Monday, January 22, 2007

Fröken UB - helgin

Helgin hjá mér var svipuð og hjá UA í sambandi við matarræðið. Flandraðist í tvö afmæli, stóðst freistinguna í fyrra afmælinu, á föstudaginn, en í gær þá var ég ekki svo stabíl. Fékk mér skúffuköku, brauðrétt og osta + salat á brauð. Ekki laust við samviskubit og því reif ég mig upp á rassgatinu í morgun og hlunkaðist í rækina. Þetta er allt að koma.

Kv. UB

4 comments:

Anonymous said...

Við getum þetta!!!! Eigum við ekki að reyna fara allavega í einn tíma saman meðan ég verð í "borg óttans"??

Anonymous said...

Það er hugarfarið sem blívur... koma svo ;) gangi ykkur vel að komast í gang

Anonymous said...

ó já þessi afmæli geta alveg gert út af við mann....og það tvö sömu helgina....of mikið af því góða! Gangi þér vel;)

Anonymous said...

Jú, við verðum að gera það. Þú hefur gott af því að fara í BP og lyfta;)