælis. Sé ekki eftir því, ótrúlega skemmtilegt kvöld. Maður hættir ekki að lifa þó maður þurfi stöðugt að berjast við vigtina. Næstu 2 vikur fara í það að halda mér í horfinu, sumarbústaður og þorrablót vinahópsins um helgina og svo ætlar heittelskaður að bjóða mér í helgarferð til London næstu helgi (23. feb). Svo verður þetta tekið með trompi!


Heildarþyngdartap: -17,10 kg



Keppnin: -2 kg


Eigið góðan dag.

UA- -12.5 kg TOATAL..

Eitthvað smokraðist þetta niður...er búin að vera síðustu 3 vikur að rokka upp og niður 2-3 kg. en nú er ég allavega aftur komin niður fyrir léttasta punktinn og komin -12.5 kg í heildina. Finnst doltið pirrandi að ég þurfi að vera hálfgeðveik til að léttast þ.e. æfa 1-2 á dag!! :/ En ætla ekki að gefast upp er búin að lyfta núna í næstum 3 vikur og það gæti verið að rugla þetta líka. Mældi mig bak og fyrir í gær og ætla að hafa það líka til hliðsjónar svo mar einblíni ekki bara á vigtina. Matarræðið bara fínt...fer heim í hádeginu núna í klukkutíma milli vinna...þannig við skötuhjú höfum verið að brasa þvílíkt í hádeginu að fá okkur eitthvað gott!!hehe..samt hollt en verið að borða svona meiri mat..þ.e. fisk, kjöt og svoleiðis... þannig ég hef eiginlega bara ekkert verið svöng aftur fyrr en í kvöldmatnum. Jesss...það verður íþróttahelgi..keppi í blaki föstud og lau. og svo synirnir á sunnud. þannig við munum eyða helginni í íþróttahúsinu!! jei....;)

Kv. UA

p.s...thrikkerinn var eitthvað að stríða mér....nenni ekki að brasa í því núna!!;)
Total: -12,5
Keppni: -2,1

Friday, February 09, 2007

UA-já...

Saumó lukkaðist bara vel held ég...ég tilkynnti þeim að ég væri í aðhaldi og hefði ákveðið að þær yrðu það líka!!;) Voru allir ánægðir með það...það virðist sem við konurnar séum í eilífðar aðhaldi. En var með þetta bara nokkuð einfalt... osta, pestó og allskonar kex, eplaköku og DDV ís ( finnst hún svooo góð), rúllaði upp tortillum og skar í búta með fersku spínati, skinku, papriku eða tómat og smurði með hvítlauksrjómaosti. Svo var ég með stóra skál af allskonar ávöxtum ferskum ananas, vínberum, jarðaberum og melónu. Þetta var bara voða hollt og gott allt saman...:)
En ekkert plan um helgina og er ég svoooooo ánægð með það er doltið þreytt eftir þessa viku og búin að sofa frekar lítið. Fór m.a seint að sofa í gær út af saumó..vaknaði svo kl. 5:30 við það sem ég hélt að væri grátur en neiiiiiii....fann son minn hlæjandi fyrir framan cartoon network...HAAAAALLÓ!!:s Svo vaknaði þessi yngsti kl. 6:30...Mjá..hef sofið meira skal ég segja ykkur. Jæja eigið góða helgi og stefnan tekin á EKKERT...sukk um helgina. Skal léttast næst!!! DJÖÖÖÖÖÖÖ....;)
Kv. UA

Wednesday, February 07, 2007

Fröken UB - 17,6 kg farin

Heilt kíló fór af kroppnum þessa vikuna og er Frökenin frekar sátt við það. Matarræðið er búið að vera frekar 100% (þó ekki alveg) og ég fór í ræktina bæði laugardag og sunnudag. Finnst ótrúlega gott að fara um helgar. Þá hefur maður nægan tíma til að æfa almennilega. Fékk mér smá þorramat á föstudaginn í vinnunni, en það var í hófi. Litli bróðir var hjá okkur um helgina, var að keppa, og karlmennirnir á heimilinu bjuggu sér til pizzu en ég eldaði mér fisk. Held að ég sé nokkurn veginn búinn að finna viljastyrkinn sem ég týndi um jólin. Reyndar er restin af febrúar mánuði frekar strembinn. Afmæli um helgina, þorrablót næstu helgi og utanlandsferð í lok febrúar. En viljastyrkurinn verður að sjálfsögðu með í för;)

Eigið góðan dag

Heildartap: -17,6 kg


Keppin: -2,5 kg

UA- ENN...

engin létting!!:s Matarræðið var náttúrlega ekki nógu gott föstud/laugard. en annars verið mjög gott! oooog ég er búin að hreyfa mig vibba mikið! Síðasta vika hefur verið svona í hreyfingu.. Miðvikud. blakæfing, föstud. keppa í blaki, lau. keppa í blaki, mánud. lyfta efri kl. 6 og blakæfing um kvöldið, þriðjud. kl. 6 brennsla, Miðvikud. lyfti neðri í morgun og svo er blakæfing í kvöld....hmmmmmmmmm...????? Eigum við ekki bara að segja að þetta hlýýýýýtur að koma í næstu viku............:/
Nýja vinnan rosa fín...en þetta verður rosa þeytingur á mér næstu tvo mánuði...úfff....verður gott að vera komin í gegnum þessa fyrstu viku.
KV.UA

Monday, February 05, 2007

UA-helgin.

Helgin var busy...fór á blakmót og var þar föstud.-lau. og náttúrlega þegar maður er í svona hópferðum og að borða þegar maður getur þá fylgir því skyndibitafæði!!:S þannig eitthvað datt nú inn fyrir af því! Hreyfði mig nú eitthvað á móti...en ekki aaaalveg nógu gott! svo var hún amma mín með hið árlega sólarkaffi og ég móðgaði ömmu mína með að baka mínar eigin pönnsur og koma með!! þær voru rosa fínar með sultu og sýrðum rjóma með sætuefni!! en sénsinn bensinn að geta borðað allar pönnsurnar sem átti að éta!!!!:o Þegar mér finnst nú orðið of mikill matur þá er mikið sagt!!;) og svo var buðu foreldrar okkur nú bara í mat og það var Kalkúnn...já ekki amarlegt maður!! Þessi yngsti fór að tala um jólapakka...(kalkúnn er nefnilega jólamatur hjá okkur);)
En byrjaði á nýjum vinnustað í dag...verð hálfan daginn á gamla og hálfan daginn á nýja staðnum í tvo mánuði...busy busy busy girl!!
OG...svo var ég fjarverandi í síðasta saumaklúbb og þótti þeim tilvalið að ég væri sjálfkjörin að halda næsta klúbb!!!;)
þannig einhverjar hugmyndir fyrir saumó??? HJÁLP..... Hef bara prufað eplakökuna...

kv UA

Thursday, February 01, 2007

UA-Ekki varð...

mar mjórr í þessari viku!! Úfff...alveg hryllingur svona ferðalög...stóð mig vel í sumu en annað fór ekki vel...náði ekkert að fara í ræktina og er eiginlega bara drulluþreytt eftir þetta ferðalag...Tók vel á að fara með þann minnsta í aðgerð og svo þeyttumst við út um alla borg í einhverjum boðum. Gaman að hitta fólk auðvita en þetta er ekki mikil afslöppun að þeytast svona um. Fór og mátaði brúðakjól á einum stað..náði ekki að fara á fleiri staði. Hún var mjög hjálpleg en afgreiðslukonan var eiginlega bara særandi...langaði ekki að máta fleiri kjóla í bili..Hún var alltaf að ýja að því hvað ég væri stór og mikil.."já..þessi kjóll hann er rosalega grennandi skooo" "já þú þarft svona kjól sem víkkar út um mittið" "já þú ert alveg 2 eða 3 x" Snööökt...já kannski satt en þarf ekki einhverja búðarkerlingu til að segja mér það!! Verð bara í kartöflupoka..:s
En vigtin ekkert glæsileg...alveg kg. þyngri en í síðustu viku og maginn í hönk...vonandi kemst þetta í lag í vikunni!!
Kv. UA...þreytta

Wednesday, January 31, 2007

Fröken UB - mínus 16,6 kg

Fröken UB er bara sátt við létting vikunnar, þó það séu ekki nema -500 gr. Kalla það gott miðað við þær tölur sem ég sá á mánudaginn. Helgin var nefnilega nokkuð erilsöm í sambandi við mat. Bauð miss UA og tilvonandi spúsa hennar í mat, það var þó hollur og góður matur. Ekkert svindl þar. Það var ekki svo gott á laugardaginn og sunnudaginn. Fórum út að borða á Einar Ben í tilefni stórafmælis í fjölskyldunni, ég passaði mig þó á því að velja skynsamlega. Smá svindl þó. Svo á sunnudaginn var haldið í afmæli og þá ,,datt" ég í brauðréttina og ostana. Javla! Batnandi konu er best að lifa ekki satt;)

Heildartap:-16,6 kg


Keppnin: -1,5 kg

Friday, January 26, 2007

UA-komin í "borg óttans"

Já nú er maður komin í "borg óttans" og matarræðið gengið vel hingað til allavega...kom nú bara í gærkveldi en hafnaði bjór og nammi hjá tengdó!! Alveg ótrúlegt að fólk reynir að láta mann hafa samviskubit yfir því að hafna því sem manni er boðið.."nú viltu ekki"??? Ég svaraði nú bara..jú jú auðvita vil ég en það er bara allt annað mál!! Erum í stéttafélagsíbúð og karlinn fór út í búð að versla í gær...hvað er málið með 10-11??? Ein 2l. gosflaska 259 kr. HAAAAALLÓ...ég sem hélt að það væri allt svo dýrt út á landi...shitt það var allt eftir þessu..og hann keypti fyrir mig hinn forláta Carmel ís sem hefur aldrei fengist í fásinninu...og hann bara azkoti fínn já!!:) og kostaði 1oo kr. meira en ísinn heima...jebb held ég skelli mér í Bónus í dag!! En gladdi mitt litla dreifbýlishjarta að geta tölt í pósthólfið og fengið blöðin með morgunkaffinu..hehe..það þarf ekki mikið til að gleðja mann stundum!!;)
Við UB ætlum að hittast í kvöld og hún er búin að lofa að elda eitthvað gott og hollt handa mér!!:) og kannski við kíkjum svo í bíó!! langt síðan það hefur verið farið í bíó...hmmm man ekki hvaða mynd ég fór á síðast?

jæja....eigiði góða helgi og sendið mér "staðfestu" strauma!!;)

kv. UA

Wednesday, January 24, 2007

UA- 12,1 kg lost..

Moon Walk......Jiiiihaaa -1,7 kg þessa vikuna! sem þýðir að þyngd mín hleypir núna á tugum en ekki hundraði!! :o!! De er dejligt!!! Ég er ofsalega glöð en svo horfir mar í smá stund á vigtina og finnst hálfasnalegt að gleðjast yfir þessum tölum...:s Hvað oft hefur maður ekki heyrt einhvern segja þegar þeir sjá feita manneskju..."dísús þessi er örugglega 100 kg"!! heemmm...mar hefur bara roðnað og sagt já..alveg örugglega.... Ég er stór kona (180 cm ) þannig að ég hef alltaf verið frekar þung..var náttúrlega algjör íþróttgormur hér áður fyrr og í fantaformi! EEEEn...það er liðin tíð!!;) Alveg hrikalega erfitt að vera svona þung og reyna stunda íþróttir. Já við UB virðumst vera að hrökkva hressilega í gang, en ég kvíði doltið fyrir RVK dvölinni að allt fara í rugl hjá mér...allir vilja bjóða manni í kaffi og mat þegar komið er í "borg óttans"..úffúff....ætla taka með líkamsræktardótið og reyna fara í ræktina eitthvað...vonandi bara tekst mér að stilla mig í óhófinu!!!
kv. UA

Samtals: -12,1kg


Keppni: -1,7kg

Fröken UB - 16,10 kg farin

Var mjög sátt við það sem hvarf af mér þessa vikuna, -1 kg. Þá eru 16,10 kg farin á þeim danska. Á um það bil 11,6 kg eftir í kjörþyngdina. Jatte Bra.

Heildartap:


Keppnin:


Kveðja, UB

Monday, January 22, 2007

Fröken UB - helgin

Helgin hjá mér var svipuð og hjá UA í sambandi við matarræðið. Flandraðist í tvö afmæli, stóðst freistinguna í fyrra afmælinu, á föstudaginn, en í gær þá var ég ekki svo stabíl. Fékk mér skúffuköku, brauðrétt og osta + salat á brauð. Ekki laust við samviskubit og því reif ég mig upp á rassgatinu í morgun og hlunkaðist í rækina. Þetta er allt að koma.

Kv. UB

UA-Helgin..

Þetta var nú bara fínasta helgi...mataræðið fór doltið út um þúfur á lau. fórum á skíði með strákana.... En ég tók með mér skyrdrykk og próteinstöng þangað, þannig það var nokkuð saklaust. En fengum okkur svo afgang af þorramatnum þegar við komum glorhungruð heim af skíðunum. Vinkona mín var svo að skíra á lau og við kíktum á hana en þá kom í ljós að þau höfðu látið pússa sig saman í leiðinni og tók vinkonan bara á móti manni í brúðakjólnum...já þetta var skooo óvænt en gleðilegt!!:) Fékk mér smá brauðrétt hjá henni en sleppti kökunum...en basicly...fór matarræðið bara í eitt stórt FUCK...en hefði getað verið verra ef við eigum að horfa á björtu hliðarnar...:/ En sunnudagurinn var alvega svona 95% réttur....
Dröööööslaðist á lappir kl. 6 í morgun...er búin að ætla byrja lyfta veit ekki hvað lengi...en tók 35 brennslu og lyfti smá hendur. Tekst ekki alveg að koma mér í þessa góðu rútinu sem ég var í fyrir áramót. Nú er ég að fara til RVK á fimmtud og verð fram á þriðjud...svo erfitt að fara að heiman...þá fer allt í rugl. Er að hugsa um að taka með mér líkamsræktardótið og kannski kíkja í spinning eða eitthvað með fröken UB og svo verður mar bara að vera áskrifandi í fæði hjá Nings!!;)
En vona að vigtin fari niður...vantar svoleiðis booozt!! Verð að vera duglegri að hreyfa mig!!
UA

Friday, January 19, 2007

UA-þorrinn..

kominn og bóndadagur í dag. Hvað ætlið þið að gera fyrir bóndann ykkar í dag??;) Ég gaf mínu dagspassa í baðstofuna í Laugum fyrir tvo.(vonandi býður hann mér með!!:P) Höfum eytt degi þarna...alveg hreint yndislegt!! Förum suður næstu helgi og ætli við eyðum ekki sunnud. þarna og dekstrum við sjálfa okkur barnlaus!! Kosturinn við að eiga börn með ekki með makanum að mar fær stundum helgarfrí!!hehehe...verður maður ekki alltaf að horfa á björtu hliðarnar???. En ég á einn 6 ára og karlinn minn einn 6 ára og einn 3 ára og við búum öll saman í sátt og samlyndi!!;) Þannig það er ekki hægt að segja annað en það sé mikið stuð hjá okkur og stundum er nauðsynlegt að fá smá pásu.!!:) En matarræðið bara gengið nokkuð vel...hreyfingin svona ekki alveg nógu góð...ætla að byrja á fullum krafti í næstu viku.." á morgun segir sá lati" !!:/
Langaði hrikalega í eitthvað í gær...henti frosnum jarðaberjum og bláberjum í ofnin og tók út frosna vanillujógurt sem ég átti í frysti. Hellti svo jógúrtinu yfir bökuðu berin og þetta var bara helvíti gott og extra laust!!:) ætla skooo að skoða hvort ég geti keypt ísvél fyrir sunnan.. Vitiði um einhverja góða og ódýra ísvél?? hvað ætli svoleiðis fyrirbæri kosti...hmmm...

Jæja...ég vona að þið eigið góða helgi...ætlum að hafa mini þorrblót í kvöld...þannig það verður kannski eitthvða smá farið út fyrir rammann..hákarlinn er bara prótein er það ekki??;)

Kv UA

Wednesday, January 17, 2007

UA- ++++++400 gr.

trallalaaa...anda innnn....út...innnn...út...Best að halda ró sinni!! Átti svo sem ekki von á léttingu en alltaf gerir mar sér vonir...en þyngjast!! PIRRR...PIRRR... En er að losna við kvefið og ætla nú að reyna að fara á blakæfingu í kvöld og ÉG ÆTLA... að vinna fröken UB í "keppninni"!!;) Þannig það er best að hætta þessu væli og fara að standa sig. "Keppnin" stendur til 25.apríl sem eru 14 vikur. Mitt markmið er að vera búin að léttast um 10 kg. Já ég veit ég get það ef ég bara drullast til að halda mér við efnið! brjálað að gera framundan... Ný vinna..brúðkaupsundirbúningur...vera Mrs. coach í blakinu...nokkur blakmót....fyrir utan þetta venjulega daglega amstur!!!:) já þessar 14 vikur verða fljótar að líða og það er eins gott að gleyma ekki að standa sig því tíminn á eftir að þjóta framhjá mér..... áður en ég veit af á ég eftir að standa við altarið og segja "JÁ"!!!;)

jæja...finn hvernig baráttan er farin að krauma í mér....... skal vera komin í tveggja stafa tölu næsta miðvikudag!!! GÆS..GÆS...GÆS...

KV. UA....full af keppnisanda!!;) Grrr
Fröken UB - Mínus 15,10 kg

Var ágætlega sátt við léttinginn, sem var -1,3 kg. Þetta er allt að koma, fór í ræktina í morgun og lyfti efri part.

Ég og fröken UA erum búnar að setja okkur markmið og höfum ákveðið að fara í ,,keppni" fram að 25. apríl. Mitt markmið er að missa 7 kg á þessu tímabili. Höfum báðar gríðarlegt keppnisskap og þetta mun því án efa hvetja okkur áfram, án þess að fara út í e-ar öfgar. Ég finn að þetta virkar, er mun ákveðnari í að gera mitt besta í að fara eftir DDV matarræðinu núna. Frá og með næstu viku verða því 2 tikkerar: heildarléttingur og svo ,,keppnin".

Game on.



Kv. UB

Tuesday, January 16, 2007

Fröken UB - helgin

Helgin var hin fínasta. Mikið að gera og matarræðið því ekki alveg 100%. Var þó furðugott miðað við allt og allt. Fórum í matarboð á föstudagskvöldið, afmæli og svo í annað partý á laugardagskvöldið og svo í Brunch hjá vinafólki á sunnudaginn. Janúarmánuður verður með þessu sniði býst ég við, afmæli næstu 3 helgar. Verð að fara að finna stabílitetið sem ég hafði fyrir áramót. Annað gengur ekki!

Vigtun á morgun, spyrjum að leikslokum.

Fröken UB

Monday, January 15, 2007

UA-helgin..

..... var nú ekki alveg nógu góð!!:s okkur var boðið í vinnustaðagleði á föstud og þar var áfengi og matur á boðstólnum. Eitthvað datt nú inn fyrir þá....svo fylltist ég af kvefi og ógeði og er búin að vera drulluslöpp þannig ég hef ekkert hreyft mig og alls ekki borðað rétt!! ARRRRRRRRG..... svo til að toppa þetta þá er "Rósa frænka" líka komin í heimsókn. Hnusss..... mar gæti verið hressari. Auglýsi hér með eftir "gírnum"!!:/

UA

Wednesday, January 10, 2007

UA-10.8 kg

Jæja aðeins 300 gr. eftir að jólasukkinu fór 2,3 kg niður frá því í síðustu viku og er ég bara sátt við það! Er að komast í gírinn og meltinginn að jafna sig á helv....sukkinu, alveg ótrúlegt að maður skuli gera sér þetta!! Fór á blakæfingu á mánud og druuuuulaðist á lappir í morgun kl. 6 og tók brennslu. Er að hugsa um að byrja næsta mánud. að æfa skv. "líkami fyrir lífið", það er passlega langt og hnitmiðuð þjálfun og þá er ég að lyfta þá daga sem ég er á blakæfingu! JESS....opereration "í kjólinn fyrir brúðkaup" is ON!!!!!!;) Bride

Kv. UA

Monday, January 08, 2007

UA-Helgin

Já..helgin var bara ágæt matarlega séð..hmm..allavega skárri en síðustu tvær helgar skulum við segja! Var samt frekar svona viðþolslaus..langaði í allt! Bjó mér til það er kallað laugardagskaka eða eitthvað svoleiðis...Setti bláber, jarðaber og epli og svo svona deigskellur á og bakaði og vanillu DDV ís með!! það var bara þrælfínt!! svo fékk ég mér ís og súkkósósu í gær! mjá...búin að sukka doltið en björtu hliðarnar tókst að halda mér frá helvítis namminu...úff.....púfff...en erfitt var það!! Hef ekkert hreyft mig að ráði en fer á blakæfingu í kvöld..það kemur mér vonandi í gang!
Kv. UA
Loksins

Reif mig á fætur kl. 05:35 í morgun og fór í Body Pump í Sporthúsinu í morgun. Ótrúlega gott að vera búin að brjóta ísinn og byrjuð aftur. Búin að vera á leiðinni í ræktina í mánuð en ekki farið. Veit ekki hversu oft ég hef still klukkuna en svo sofið lengur. Íþróttafötin voru farin að gefa mér illt auga og kvarta undan lítilli notkun...

Helgin var hin besta, þó ekki matarlega séð. Fórum í sumarbústað og matarboð þannig að sá danski var ekki alveg 100%. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur verður að fara og hefna karlgarmsins. Á leiðinni heim úr bústaðnum sagði ég í gríni við heittelskaðan hverju hann vildi heita á mig ef ég færi í ræktina, mig vantaði smá gulrót. Hann var ekki lengi að svara að ef ég færi 3x í viku út mánuðinn þá fengi ég pils í byrjun febrúar. Þetta hefur greinilega virkað, því ég dreif mig í morgun. Kann á mig þessi elska. Veit að maður er að gera þetta fyrir aukna vellíðan og sjálfan sig og bla bla. Stundum er maður greinilega jafn grunnur og barnalaug og svona lagað virkar, til að koma manni af stað.

Þetta er allt að koma. Vikan skal vera 100%.

Fröken UB

Wednesday, January 03, 2007

Fröken UB - 13,8 kíló farin

Jólin voru ljúf og einkenndust af áti, afslöppun, lestri góðra bóka og jólaboða/partýa. Afleiðingin af öllu þessu er þyngdaraukning.

Vigtin var þó ekki alveg jafn ,,vond" við mig og ég hélt, var búin undir það versta. Vigtin var mun verri við mig í gær, 1,5 kg verri! Ég þyngdist um 2,6 kg í desember, samkvæmt vigtinni í morgun, og ég tek fulla ábyrgð á því. Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn og vera í afneitun. Ég borðaði þetta á mig og nú er bara að borða þetta af sér og komst í kjörþyngd í sumar. Það skal takast!

Það er ótrúlega gott að vera komin á rétt ról og mér líður miklu betur að vera byrjuð aftur á DDV matarræðinu. Maginn var allur í hönk í des þegar ég borðaði óreglulega. Nú er næsta mál á dagskrá að koma sér í ræktina. Spurning um að henda sér í ræktina í fyrramálið, held það bara.

UA- JÓLASUKK +2,6 kg.

Jebb...það er komið að skuldardögum og niðurstaðan er +2,6 kg eftir mikið sukk! Ég neita að færa trikkerinn minn!!ég ætla að vera fljót að laga þetta!!:/
En mikið eru jólin búin að vera yndisleg. Búin að eiga frábærar stundir með ættingjum og vinum. Gerði eitthvað sem ég hélt ég mundi ALDREI.. aldrei... gera, fékk singstar í jólagjöf frá mínum heittelskaða og fjölskyldan búin að syngja eins og við fengjum borgað fyrir það öll jólin!!!! hahaha...þvílíka snilldin!!;)
En ég er aldeilis búin að fá aðstæðu til að standa mig!! Minn maður fór á hnéið og bað mín milli jól og nýars!!:) og erum við búin að búin að bóka kirkjuna 07.07.07!!! JESS... nú er sko að standa sig svo mar líti vel út í brúðarkjólnum!!!:D
Vona að þið hafið átt góðar stundir um jólin...en nú er "back to life...back to reality"!!!!!!

Kv. UA

Tuesday, January 02, 2007

I´m back

Jæja, þá eru hátíðarnar búnar og fyrsti dagur í rútínu hafinn. Slaufaði DDV matarræðinu í kringum 20. des og líðanin eftir því, stanslausir vindverkir! Líður strax betur í dag að vera komin í rútínuna og farin að borða eftir DDV. Það sem er gott við að ,,missa" sig í matarræðinu er að þá finnur maður hvað manni líður miklu betur líkamlega (og andlega) að borða hollt og reglulega. Hef bætt á mig um jólin og ég finn það á fötunum, birti tölur á morgun og færi tikkerinn til. Maður verður víst að taka ábyrgð á gjörðum sínum, eða réttara sagt áti sínu ;)

Kv. Fröken UB