Friday, March 23, 2007

UA- friday on my mind...

Hálfgerður föstudagur í manni...löt í vinnunni...bíð bara eftir að dagurinn sé búin og ég geti farið heim!!;) En búið að vera ágætist vika. Alveg skuggalegt hvað tíminn líður hratt.... Næsta vika mun einkennast af fundum og svo Reykjavíkurferð í lok vikunnar. Verð reyndar rétt sólahring í borginni..ætla bara að drífa mig heim aftur á lau. fer með alla strákan með mér og þeir fara til fjölskyldu sinnar í RVK yfir páskana...þannig við sköthjú verðum ein heima yfir páskana. Það verður nú ágætis breik!!:) Vinur okkar kemur í heimsókn og við munum dúlla okkur eitthvað!! éta, drekka, sofa og vonanadi skíða!!
Var að fatta hvað það er stutt í páskana...var spurð af því...en um páskana ætlaru ekki að borða páskaegg??? Hmmm..var bara ekkert búin að pæla í því. Ætlið þið að fá ykkur páskaegg?? Þar sem strákarnir verða ekki heima þá verður allvega ekki páskaeggjaflóð á heimilinu. þetta allavega böggar mig ekki í augnablikinu að borða ekki páskaegg.....er nú bara súkkulaði after all....Kunna DDV einhverja lausn við þessu vandamáli??;) DDV vænt páskaegg...ætli það sé til...

Jæja ætla hætta þessu röfli...góða helgi stelpur..

Kv. UA

4 comments:

Anonymous said...

Nei ekkert páskaegg :) en krakkarnir fá sitt egg. Gángi þér vel vinan og hafðu það gott yfir helgina.

Anonymous said...

Ég er ekki á ddv og hef haft einn nammidag í viku. Ég á von á því að færa nammidaginn yfir á páskadag og njóta smá sukks með fjölskyldunni. Aftur á móti finnst mér páskaegginn alveg óheyrilega dýr og ætla mér því bara að kaupa nr 0 handa mér - bara svona upp á stemmninguna og til að fá málshátt. Fæ mér líklega eitthvert annað góðgæti þennan dag. En.. svo fer ég í vigtun, mælingu og fitumælingu um mánaðarmótin og ef það kemur illa út þá kannski breyti ég öllu mínu og sleppi bara nammidögunum alveg :S

Anonymous said...

Ég ætla að fá mér egg. Finnst þau svo góð og viss stemmari að sitja með eggið mitt og lesa góða bók yfir páskana. Er einmitt eins og létt í lund með nammidag og ætla bara að leyfa mér þetta yfir páskana. held ég fái mér samt ekki stórt egg. Annars mun Kallinn draga mig í land sama hvað ég fæ mér stórt, hann er hakkavél þegar kemur að nammi :D

Anonymous said...

Hm, hafði ekki pælt í þessu....ætli ég baki bara ekki einhverja góða kö0ku í staðinn fyrir páskaegg;)