Friday, October 19, 2007

Fröken UB - mínus 4,1 kg

Þetta hefur verið fremur erfiður mánuður matarlega séð, eða frekar veislulega séð. Held að ég hafi farið í 9 veislur í það sem af er mánuði; afmæli, saumaklúbbar og hittingar. Ég er samt stolt af því að ég þyngdist ekki. Náði að halda í horfinu og er bara nokkuð hreykin af mér. Var dugleg að hreyfa mig og meðvituð um það sem ég var að láta ofan í mig. Núna verður hreyfingin tekin með trompi og ég ákvað að fara í einkaþjálfun í 6 vikur ásamt vinkonu. Jájá, þetta kemur allt...

Góða helgi!


Wednesday, October 03, 2007

UA-að taka mig saman í andlitinu

Já...ég er búin að vera aaagalega áttvillt... Er byrjuð að æfa á fullu og ákvað þar sem ég væri nú í mat í hádeginu í vinnunni þá skyldi ég prufa að hætta að elda á kvöldin. Þetta gekk svona í 3 vikur, ég fékk mér boozt, skyr eða eitthvað annað. Það bara var allavega engan vegin að virka og ég bara bætti og bætti stanslaust á mig þrátt fyrir miklar æfingar. Í síðustu viku þá komst ég á botninn og ákvað að nú þyrfti ég að taka mig saman í andlitinu ef ég ætlaði að geta hreyft mig í vetur. Ég sagði mig úr mötuneytinu í vinnunni og byrjaði að borða aftur skv. DDV. Byrjaði síðasta miðvikudag að fylgja danskanum og hef gert það í viku örugglega 98%. Ég er roslaega ánægð og er ég 3,6 kg. léttari en síðasta miðvikudag. Þannig ég fyllist smá bjartsýni aftur og sé smá von í barátturnni við fitupúkann. Æi...mar verður svo ánægður þegar maður kemst úr hjólfarinu sem mar festist í . Tek næstu viku með stæl líka og er svo að fara til útlanda í stelpuferð í næstu viku....Það setur örugglega smá strik í reikninginn. En one step in a time!!!;)

Kv. UA