Wednesday, April 25, 2007

Fröken UB - mínus 14,3 kg

700 gr læddust á mig þessa vikuna. Kemur mér ekkert á óvart. Fékk mér vel í aðra tána um helgina og svo er þetta mánaðarlega að koma í heimsókn. Hreyfingin er í ágætis málum og ég er ægilega bjartsýn á framhaldið. Er alveg að fara að finna blessaðan viljastyrkinn. Kemur kannski til af því að við erum að fara til Kanarí í sumar og það er skemmtilegra að vera bikinífær þá! Markmiðið er að losa mig við 8 kg fram í ágúst. GÆS!!



Baráttukveðja, UB

Tuesday, April 24, 2007

UA á ferð og flugi...

Hellú...ég er búin að vera á ferðalagi...fór til RVK og Vestmannaeyja og kom heim í gærkveldi.. Fer svo aftur af stað á fimmtud. til Reykjavíkur. Þannig ég er bara í óskipulagi og hentist á milli staða og borða það sem að mér er rétt!!:S Tek mig saman í andlitinu í næstu viku og reyni að takmarka skemmdirnar þangað til þá!!!!:O
Biðst afsökunar á kommentleysi...ég vona að ég muni hafa rýmri tíma eftir næstu viku..allavega verður þessari törn þá lokið í bili.
Vona að þið hafið það sem best..

Kv. Ua

Wednesday, April 18, 2007

Fröken UB - 15 kg farin

Þessi vika var hin fínasta matar- og hreyfingalega séð. Enda verðlaunaði vigtin mig, -1,8 kg flugu af.

Þessi vika verður aðeins erfiðari matarlega séð, brúðkaupsveisla í dag og þrítugsafmæli á laugardaginn. Ætla jafnvel að fá mér í aðra tána á laugardaginn. Verð bara dugleg að hreyfa mig á móti og í mataræðinu.



Hafið það gott,
Kv. UB

Monday, April 16, 2007

UA-sælar...

Búið að vera yndislegt vorveður hjá okkur og búið að vera kjöraðstæður til útivistar!!:) Ég er búin að vera í svolitlum vandræðum með sjálfa mig. Þriðja sumarið núna sem ég er að fá eitthvað andskotans frjókornaofnæmi( gras) og ég var alveg hrikalega slæm síðasta sumar og þurfti að lokum að fara á stera til að ná ofnæminu niður. Í fyrra var mér sagt að prufa að byrja fyrr að taka ofnæmistöflur.. Í veðurblíðunni sem hefur verið hef ég fundið að þetta helvíti er byrjað og eru svona tvær vikur síðan ég byrjaði að taka töflurnar. Ég verð svo hriiiikalega slöpp og þreytt af þessum töflum. Bætti á mig allavega 10 kg á þessu tímabili í fyrra!! Ég tók ekki töflu í gær því ég bara hélt varla haus á laugard. Læknirinn sem ég fór til í fyrra sagði að það væru ekkert önnur lyf sem væri í boði en svo heyrði ég í saumó að einhver hafði fengið sprautu. Hefur einhver þekkingu eða reynslu á þessu??? ætla að reyna ná í símatíma í lækni... þetta er alveg djöfullegt ef ég á að vera eins og aumingi í 3 mánuði!!!:(
En annars var gærdagurinn yndislegur með strákunum mínum...keyrðum aðeins út fyrir bæinn og tókum hjól drengjana með og kenndum einum að hjóla...svo kaffi hjá ömmu og sund í sólinni!!:) já svei mér þá ef maður fékk ekki nokkrar freknur af þessari útivist!!;)

Vona að þið hafið átt góða helgi...

Kv. UA

Thursday, April 12, 2007

UA- "you can hide but you cant run"

Já..það þýðir ekkert að fela sig lengur skömmustulegur :s. Var einfaldlega þannig að það var mikið sofið..drukkið...og borðað um páskana. og er maður dulítið í + plús eftir þetta ævintýri :o. Hef verið að reyna humma þetta fram að mér og hef forðast netið og vigtina eins og heitann eldinn! En það gengur víst ekki að forðast raunveruleikann. Anskotinn verð að reyna rífa mig upp úr þessari lægð.. Gott að fá UB með sér í lið aftur...hún er svo azkoti góður liðsfélagi!!:)

Jæja...ég fer að berja í mig kjark að skoða hvað allir voru duglegir um páskana eða ekki...;)

Kv. UA sem er að reyna að hætta í afneitun...;)

Wednesday, April 11, 2007

Fröken UB - mætt aftur

Jæja, góðan daginn. Týnda dóttirin er mætt aftur. Erfiður tími að baki, bæði andlega og matarlega séð. Þetta helst víst allt í hendur. Aðgerðin á heittelskuðum gekk vel og hann er á góðum batavegi.

Ég sté á vigtina í morgun, ætlaði ekki að þora en maður verður víst að takast á við þessa hluti. Hef þyngst um 4 kg en ég ætla ekki að vera lengi að ná þeim af. Í dag er fyrsti dagurinn sem ég fer eftir prógramminu, en hann skal verða 100%. Svo er það hreyfingin, ég verð að fara að finna tíma fyrir hana. Markmiðið er að hreyfa mig 2 x í þessari viku og auka svo í 4-5 x í viku. Betra að byrja ekki of skart, svo maður springi ekki á liminu.



Kv. Fröken UB

Wednesday, April 04, 2007

UA-Gleðilega páska

Hugurinn er kominn í páskafrí...borðaði fisk á mánud...en var boðið í grill í gær og það verður örugglega eitthvað gott í kvöld líka!! já páskagleðin er byrjuð! Vonandi verður veðrið ágætt svo mar geti stundað einhverja útivist en spáin er ekki glæsileg...eins og veðrið er búið að vera yndislegt síðustu daga!! En stelpur ætla ekki að hafa þetta lengra í dag..ég er farin heim í páskafrí!! sjíbbí!!:D

Kv. UA

Monday, April 02, 2007

UA-helgin...

Á föstudaginn var síðasti vinnudagurinn minn í gömlu vinnunni og við fórum á kaffihús og fengum okkur gott að borða. Fékk meira segja sviss Mokka og gulrótaköku á eftir. Seinnipartinn brá ég mér til RVK og við kepptum seint og enduðum við daginn rétt fyrir miðnætti að fara á American Style. Laugardagsmorgun fengum við svo staðgóðan morgunmat fyrir leikinn og enduðum svo eftir leik í smáralindinni á Fridays. Jaaahá..sem sagt ýmsilegur viðbjóður búinn að detta inn fyrir mínar varir!!:O Ég fékk heldur betur að súpa seyðið af því....þegar ég kom heim til mín gat ég varla staðið upprétt fyrir magakvölum...Ég lagðist í rúmið og já...engin falleg leið til að segja þetta leysti vind í gríð og erg og fékk svo þvílíkan niðurgang.... GOOOOOD Afhverju er maður að gúffa svona drasli í sig.????? Takmark vikunnar að koma maganum í lag...tók fisk úr frystinum og held ég búi til einhvern rétt sem endist næstu tvo daga....fyrst við erum bara tvö heima!!;)
lesson of the day: SKYNDIBITAMATUR ER VERKFÆRI DJÖFULLSINS!!;)

Kv. UA vindbelgur...;)