Tuesday, August 07, 2007

Sumarið er tíminn....

sem ég hrúga á mig aukakílóum ár eftir ár....og svo eyði ég vetrinum í því að ná þessu af aftur. Er þetta eðlileg hegðun???? Gooood manni er ekki viðbjargandi!! :/ Nú er ég búin að hrúga á mig örugglega helmingin af þessum 15 kg sem ég tók af síðast vetur og stend hér og horfi bitur í spegilinn!! Já ég er asni...afhverju hefur maður ekki vit á því að halda sér á beinu brautinni og svona aðeins halda í við sig. Nei enn og aftur stend ég í þeim sporum að vera búin að missa mig gjörsamlega og hef ekki fundið mojoið að taka mig saman í andlitinu. Veit ekki alveg hvar ég á að byrja.....:O
ENNNN..... ég ætla að reyna byrja einhversstaðar.... Markmið vikunnar!! 1. Hreyfa mig eitthvað á hverjum degi 2. Ætla að vigta matinn ofan í mig máltíðar. 3. Ætla ekki að borða nammi eða snakk. Já best að byrja á þessu og sjá hvernig það gengur....Ætla að borða eins mikið af ávöxtum og ég þarf meðan ég sykurdetoxa mig. Mánud. 13. ágúst ætla ég svo að byrja 100 % DDV aftur...ohhhhhhh vildi að ég hefði aldrei hætt!!!:S Vildi að ég gæti sparkað í rassinn á sjálfri mér því ég á það skilið!!;) Við UB ætlum svo að senda hvor annarri nákvæma lýsingu af því sem við gerðum um daginn. JÁ ég segi fitupúkanum AFTUR....stríð á hendur....

Kv. UA