Friday, January 26, 2007

UA-komin í "borg óttans"

Já nú er maður komin í "borg óttans" og matarræðið gengið vel hingað til allavega...kom nú bara í gærkveldi en hafnaði bjór og nammi hjá tengdó!! Alveg ótrúlegt að fólk reynir að láta mann hafa samviskubit yfir því að hafna því sem manni er boðið.."nú viltu ekki"??? Ég svaraði nú bara..jú jú auðvita vil ég en það er bara allt annað mál!! Erum í stéttafélagsíbúð og karlinn fór út í búð að versla í gær...hvað er málið með 10-11??? Ein 2l. gosflaska 259 kr. HAAAAALLÓ...ég sem hélt að það væri allt svo dýrt út á landi...shitt það var allt eftir þessu..og hann keypti fyrir mig hinn forláta Carmel ís sem hefur aldrei fengist í fásinninu...og hann bara azkoti fínn já!!:) og kostaði 1oo kr. meira en ísinn heima...jebb held ég skelli mér í Bónus í dag!! En gladdi mitt litla dreifbýlishjarta að geta tölt í pósthólfið og fengið blöðin með morgunkaffinu..hehe..það þarf ekki mikið til að gleðja mann stundum!!;)
Við UB ætlum að hittast í kvöld og hún er búin að lofa að elda eitthvað gott og hollt handa mér!!:) og kannski við kíkjum svo í bíó!! langt síðan það hefur verið farið í bíó...hmmm man ekki hvaða mynd ég fór á síðast?

jæja....eigiði góða helgi og sendið mér "staðfestu" strauma!!;)

kv. UA

1 comment:

Anonymous said...

Vonandi hafið þið stöllur átt góða helgi.....