Wednesday, January 31, 2007

Fröken UB - mínus 16,6 kg

Fröken UB er bara sátt við létting vikunnar, þó það séu ekki nema -500 gr. Kalla það gott miðað við þær tölur sem ég sá á mánudaginn. Helgin var nefnilega nokkuð erilsöm í sambandi við mat. Bauð miss UA og tilvonandi spúsa hennar í mat, það var þó hollur og góður matur. Ekkert svindl þar. Það var ekki svo gott á laugardaginn og sunnudaginn. Fórum út að borða á Einar Ben í tilefni stórafmælis í fjölskyldunni, ég passaði mig þó á því að velja skynsamlega. Smá svindl þó. Svo á sunnudaginn var haldið í afmæli og þá ,,datt" ég í brauðréttina og ostana. Javla! Batnandi konu er best að lifa ekki satt;)

Heildartap:-16,6 kg


Keppnin: -1,5 kg

Friday, January 26, 2007

UA-komin í "borg óttans"

Já nú er maður komin í "borg óttans" og matarræðið gengið vel hingað til allavega...kom nú bara í gærkveldi en hafnaði bjór og nammi hjá tengdó!! Alveg ótrúlegt að fólk reynir að láta mann hafa samviskubit yfir því að hafna því sem manni er boðið.."nú viltu ekki"??? Ég svaraði nú bara..jú jú auðvita vil ég en það er bara allt annað mál!! Erum í stéttafélagsíbúð og karlinn fór út í búð að versla í gær...hvað er málið með 10-11??? Ein 2l. gosflaska 259 kr. HAAAAALLÓ...ég sem hélt að það væri allt svo dýrt út á landi...shitt það var allt eftir þessu..og hann keypti fyrir mig hinn forláta Carmel ís sem hefur aldrei fengist í fásinninu...og hann bara azkoti fínn já!!:) og kostaði 1oo kr. meira en ísinn heima...jebb held ég skelli mér í Bónus í dag!! En gladdi mitt litla dreifbýlishjarta að geta tölt í pósthólfið og fengið blöðin með morgunkaffinu..hehe..það þarf ekki mikið til að gleðja mann stundum!!;)
Við UB ætlum að hittast í kvöld og hún er búin að lofa að elda eitthvað gott og hollt handa mér!!:) og kannski við kíkjum svo í bíó!! langt síðan það hefur verið farið í bíó...hmmm man ekki hvaða mynd ég fór á síðast?

jæja....eigiði góða helgi og sendið mér "staðfestu" strauma!!;)

kv. UA

Wednesday, January 24, 2007

UA- 12,1 kg lost..

Moon Walk......Jiiiihaaa -1,7 kg þessa vikuna! sem þýðir að þyngd mín hleypir núna á tugum en ekki hundraði!! :o!! De er dejligt!!! Ég er ofsalega glöð en svo horfir mar í smá stund á vigtina og finnst hálfasnalegt að gleðjast yfir þessum tölum...:s Hvað oft hefur maður ekki heyrt einhvern segja þegar þeir sjá feita manneskju..."dísús þessi er örugglega 100 kg"!! heemmm...mar hefur bara roðnað og sagt já..alveg örugglega.... Ég er stór kona (180 cm ) þannig að ég hef alltaf verið frekar þung..var náttúrlega algjör íþróttgormur hér áður fyrr og í fantaformi! EEEEn...það er liðin tíð!!;) Alveg hrikalega erfitt að vera svona þung og reyna stunda íþróttir. Já við UB virðumst vera að hrökkva hressilega í gang, en ég kvíði doltið fyrir RVK dvölinni að allt fara í rugl hjá mér...allir vilja bjóða manni í kaffi og mat þegar komið er í "borg óttans"..úffúff....ætla taka með líkamsræktardótið og reyna fara í ræktina eitthvað...vonandi bara tekst mér að stilla mig í óhófinu!!!
kv. UA

Samtals: -12,1kg


Keppni: -1,7kg

Fröken UB - 16,10 kg farin

Var mjög sátt við það sem hvarf af mér þessa vikuna, -1 kg. Þá eru 16,10 kg farin á þeim danska. Á um það bil 11,6 kg eftir í kjörþyngdina. Jatte Bra.

Heildartap:


Keppnin:


Kveðja, UB

Monday, January 22, 2007

Fröken UB - helgin

Helgin hjá mér var svipuð og hjá UA í sambandi við matarræðið. Flandraðist í tvö afmæli, stóðst freistinguna í fyrra afmælinu, á föstudaginn, en í gær þá var ég ekki svo stabíl. Fékk mér skúffuköku, brauðrétt og osta + salat á brauð. Ekki laust við samviskubit og því reif ég mig upp á rassgatinu í morgun og hlunkaðist í rækina. Þetta er allt að koma.

Kv. UB

UA-Helgin..

Þetta var nú bara fínasta helgi...mataræðið fór doltið út um þúfur á lau. fórum á skíði með strákana.... En ég tók með mér skyrdrykk og próteinstöng þangað, þannig það var nokkuð saklaust. En fengum okkur svo afgang af þorramatnum þegar við komum glorhungruð heim af skíðunum. Vinkona mín var svo að skíra á lau og við kíktum á hana en þá kom í ljós að þau höfðu látið pússa sig saman í leiðinni og tók vinkonan bara á móti manni í brúðakjólnum...já þetta var skooo óvænt en gleðilegt!!:) Fékk mér smá brauðrétt hjá henni en sleppti kökunum...en basicly...fór matarræðið bara í eitt stórt FUCK...en hefði getað verið verra ef við eigum að horfa á björtu hliðarnar...:/ En sunnudagurinn var alvega svona 95% réttur....
Dröööööslaðist á lappir kl. 6 í morgun...er búin að ætla byrja lyfta veit ekki hvað lengi...en tók 35 brennslu og lyfti smá hendur. Tekst ekki alveg að koma mér í þessa góðu rútinu sem ég var í fyrir áramót. Nú er ég að fara til RVK á fimmtud og verð fram á þriðjud...svo erfitt að fara að heiman...þá fer allt í rugl. Er að hugsa um að taka með mér líkamsræktardótið og kannski kíkja í spinning eða eitthvað með fröken UB og svo verður mar bara að vera áskrifandi í fæði hjá Nings!!;)
En vona að vigtin fari niður...vantar svoleiðis booozt!! Verð að vera duglegri að hreyfa mig!!
UA

Friday, January 19, 2007

UA-þorrinn..

kominn og bóndadagur í dag. Hvað ætlið þið að gera fyrir bóndann ykkar í dag??;) Ég gaf mínu dagspassa í baðstofuna í Laugum fyrir tvo.(vonandi býður hann mér með!!:P) Höfum eytt degi þarna...alveg hreint yndislegt!! Förum suður næstu helgi og ætli við eyðum ekki sunnud. þarna og dekstrum við sjálfa okkur barnlaus!! Kosturinn við að eiga börn með ekki með makanum að mar fær stundum helgarfrí!!hehehe...verður maður ekki alltaf að horfa á björtu hliðarnar???. En ég á einn 6 ára og karlinn minn einn 6 ára og einn 3 ára og við búum öll saman í sátt og samlyndi!!;) Þannig það er ekki hægt að segja annað en það sé mikið stuð hjá okkur og stundum er nauðsynlegt að fá smá pásu.!!:) En matarræðið bara gengið nokkuð vel...hreyfingin svona ekki alveg nógu góð...ætla að byrja á fullum krafti í næstu viku.." á morgun segir sá lati" !!:/
Langaði hrikalega í eitthvað í gær...henti frosnum jarðaberjum og bláberjum í ofnin og tók út frosna vanillujógurt sem ég átti í frysti. Hellti svo jógúrtinu yfir bökuðu berin og þetta var bara helvíti gott og extra laust!!:) ætla skooo að skoða hvort ég geti keypt ísvél fyrir sunnan.. Vitiði um einhverja góða og ódýra ísvél?? hvað ætli svoleiðis fyrirbæri kosti...hmmm...

Jæja...ég vona að þið eigið góða helgi...ætlum að hafa mini þorrblót í kvöld...þannig það verður kannski eitthvða smá farið út fyrir rammann..hákarlinn er bara prótein er það ekki??;)

Kv UA

Wednesday, January 17, 2007

UA- ++++++400 gr.

trallalaaa...anda innnn....út...innnn...út...Best að halda ró sinni!! Átti svo sem ekki von á léttingu en alltaf gerir mar sér vonir...en þyngjast!! PIRRR...PIRRR... En er að losna við kvefið og ætla nú að reyna að fara á blakæfingu í kvöld og ÉG ÆTLA... að vinna fröken UB í "keppninni"!!;) Þannig það er best að hætta þessu væli og fara að standa sig. "Keppnin" stendur til 25.apríl sem eru 14 vikur. Mitt markmið er að vera búin að léttast um 10 kg. Já ég veit ég get það ef ég bara drullast til að halda mér við efnið! brjálað að gera framundan... Ný vinna..brúðkaupsundirbúningur...vera Mrs. coach í blakinu...nokkur blakmót....fyrir utan þetta venjulega daglega amstur!!!:) já þessar 14 vikur verða fljótar að líða og það er eins gott að gleyma ekki að standa sig því tíminn á eftir að þjóta framhjá mér..... áður en ég veit af á ég eftir að standa við altarið og segja "JÁ"!!!;)

jæja...finn hvernig baráttan er farin að krauma í mér....... skal vera komin í tveggja stafa tölu næsta miðvikudag!!! GÆS..GÆS...GÆS...

KV. UA....full af keppnisanda!!;) Grrr
Fröken UB - Mínus 15,10 kg

Var ágætlega sátt við léttinginn, sem var -1,3 kg. Þetta er allt að koma, fór í ræktina í morgun og lyfti efri part.

Ég og fröken UA erum búnar að setja okkur markmið og höfum ákveðið að fara í ,,keppni" fram að 25. apríl. Mitt markmið er að missa 7 kg á þessu tímabili. Höfum báðar gríðarlegt keppnisskap og þetta mun því án efa hvetja okkur áfram, án þess að fara út í e-ar öfgar. Ég finn að þetta virkar, er mun ákveðnari í að gera mitt besta í að fara eftir DDV matarræðinu núna. Frá og með næstu viku verða því 2 tikkerar: heildarléttingur og svo ,,keppnin".

Game on.



Kv. UB

Tuesday, January 16, 2007

Fröken UB - helgin

Helgin var hin fínasta. Mikið að gera og matarræðið því ekki alveg 100%. Var þó furðugott miðað við allt og allt. Fórum í matarboð á föstudagskvöldið, afmæli og svo í annað partý á laugardagskvöldið og svo í Brunch hjá vinafólki á sunnudaginn. Janúarmánuður verður með þessu sniði býst ég við, afmæli næstu 3 helgar. Verð að fara að finna stabílitetið sem ég hafði fyrir áramót. Annað gengur ekki!

Vigtun á morgun, spyrjum að leikslokum.

Fröken UB

Monday, January 15, 2007

UA-helgin..

..... var nú ekki alveg nógu góð!!:s okkur var boðið í vinnustaðagleði á föstud og þar var áfengi og matur á boðstólnum. Eitthvað datt nú inn fyrir þá....svo fylltist ég af kvefi og ógeði og er búin að vera drulluslöpp þannig ég hef ekkert hreyft mig og alls ekki borðað rétt!! ARRRRRRRRG..... svo til að toppa þetta þá er "Rósa frænka" líka komin í heimsókn. Hnusss..... mar gæti verið hressari. Auglýsi hér með eftir "gírnum"!!:/

UA

Wednesday, January 10, 2007

UA-10.8 kg

Jæja aðeins 300 gr. eftir að jólasukkinu fór 2,3 kg niður frá því í síðustu viku og er ég bara sátt við það! Er að komast í gírinn og meltinginn að jafna sig á helv....sukkinu, alveg ótrúlegt að maður skuli gera sér þetta!! Fór á blakæfingu á mánud og druuuuulaðist á lappir í morgun kl. 6 og tók brennslu. Er að hugsa um að byrja næsta mánud. að æfa skv. "líkami fyrir lífið", það er passlega langt og hnitmiðuð þjálfun og þá er ég að lyfta þá daga sem ég er á blakæfingu! JESS....opereration "í kjólinn fyrir brúðkaup" is ON!!!!!!;) Bride

Kv. UA

Monday, January 08, 2007

UA-Helgin

Já..helgin var bara ágæt matarlega séð..hmm..allavega skárri en síðustu tvær helgar skulum við segja! Var samt frekar svona viðþolslaus..langaði í allt! Bjó mér til það er kallað laugardagskaka eða eitthvað svoleiðis...Setti bláber, jarðaber og epli og svo svona deigskellur á og bakaði og vanillu DDV ís með!! það var bara þrælfínt!! svo fékk ég mér ís og súkkósósu í gær! mjá...búin að sukka doltið en björtu hliðarnar tókst að halda mér frá helvítis namminu...úff.....púfff...en erfitt var það!! Hef ekkert hreyft mig að ráði en fer á blakæfingu í kvöld..það kemur mér vonandi í gang!
Kv. UA
Loksins

Reif mig á fætur kl. 05:35 í morgun og fór í Body Pump í Sporthúsinu í morgun. Ótrúlega gott að vera búin að brjóta ísinn og byrjuð aftur. Búin að vera á leiðinni í ræktina í mánuð en ekki farið. Veit ekki hversu oft ég hef still klukkuna en svo sofið lengur. Íþróttafötin voru farin að gefa mér illt auga og kvarta undan lítilli notkun...

Helgin var hin besta, þó ekki matarlega séð. Fórum í sumarbústað og matarboð þannig að sá danski var ekki alveg 100%. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur verður að fara og hefna karlgarmsins. Á leiðinni heim úr bústaðnum sagði ég í gríni við heittelskaðan hverju hann vildi heita á mig ef ég færi í ræktina, mig vantaði smá gulrót. Hann var ekki lengi að svara að ef ég færi 3x í viku út mánuðinn þá fengi ég pils í byrjun febrúar. Þetta hefur greinilega virkað, því ég dreif mig í morgun. Kann á mig þessi elska. Veit að maður er að gera þetta fyrir aukna vellíðan og sjálfan sig og bla bla. Stundum er maður greinilega jafn grunnur og barnalaug og svona lagað virkar, til að koma manni af stað.

Þetta er allt að koma. Vikan skal vera 100%.

Fröken UB

Wednesday, January 03, 2007

Fröken UB - 13,8 kíló farin

Jólin voru ljúf og einkenndust af áti, afslöppun, lestri góðra bóka og jólaboða/partýa. Afleiðingin af öllu þessu er þyngdaraukning.

Vigtin var þó ekki alveg jafn ,,vond" við mig og ég hélt, var búin undir það versta. Vigtin var mun verri við mig í gær, 1,5 kg verri! Ég þyngdist um 2,6 kg í desember, samkvæmt vigtinni í morgun, og ég tek fulla ábyrgð á því. Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn og vera í afneitun. Ég borðaði þetta á mig og nú er bara að borða þetta af sér og komst í kjörþyngd í sumar. Það skal takast!

Það er ótrúlega gott að vera komin á rétt ról og mér líður miklu betur að vera byrjuð aftur á DDV matarræðinu. Maginn var allur í hönk í des þegar ég borðaði óreglulega. Nú er næsta mál á dagskrá að koma sér í ræktina. Spurning um að henda sér í ræktina í fyrramálið, held það bara.

UA- JÓLASUKK +2,6 kg.

Jebb...það er komið að skuldardögum og niðurstaðan er +2,6 kg eftir mikið sukk! Ég neita að færa trikkerinn minn!!ég ætla að vera fljót að laga þetta!!:/
En mikið eru jólin búin að vera yndisleg. Búin að eiga frábærar stundir með ættingjum og vinum. Gerði eitthvað sem ég hélt ég mundi ALDREI.. aldrei... gera, fékk singstar í jólagjöf frá mínum heittelskaða og fjölskyldan búin að syngja eins og við fengjum borgað fyrir það öll jólin!!!! hahaha...þvílíka snilldin!!;)
En ég er aldeilis búin að fá aðstæðu til að standa mig!! Minn maður fór á hnéið og bað mín milli jól og nýars!!:) og erum við búin að búin að bóka kirkjuna 07.07.07!!! JESS... nú er sko að standa sig svo mar líti vel út í brúðarkjólnum!!!:D
Vona að þið hafið átt góðar stundir um jólin...en nú er "back to life...back to reality"!!!!!!

Kv. UA

Tuesday, January 02, 2007

I´m back

Jæja, þá eru hátíðarnar búnar og fyrsti dagur í rútínu hafinn. Slaufaði DDV matarræðinu í kringum 20. des og líðanin eftir því, stanslausir vindverkir! Líður strax betur í dag að vera komin í rútínuna og farin að borða eftir DDV. Það sem er gott við að ,,missa" sig í matarræðinu er að þá finnur maður hvað manni líður miklu betur líkamlega (og andlega) að borða hollt og reglulega. Hef bætt á mig um jólin og ég finn það á fötunum, birti tölur á morgun og færi tikkerinn til. Maður verður víst að taka ábyrgð á gjörðum sínum, eða réttara sagt áti sínu ;)

Kv. Fröken UB