Wednesday, March 07, 2007

Fröken UB - mínus 16,6 kg

Steig á vigtina í morgun og hún var bara alls ekki svo slæm við mig blessunin. Miðað við hve óstabíl ég hef verið upp á síðkastið. Léttingur síðan í síðustu viku en er ekki alveg búin að ná þeirri þyngd sem ég var í áður en ég hrasaði. Mér var haldin óvænt afmælisveisla um helgina og matarræðið fór því í smá ólag en núna verða engin vettlingatök. Var með silung í kvöldmat í gær og rækjur í hádeginu í dag, að borða mikið af fisk hefur mikið að segja. Matarræðið er s.s. allt að koma og þá er bara hreyfingin eftir. Hefur reynst erfitt að vakna á morgnana til að hlunkast í ræktina, best að storma eftir vinnu og kaupa Spirulina. Virkaði vel á mig fyrr í vetur.

Berjast!!



Kv. Fröken UB

2 comments:

Anonymous said...

Frábært, já það er satt fiskurinn er það sem virkar. Gangi þér vel!....til hamingju með afmælið:)

Unknown said...

Glæsilegt hjá þér :) og sendi þér síðbúnar afmæliskveðjur :)