Wednesday, March 28, 2007

UA-róleg og yfirveguð..

Það var svo sem eins og ég vissi að ég mundi ekki léttast í vikunni. Bæði var helgin ekki nógu góð og líka að ég fór svo mikið niður síðast. Ég er nú bara pollróleg yfir þessu er búin að slaka aðeins á í æfingunum þessa vikuna. Erum að fara keppa um helgina þannig ég er svona að "spara" mig. Þarf að passa á mér hnéið, get ekki keppt ef ég verð búin að þjösnast á því alla vikuna. Sól og blíða úti og mín bara í pilsi...svo gaman þegar það fer að koma svona vorfílingur!!!:) Er á fullu að taka til og ganga frá í vinnunni..á bara 3 daga núna eftir og get ég þá farið að einbeita mér 100% að nýju vinnunni!! Þó ég eigi eftir að sakna þessara vinnu doltið þá verður gott að vera bara á einum stað.
Vildi láta ykkur vita að það er erfiður tími hjá UB þannig ég sendi henni hlýja strauma og treysti á að hún komi til okkar aftur þegar hún tilbúin!!:)

kv. UA...í sólskinsskapi!!

Monday, March 26, 2007

UA- óþekk stelpa...

Mjá...ekki var mar DDV vænn um helgina... Var búin að vera svo duglega að ég greinilega taldi mér í trú um að ég mætti slaka á. Datt meira segja óvart í það...össshhh... Stundum er mar doltið klikk i hoved!!;) En helgin doltið fór frá mér...þoli ekki þegar mér finnst ég ekki hafa afrekað neitt yfir helgarnar..bara bleeeeeeeeehh..búin. Fyllerí setur óneitanlega strik í reikninn. Hvernig nennti maður þessu allar helgar..úfff...er orðin of gömul fyrir þetta!!;) Ég sem ætlaði á ball næstu helgi...kannski verð ég búin að jafna mig þá!!hehe... En ný vika til að takast á við...þýðir ekkert annað en að horfa fram á veginn. og hætta að velta sér uppúr liðnu sukki.

Gangi ykkur vel í vikunni..held ég hafi þokkalega klúðrað léttingu í þessari viku!!:S
UA

Friday, March 23, 2007

UA- friday on my mind...

Hálfgerður föstudagur í manni...löt í vinnunni...bíð bara eftir að dagurinn sé búin og ég geti farið heim!!;) En búið að vera ágætist vika. Alveg skuggalegt hvað tíminn líður hratt.... Næsta vika mun einkennast af fundum og svo Reykjavíkurferð í lok vikunnar. Verð reyndar rétt sólahring í borginni..ætla bara að drífa mig heim aftur á lau. fer með alla strákan með mér og þeir fara til fjölskyldu sinnar í RVK yfir páskana...þannig við sköthjú verðum ein heima yfir páskana. Það verður nú ágætis breik!!:) Vinur okkar kemur í heimsókn og við munum dúlla okkur eitthvað!! éta, drekka, sofa og vonanadi skíða!!
Var að fatta hvað það er stutt í páskana...var spurð af því...en um páskana ætlaru ekki að borða páskaegg??? Hmmm..var bara ekkert búin að pæla í því. Ætlið þið að fá ykkur páskaegg?? Þar sem strákarnir verða ekki heima þá verður allvega ekki páskaeggjaflóð á heimilinu. þetta allavega böggar mig ekki í augnablikinu að borða ekki páskaegg.....er nú bara súkkulaði after all....Kunna DDV einhverja lausn við þessu vandamáli??;) DDV vænt páskaegg...ætli það sé til...

Jæja ætla hætta þessu röfli...góða helgi stelpur..

Kv. UA

Wednesday, March 21, 2007

UA- - 15.4!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

JAAAAAháá...-1,8 kg!!! 15 kg. múrinn FALLINN!!!!:) JIIIIIHAAAA... Skrítið hvernig þetta kemur allt í einu...var búin að geðvonskast yfir því að ekkert gerðist í margar viku þrátt fyrir miklar æfingar...svo allt í einu bara BÚMM....:D fann nú ekki þessar mælingar sem ég gerði en mældi mitt þegar ég var að panta kjólinn fyrir mánuði síðan..og 3 cm farnir allavega af mjöðmunum. hef ekki tíma til að blogga meir...þarf að rjúka á fund....varð bara tilkynna þessi gleðitíðindi!!!!:) :) :)

kv. UA...alveg á blússandi....;)

Monday, March 19, 2007

UA- í góðum gír....:)

Já...helgin var róleg og fín!!:) Engin ferðalög og ekkert á planinu. Djöfull var það gott!! Bauð foreldrunum í mat á lau. kvöld í azkoti fína fiskisúpu og svo salat og brauð með. Tók góðar brennsluæfingar lau., sunnud., og í morgun. Er svo upprifin!!! Finn allt í einu stóran mun á fötum!! Er t.d. í gallabuxum sem ég hef ekki komist í doltinn tíma og fór í um helgina svona mussu sem ég keypti mér síðast sumar og hún bara pokaði á mér...gleði gleði gleði!!;) Maðurinn minn svo yndislegur hrósar mér bak og fyrir og skammar mig fyrir að vera óánægð með sjálfan mig...minnir mig á árangurinn sem ég er BÚINN að ná.!! En maður á til að vera alltaf óánægður með sig... En er farin að sjá 15 kg múrinn falla í þessari viku eða næstu!!!:) OHHHHH...svo gaman að sjá árangur erfiðis!!!!:D

Kv. UA

Wednesday, March 14, 2007

UA-, -13,6 kg.

Vúhúú...allavega smá létting !!:) -400 gr niður. Þokkalega sátt við það.. sit veik heima og Rósa frænka í heimsókn. Þannig nú er að halda sig við prógrammið og ég ÆTLA að ná léttingu næstu vikurnar. Engin afsökun.... engin ferðalög til að brengla matarræðið en verð reyndar aðeins að pása á æfingarnar meðan ég kemst yfir helvítis beinverkina og hausverkin...:S

En finn að ég er á góðri siglingu og ég vona að ég nái að halda dampi!!:)

Kv. UA Lazarus..

Heildarárangur:



Keppni:

Monday, March 12, 2007

UA...... Á..

Lífi..;) Helgin fór nú fyrir lítið...fimmtugsafmæli á laugard og svo þurfti ég að keyra langa leið til að spila einn helvítis blakleik í gær...looong story nenni ekki að fara út í það hér...en fór allur sunnudagurinn í þetta. Mataræðið verið bara svona la la...hef ekki vigtað ofan í mig en engir stórskandalar... fékk mér bara brauðréttina og kjúklingarétt í ammælinu sleppti öllum sætindunum og svo sem leið ekkert fyrir það. Stöllur mínar í blakinu skilja ekki hvernig ég get sleppt namminu. Við konurnar erum svo fyndnar þegar við erum í hópum snýst allt um að borða!!:) En ætla reyna að vera súper dugleg næstu þrjár vikurnar. Ekkert á dagskrá næstu tvær helgar!!:) Er reyndar hálfsöpp í dag..vona að ég sé ekki að fá þessa pest sem hefur herjað á bæjarbúa. En að fara keppa í Reykjavíkinni 30. og væri nú ljúft að vera 2-3 kg. léttari!!;) ef maður hugsar þetta í mjólkurfernum þá munar nú bara ekkert smá um 2-3 mjólkurfernur á kroppnum.
En vonandi einhver létting á miðvikudag....:o

Friday, March 09, 2007

UB - Helgi

Jæja, haldiði ekki að ég hafi hlunkast í ræktina í morgun. Tók brennslu og lyfti efri part. Mér finnst ótrúlega gott að gaman að fara í ræktina. Það er bara erfiðast að koma sér á staðinn.

Helgin framundan, er mjög fegin að hún sé rétt handan við hornið. Helgin verður blanda af afslöppun, lærdómi, hreyfingu, matarboðum og smá breytingum á íbúðinni. Sem sagt ágætishelgi held ég.

Góða helgi.

Wednesday, March 07, 2007

Fröken UB - mínus 16,6 kg

Steig á vigtina í morgun og hún var bara alls ekki svo slæm við mig blessunin. Miðað við hve óstabíl ég hef verið upp á síðkastið. Léttingur síðan í síðustu viku en er ekki alveg búin að ná þeirri þyngd sem ég var í áður en ég hrasaði. Mér var haldin óvænt afmælisveisla um helgina og matarræðið fór því í smá ólag en núna verða engin vettlingatök. Var með silung í kvöldmat í gær og rækjur í hádeginu í dag, að borða mikið af fisk hefur mikið að segja. Matarræðið er s.s. allt að koma og þá er bara hreyfingin eftir. Hefur reynst erfitt að vakna á morgnana til að hlunkast í ræktina, best að storma eftir vinnu og kaupa Spirulina. Virkaði vel á mig fyrr í vetur.

Berjast!!



Kv. Fröken UB

UA-Enn er ég EKKI..

Léttari. Dauði og djöfull verð að fara rífa mig upp úr þessum aumingjaskap! Ægilega andlaus eitthvað. Sef á honum græna mínum á morgnana og nenni ekki á æfingu. Var ágætis veður í morgun þannig ég labbaði í vinnunni..til að bæta aðeins upp samviskubitið. Eeen..engar stórvegalengdir í þessum bæ!!;) en var hressandi enga síður.
Verð á námskeiðum fimmtud og föstud. verð að taka með mér eitthvað heilsusamlegt. Er að reyna leggja lokahönd á gestalistann fyrir brúðkaupið. Ótrúlega margir hlutir sem þarf að hugsa fyrir....je dúdda mía!! sérstaklega þegar mar er að stefna fjölda manns í eitthvað krummaskuð út á landi!!;)
En vonandi fer ég að finna "kraftinn"!!!!!

Kv. UA

Monday, March 05, 2007

UA-helgin

Helgin var bara ágæt. Unnum mótið þannig við keppum í úrslitum í RVK.:)
Enn er matarræðið frekar dræmt!!:s nú verð ég heima næstu 3 vikur þannig ég verð gjör og svo vel að rífa mig upp á rassgatinu. Fitupúkinn er farinn að banka fast á öxlina...hélt á nammipokanum og var búin að sannfæra mig um að ég væri hvort sem er búin að fokka þessu alveg upp að nammi mundi ekki breyta neinu!!:o úfff... Náði að leggja frá mér pokann en vaaaá hvað það var erfitt!!
Er farin að borða hádegismat í nýju vinnunni...er voðalega þægilegt...en engin vigt og veit aldrei fyrirfram hvað ég mun fá. Doltið skrítið..þarf að aðlagast þessu og finna leið út úr þessu. Borðar einhver í mötuneyti..hvernig farið þið að??
En annars bara spræk náði að hvílast vel í gær....strákarnir mínir voru búnir að taka allt til þegar ég kom heim á lau. og beið mín hreint hús og blómvöndur þegar ég koma heim!!:D

kv. UA

Thursday, March 01, 2007

UA- bleeeeeeeehh...

Já...er ekki alveg að ná mér á flug eftir sukk síðustu helgar. Búin að vera vinna mikið og svo er þetta blessaða blak á kvöldin. þreytt...:o Síðsta mótið í bili um helgina...og það er doltil keyrsla á það mót...ÚFFFF....er ekki alveg að nenna þessu. En mar verður ekki þunglyndur af leiðindum á meðan...svo maður reyni að vera Pollyönulegur...;)
En eins og ég vissi þá var engin létting. Er búin að vera reyna keyra mig áfram en sleppti æfingu í dag til að hvíla mig fyrir átök helgarinnar. Ef við vinnum um helgina..þá keppum við í úrslitum í RVK í lok mars. Sjibbí.

Jæja...ég óska ykkur góðrar helgar...ég legg í ferðalag..aftur á morgun. ég er ekki einu sinni búin að ná að taka upp úr töskunni..hmmmmm. Held að ég þurfi að fara á svona tímastjórnunar námskeið.

Kv. UA með sviða í augunum af þreytu.......GEIIIIISP..