Wednesday, February 28, 2007

Skrefin á vigtina

hræða. Ég gleymdi/þorði ekki að stíga á vigtina í morgun. Var búin að taka ákvörðun áður en ég fór til London um að leyfa mér að borða allan mat en sleppa nammi og gosi. Stóð við það. Við gæddum okkur á himneskum mat úti og ég fékk mér yfirleitt hvítvínsglas með hádegismatnum, ljúft líf. En það verður víst að taka afleiðingum þessa ljúfa lífs og nú er komið að skuldadögum...

Fyrsti dagurinn í dag sem ég borða aftur samkvæmt DDV prógramminu og finnst ég strax grennri en í gær;) Svo ótrúlega gott að vera byrjuð aftur. Ætla að koma mér af stað í ræktinni í fyrramálið, á reyndar að vera mætt á fund/námskeið kl. 08:30 en þá verður fröken UB bara að fara snemma í háttinn í kvöld. Veit það af eigin reynslu að ef ég fer ekki á morgnana, þá fer ég ekki. Þessi vika verður góð matarlega séð, reyndar saumaklúbbur annað kvöld en ég hef staðist freistingar í honum áður og ætla að gera það núna.

Nýjar tölur eftir viku.

Kv. Fröken UB

Tuesday, February 27, 2007

UA- Ekki var þetta ferð til léttings...

Hmm...já. Geri mér engar vonir um léttingu þessa vikuna! Var nú ekki skynsamasta manneskjan í mattaræðinu um helgina! Árshátíð á föstud. og fengum náttúrlega 3.ja rétta máltíð og eins mikið áfengi og mar gat í sig látið! Svo skreið maður fram úr á morgnana og þá beið manns dýrindismorgunmatur sem innihélt m.a. Beikon, egg, pylsur, allskonar álegg, allskonar ostar, fullt af nýbökuðu brauði, bakkelsi,ískaldur appelínusafi, kaffi, te og ýmislegt fleira...Við skulum bara segja að ég hafi fengið mér "aðeins" meira en eina brauðsneið með osti og eitt glas af appelsínusafa í morgunmat!!:O
En helgin var yndisleg og afslappandi. Fórum í Laugar á sunnud. tókum klukkutíma í ræktinni og chilluðum í spa inu!!:D JUST GRATE!!
Ætli ég traðki ekki á Viktoríu á morgun...en veit svo sem alveg að það verður engin létting..en allavega "létt í lundu" eftir helgina!!;)

Kv. UA

Wednesday, February 21, 2007

Fröken UB - mínus 17,1 kg

Vigtin stóð í stað og er Fröken UB afskaplega ánægð með það. Kom mér gríðarlega á óvart, var búin að búa mig undir þyngingu. Vorum í sumarbústað ásamt vinum alla helgina og ég tók ekki matarvigtina með. Réttara sagt, tók vigtina með en hún var niðri í tösku alla helgina. Ég leyfði mér að fá mér hvítvín og borða það sem mig langaði í. Fékk mér þó ekki nammi né kók. Var mjög meðvituð. Svo er það bara London á föstudag og svo er það harkan sex eftir helgi.

best að rjúka á fund.
Góða helgi...

UA, -13,2 kg OG NÚ ER...

...leiðin hálfnuð já!!:) -700 gr. þessa vikuna. Bara sátt við það.....Var að keppa um helgina og tókst að komast í gegnum bolludag og sprengidag stórslysalaust.;) En fékk mér salkjöt og baunir í gærkveldi...stóðst nú ekki mátið!!:) Afmæli í dag hjá stráksa og húsmæðraorlof framundan um helgina! JIIIIIHAAA... ætla að reyna hlaupa ekki eins og brjálæðingur á milli búða eins og alltaf þegar maður er í borginni. En verð samt eiginlega að kíkja í Ikea og rúmfatalagerinn..og..og og..;) Nei..nú skal vera bara afslappelsi!!!!:) En ekki annað hægt að segja að allt gangi eins og í sögu og mín er ligeglad og hlakka til helgarinnar!!:)

En ég segi bara góða helgi..þó að það sé mið vika enn..;), verður lagt af stað í "borg óttans" föstud. morgun.

hilsen UA

p.s. ljóskan ég loksins búin að fatta afhverju það komu ekki aukastafir í trickerinn hjá mér...:o

Heildar árangur:


Keppni:


Thursday, February 15, 2007

UA....Jólakjóll 2005..

...jaahá...Er að fara á árshátíð þarnæstu helgi og datt nú í hug í gærkveldi að máta jólakjólinn minn frá því 2005 ( þá var ég búin að vera í rosa átaki sem ég glopraði svo aftur :s) ..passaði skoo ekki í hann núna um jólin!! OG hann bara passaði já ég var bara hissa og glöð!!:) því ég er ekki búin að léttast mikið síðan um jólin en mín er greinilega eitthvað að firmast!! :D Maga og mittismál kláralega búið að minnka. Meiri asnaskapurinn að vera ekki búin að mæla sig..
En næsta vika verður ROOOOOSALEG.
Mánud. bolludagur, Þriðjud., sprengjudagur, miðvikud. öskudagur og ammæli hjá stráknum, Fimmtud. venjulegur, Föstud. Árshátíð og okkur er boðið í helgarferð til RVK á hóteli og nice!! obb bobb bobbb..Nú reynir á..........

Kv. UA

Wednesday, February 14, 2007

Fröken UB - Mínus 17,10 kg

Blessuð vigtin fór upp um 500 gr. Byrjaði á blæðingum í gær og það þyngir mann alltaf, þannig að ég er alls ekkert svo ósátt. Matarræðið er búið að vera í fínu lagi, ekki mikið svindlað. Fyrir utan föstudagskvöldið en þá fékk ég mér nokkur hvítvínsglös í tilefni afmælis. Sé ekki eftir því, ótrúlega skemmtilegt kvöld. Maður hættir ekki að lifa þó maður þurfi stöðugt að berjast við vigtina. Næstu 2 vikur fara í það að halda mér í horfinu, sumarbústaður og þorrablót vinahópsins um helgina og svo ætlar heittelskaður að bjóða mér í helgarferð til London næstu helgi (23. feb). Svo verður þetta tekið með trompi!


Heildarþyngdartap: -17,10 kg



Keppnin: -2 kg


Eigið góðan dag.

UA- -12.5 kg TOATAL..

Eitthvað smokraðist þetta niður...er búin að vera síðustu 3 vikur að rokka upp og niður 2-3 kg. en nú er ég allavega aftur komin niður fyrir léttasta punktinn og komin -12.5 kg í heildina. Finnst doltið pirrandi að ég þurfi að vera hálfgeðveik til að léttast þ.e. æfa 1-2 á dag!! :/ En ætla ekki að gefast upp er búin að lyfta núna í næstum 3 vikur og það gæti verið að rugla þetta líka. Mældi mig bak og fyrir í gær og ætla að hafa það líka til hliðsjónar svo mar einblíni ekki bara á vigtina. Matarræðið bara fínt...fer heim í hádeginu núna í klukkutíma milli vinna...þannig við skötuhjú höfum verið að brasa þvílíkt í hádeginu að fá okkur eitthvað gott!!hehe..samt hollt en verið að borða svona meiri mat..þ.e. fisk, kjöt og svoleiðis... þannig ég hef eiginlega bara ekkert verið svöng aftur fyrr en í kvöldmatnum. Jesss...það verður íþróttahelgi..keppi í blaki föstud og lau. og svo synirnir á sunnud. þannig við munum eyða helginni í íþróttahúsinu!! jei....;)

Kv. UA

p.s...thrikkerinn var eitthvað að stríða mér....nenni ekki að brasa í því núna!!;)
Total: -12,5
Keppni: -2,1

Friday, February 09, 2007

UA-já...

Saumó lukkaðist bara vel held ég...ég tilkynnti þeim að ég væri í aðhaldi og hefði ákveðið að þær yrðu það líka!!;) Voru allir ánægðir með það...það virðist sem við konurnar séum í eilífðar aðhaldi. En var með þetta bara nokkuð einfalt... osta, pestó og allskonar kex, eplaköku og DDV ís ( finnst hún svooo góð), rúllaði upp tortillum og skar í búta með fersku spínati, skinku, papriku eða tómat og smurði með hvítlauksrjómaosti. Svo var ég með stóra skál af allskonar ávöxtum ferskum ananas, vínberum, jarðaberum og melónu. Þetta var bara voða hollt og gott allt saman...:)
En ekkert plan um helgina og er ég svoooooo ánægð með það er doltið þreytt eftir þessa viku og búin að sofa frekar lítið. Fór m.a seint að sofa í gær út af saumó..vaknaði svo kl. 5:30 við það sem ég hélt að væri grátur en neiiiiiii....fann son minn hlæjandi fyrir framan cartoon network...HAAAAALLÓ!!:s Svo vaknaði þessi yngsti kl. 6:30...Mjá..hef sofið meira skal ég segja ykkur. Jæja eigið góða helgi og stefnan tekin á EKKERT...sukk um helgina. Skal léttast næst!!! DJÖÖÖÖÖÖÖ....;)
Kv. UA

Wednesday, February 07, 2007

Fröken UB - 17,6 kg farin

Heilt kíló fór af kroppnum þessa vikuna og er Frökenin frekar sátt við það. Matarræðið er búið að vera frekar 100% (þó ekki alveg) og ég fór í ræktina bæði laugardag og sunnudag. Finnst ótrúlega gott að fara um helgar. Þá hefur maður nægan tíma til að æfa almennilega. Fékk mér smá þorramat á föstudaginn í vinnunni, en það var í hófi. Litli bróðir var hjá okkur um helgina, var að keppa, og karlmennirnir á heimilinu bjuggu sér til pizzu en ég eldaði mér fisk. Held að ég sé nokkurn veginn búinn að finna viljastyrkinn sem ég týndi um jólin. Reyndar er restin af febrúar mánuði frekar strembinn. Afmæli um helgina, þorrablót næstu helgi og utanlandsferð í lok febrúar. En viljastyrkurinn verður að sjálfsögðu með í för;)

Eigið góðan dag

Heildartap: -17,6 kg


Keppin: -2,5 kg

UA- ENN...

engin létting!!:s Matarræðið var náttúrlega ekki nógu gott föstud/laugard. en annars verið mjög gott! oooog ég er búin að hreyfa mig vibba mikið! Síðasta vika hefur verið svona í hreyfingu.. Miðvikud. blakæfing, föstud. keppa í blaki, lau. keppa í blaki, mánud. lyfta efri kl. 6 og blakæfing um kvöldið, þriðjud. kl. 6 brennsla, Miðvikud. lyfti neðri í morgun og svo er blakæfing í kvöld....hmmmmmmmmm...????? Eigum við ekki bara að segja að þetta hlýýýýýtur að koma í næstu viku............:/
Nýja vinnan rosa fín...en þetta verður rosa þeytingur á mér næstu tvo mánuði...úfff....verður gott að vera komin í gegnum þessa fyrstu viku.
KV.UA

Monday, February 05, 2007

UA-helgin.

Helgin var busy...fór á blakmót og var þar föstud.-lau. og náttúrlega þegar maður er í svona hópferðum og að borða þegar maður getur þá fylgir því skyndibitafæði!!:S þannig eitthvað datt nú inn fyrir af því! Hreyfði mig nú eitthvað á móti...en ekki aaaalveg nógu gott! svo var hún amma mín með hið árlega sólarkaffi og ég móðgaði ömmu mína með að baka mínar eigin pönnsur og koma með!! þær voru rosa fínar með sultu og sýrðum rjóma með sætuefni!! en sénsinn bensinn að geta borðað allar pönnsurnar sem átti að éta!!!!:o Þegar mér finnst nú orðið of mikill matur þá er mikið sagt!!;) og svo var buðu foreldrar okkur nú bara í mat og það var Kalkúnn...já ekki amarlegt maður!! Þessi yngsti fór að tala um jólapakka...(kalkúnn er nefnilega jólamatur hjá okkur);)
En byrjaði á nýjum vinnustað í dag...verð hálfan daginn á gamla og hálfan daginn á nýja staðnum í tvo mánuði...busy busy busy girl!!
OG...svo var ég fjarverandi í síðasta saumaklúbb og þótti þeim tilvalið að ég væri sjálfkjörin að halda næsta klúbb!!!;)
þannig einhverjar hugmyndir fyrir saumó??? HJÁLP..... Hef bara prufað eplakökuna...

kv UA

Thursday, February 01, 2007

UA-Ekki varð...

mar mjórr í þessari viku!! Úfff...alveg hryllingur svona ferðalög...stóð mig vel í sumu en annað fór ekki vel...náði ekkert að fara í ræktina og er eiginlega bara drulluþreytt eftir þetta ferðalag...Tók vel á að fara með þann minnsta í aðgerð og svo þeyttumst við út um alla borg í einhverjum boðum. Gaman að hitta fólk auðvita en þetta er ekki mikil afslöppun að þeytast svona um. Fór og mátaði brúðakjól á einum stað..náði ekki að fara á fleiri staði. Hún var mjög hjálpleg en afgreiðslukonan var eiginlega bara særandi...langaði ekki að máta fleiri kjóla í bili..Hún var alltaf að ýja að því hvað ég væri stór og mikil.."já..þessi kjóll hann er rosalega grennandi skooo" "já þú þarft svona kjól sem víkkar út um mittið" "já þú ert alveg 2 eða 3 x" Snööökt...já kannski satt en þarf ekki einhverja búðarkerlingu til að segja mér það!! Verð bara í kartöflupoka..:s
En vigtin ekkert glæsileg...alveg kg. þyngri en í síðustu viku og maginn í hönk...vonandi kemst þetta í lag í vikunni!!
Kv. UA...þreytta