Thursday, December 21, 2006

GLEÐILEG JÓL!!

Já ég segi bara gleðileg jól og vona að þið eigið yndisleg jól!!:) Ég er allavega rosalega spennt fyrir jólunum og í fyrsta skipti sem ég verð með "mín" jól.... það er doltið öðruvísi en spennandi!!:) Kannski ekki seinna vænna þegar mar er orðin 30. að halda sín eigin jól!!;)
En kem aftur galvösk á nýju ári og tek vel á því!!

Jólakveðja...UA Christmas Card

Saturday, December 16, 2006

Að njóta

Ég er búin að taka þá ákvörðun að vera ekki ,,húkkt" á fröken Viktoríu um hátíðarnar. Ætla að leyfa mér aðeins meira en rammi þess danska leyfir og þá í sambandi við mat. Ef mig langar ekki í öll 300 grömmin af grænmeti þá verður bara að hafa það, ætla að sprikla í ræktinni á móti og halda mér í þeirri tölu sem ég er í núna. Jólamarkmiðinu. Ætla ekki að fá mér sætindi eða nammi. Er búin að vera svo ótrúlega ströng við mig að ég fæ samviskubit ef ég labba fram hjá nammirekka;) Næstu tölur frá mér verða þá fyrsta miðvikudag á nýju ári. Skrifa þó áfram um hvernig baráttan gengur.

Gleðileg jól :)
Fröken UB

Wednesday, December 13, 2006

UB - dagur 117. Mínus 16,7 kg

Léttingur vikunnar var 0 gr og stend því í stað. Er svo sem ekkert ósátt við það. Búin að vera í prófum og ekki komist í rækina. Bæti úr því í vikunni og þeirri næstu. Er í raun bara lukkuleg með að hafa ekki þyngst, hef ekki svindlað neitt að ráði. Bara ekki getað klárað skammtana mína. Gengur bara betur næst :)

Nú fer að koma að þeim tíma þar sem rútínan í matarræðinu fer svolítið úr skorðum. Minn heittelskaði ætlar að bjóða mér út að borða í kvöld og svo er hittingur á morgun og svo út að borða með vinum. Var líka boðið á jólahlaðborð með vinnunni á föstudaginn en ætla að slaufa því svo ég hafi nú einhverja stjórn á matarræðinu.

Jólakveðja,
Fröken UB

UA-dagur 86. -11,1 kg!

Jaaahá..nú er ég svo hlessa....:o -600 gr þessa vikuna! ég var svo kærulaus og bjó mig undir enga léttingu þökk sé jólahlaðborði. Svo breyttist gleðin í gremju út í sjálfan mig því ég hef ekki vaknaði síðustu tvo morgna og mig vantaði bara 200 gr til að komast í tveggja stafa tölu!! BÖMMER... Jæja það er best að reyna vera bara ánægður með það sem mar fékk!!;)
Já ætla að reyna vera rosa duglega núna fram að jólum...allavega reyna ganga inn í nýtt ár á tveggja stafa tölu!!:)

Kv. UA...Hlessa..glöð en doltið gröm.. Moody

Monday, December 11, 2006

UA-hlaðborð plaðborð..

Ekki var nú matarræðið glæsilegt um helgina...össsshhh....get nú ekki sagt að ég hafi borðað í "hófi"! á jólahlaðborði Maður er svo klikkaður, þegar búið er að ná góðum árangri þá byrjar maður að slaka á og "verðlauna (eða leyfa sér)" sig að borða eitthvað drasl! Borðaði sjaldan en of mikið í hvert skipti um helgina...:s og drakk fullt af fríu áfengi!! það verður dagurinn sem mar neitar fríu áfengi!!hehehehe... En velti fyrir mér markmiðinu betur...fannst svoooo rosa langt í 21. feb. en það er bara ekki svo langt...þannig mín þarf nú bara að halda á spöðunum til að ná þessu. Klappa samt sjálfri mér á bakið að ég fékk mér engin sætindi..bakaði 2 sortir en borðaði ekkert...karlinn sagði að ég væri "skrítin" þegar ég settist eftir baksturinn og fékk mér jógúrt og epli.....svona er þegar samviskan nagar mann eftir eitt stykki hlaðborð!!;) Hálfskammaðist mín þegar ég sá konu hér í bæ labba fram hjá mér, sem hefur náð glæsilegum árangri á DDV, með fullann disk af grænmeti og svo kjöt....mín var með fullan disk áður en ég komst að grænmetinu!:o
jæja og sei sei verður mar ekki bara halda áfram eins og ekkert hafi ískorist???;)

kv. UA í vantsþambi þennan mánudaginn

Thursday, December 07, 2006

UA- Markmið.

Er búin að vera doltið að pæla í hvað næsta markmið mitt á að vera! Ætla ekki að setja mér mörg markmið í einu..heldur reyna stefna að einu markmiði í einu og setja mér nýtt þegar því er náð. Geri mér grein fyrir að jólahátíðin nálgast og ætla ég að setja mér held ég "raunhæft" markmið með tillit til þess sem framundan er. En 21.febrúar er mitt markmið að vera búin að léttast um 16,3 kg... Sem sagt 5,8 kg. í viðbót. Ætla að reyna vera dugleg að hreyfa mig um hátíðirnar og leyfa mér að stíga aðeins út fyrir ramman um jólin en samt ekki alla aðventuna!!!:o
Jólahlaðborð á lau. og Jólabingó á sunnud...nú er bara jóla jóla jól....;)
kv. UA jólastelpa..

Wednesday, December 06, 2006

UB - dagur 110. Mínus 16,7 kg.

Ekki amalegar tölur sem blöstu við í morgun. Fór niður um 1,7 kg! sem merkir að jólatakmarkinu er náð og 700 gr betur. Það er lukkuleg fröken sem gengur um stræti Reykjavíkur í dag :)




Ánægjukveðjur

UB


UA-dagur 79 -10,5 kg!!

Spaz.....Jiiiiihaaaa... -1,4 kg þessa vikuna. já búin að brjóta 10 kg múrinn og í þetta skiptið í rétta átt!!;) Get ekki lýst því hvað ég er ánægð og er svoooo þakklát UB vinkonu minn að draga mig úr drullupyttinum sem ég var í og fá mig í lið með sér í DDV matarræði!! Takk UB!!!!!:D Þegar ég hugsa til baka og ekki lengra en til ágúst/sept..svo þung á sál og líkama en í dag full af orku og gleði!!! Já í dag er ég meyr og þakklát......og held ótrauð áfram í baráttunni við fitupúkann!!

Baráttu kveðjur,

UA

Monday, December 04, 2006

UA-helgin...

var bara ágæt svo sem en varð eitthvað voðalega lítið úr henni. Karlinn er að lesa undir próf þannig ég flúði að heiman í gær og fór í sund og heimsóknir með strákana. Ég prufaði að gera þessa bingókúluuppskrift á föstud...en hún mislukkaðist eitthvað hjá mér. Keypti eitthvað sem hét stjörnuanis í slikk.is.....ætli það sé ekki sama og anis sem er í uppskriftinni??? en það er ekki dropateljari og GREINILEGA...setti ég of mikið af þessu dóti. :S gengur kannski betur næst..;) En bjó til súkkulaðisósuna á lau. kvöldið og setti appelsínudropa út í. Það var ótrúlega gott og lyfti þessari súkkulaðisósu á annað plan..hafði hana þykka og dýfði svo mínum íspinna úti!!:P Já..það mætti halda að maður hefði gaman af því að borða!!;)
En ég nenni ekki að setja matardagbókina inn....ætla bara að eiga það við sjálfan mig hvað ég læt ofan í mig. Held enn í vonina að ná 10 kg. markmiðinu á miðvikud.....BEEEERJAST!!!;)

Kv. UA

Friday, December 01, 2006

UA-dagbók- 30.11

Vaknaði kl. 7, fór svo seint að sofa að ég meikaði ekki að vakna kl. 6.

Morgunmatur: grillað brauð og eplasafi. kaffi kaffi kaffi.. í vinnunni!!;)
Morgunkaffi: epli og kaffi
Hádegismatur: 120 gr kjúklingabringa, 300 gr af salati (kál, gúrka, tómatar, púrrulaukur) smá avacadó. dressing úr sítrónusafa, ca. 1 tsk olía, dijon sinnep og salt og pipar. bara rosa gott!!;)
Síðdegiskaffi: Létt Jarðarberja Óskar jógurt og 2 mandarínur.
Kvöldmatur: 170 gr svínasnitsel, grænmetismús ( 100gr. kartölfur, 300 gr. blanda af rófum, gulrætur, sellerírót, sauð hvítlauk með og kryddaði með steinselju og sætuefni).
Kvöld: Tók 1 klst á Orbi meðan ég horfði á TV fékk mér svo léttjógurdós og 1 mandarínu á eftir.