Thursday, November 30, 2006

UA- 29.11-dagbók

Here goes..
Vöknun kl. 6, 35 mín brennsla + maga/rassaæfingar og teygjur

Morgunmatur: grillað brauð með osti og glas af eplasafa.
Morgunkaffi: Epli og kaffi
Hádegismatur: 120 gr. fiskur, 300 gr grænmeti og 60 gr hrísgrjón (afg. af kvöldmatnum)
Síðdegiskaffi: léttjarðaberja Óskar jógurt og epli.
Kvöldmatur: 3 kj. bitar,350 gr. grænmeti og smá núðlur.
Kvöld: Datt í smá popp...daddara....og einn ping íspinna.

Wednesday, November 29, 2006

UA- dagur 72, -9,1 kg.

Mjá..-400 gr þessa vikuna. Doltið vonsvikin er eiginlega búin að vera hriiiikalega dugleg....Vil ekki eiga fleiri orð um það.
Pantaði mér allskonar bragðefni og dót frá slikkeri.is í gær...vonandi verður tilraun vikunnar bingókúlur..:P rakst líka á uppskrift á umræðunni sem mig langar að prufa þar sem allir á mínu heimili eru að borða piparkökur nema ég, Piparhnetur var það kallað, á 100% eftir að prufa það í desembermánuðnum!:)
Já ég held ótrauð áfram og kannski..já kannski dettur mar yfir 10 kg. í næstu viku!!;)

kv. UA
UB - dagur 103. Mínus 15 kg

Jæja, dómurinn er fallinn. Fór upp um 400 gr. Ég er alveg sátt við það, hélt að þetta myndi verða verra miðað við eitt stykki jólahlaðborð og léttvínsdrykkju. Fyrsta skipti síðan í ágúst sem vigtin fer upp á við. Á þá 700 gr eftir í jólatakmarkið, það verður ekkert mál að ná því, þau skulu af :)

Kláraði síðasta verkefnið í skólanum í gær og þá eru bara próf eftir, gæti tæknilega komið ræktinni fyrir núna áður en ég fer í vinnuna á morgnana. Henti mér alla vega framúr í morgun og tók ágætlega á því. Maður mætir alltaf svo ótrúlega ferskur í vinnuna ef maður fer á morgnana, kemur reyndar niður á því að hægt sé að læra mikið frameftir en þetta reddast allt saman.

Ætla að taka hörkuviku í næstu viku og skrá það sem ég borða á síðuna, það ætti að vera ágætisaðhald.



Fröken UB

Monday, November 27, 2006

UB - Jólahlaðborð

Fórum á jólahlaðborð á laugardagskvöldið með vinahópnum og ég var löngu búin að ákveða að ég mætti fá mér almennilega að borða og rauðvín með. Ég stóð við það, góður matur og góður félagsskapur. Var þó mjög meðvituð um það sem ég var að láta ofan í mig, leyfði mér að smakka á öllu en borðaði í minna mæli en áður. Fékk ekkert samviskubit. Fékk hins vegar samviskubit á sunnudaginn þegar við hjónaleysi stormuðum á KFC í þynnkunni! Ég sem sagt svindlaði um helgina, í fyrsta skipti síðan í ágúst. Það þýðir ekkert að vera að vola yfir því, bara vera dugleg í matarræðinu í vikunni. Þori þó ekki að stíga á vigtina fyrr en á miðvikudag, þá kemur sannleikurinn í ljós ;)

Fröken UB

UA-Með harðsperrur dauðans...

Ó já...þvílíkar harðsperrur sem þjaka mig í dag!! Geng um eins og gamalmenni en jesús hvað þetta hvað gaman!!:D Og við unnum meira segja okkar riðil þannig við fengum bikar og læti!! ;)Náði að sýna nokkra gamla takta en ég hlakka til að vera búin að losna við 10 kg í viðbót...þá verður þetta aðeins auðveldara. Vonandi fyrir öldungamótið í blaki sem verður í apríl...stefnan að vera komin nær kjörþyngd þá. En nóg um sportið...;) tilraun vikunar var laxabakan úr Vikunni....Var svona ekki alveg sátt við hana.. var ekki til reyktur lax þannig ég notaði reykta bleikju og mér fannst reykjabragðið alltof mikið og bakan doltið þurr,spurning um að setja þetta í minna form svo eggjamassin sé aðeins þykkri. Búin að setja seríur í nokkra glugga og dreif upp jólagardínurnar í eldhúsið.....hriiiikalega huggó!!:)
Fór í bæjarferð og smellti mér í Bónus á föstud. fyllti frystirinn og ískápinn að grænmeti og gott betur.:o Fólk heldur örugglega að við séum að koma til byggða einu sinni á ári eins og mar shoppar...en það er bara azkoti mikið af mat 5 manna fjölskylda þarf..sérstaklega þegar frúin er á þessu matarræði og 3 sísvangir drengir!!

En helgin þreytandi.... EN skemmtileg!!!!:D
kv. UA

Friday, November 24, 2006

UA- íþróttaálfur..

Jesss...mar er búin að dusta rykið af gömlu blakskónum og er barasta að fara keppa á móti á morgun!! ÚFFF..hvað maður á eftir að verða ónýtur eftir það... hef nú verið í betra formi!!:o En verður stuð að spila með hinum kellunum og rifja upp keppnisstemninguna! :) Ætti allvega að brenna eitthvað af lýsi....;) Ég segi bara góða helgi og ég ÆTLA...sko að byrja hengja upp jólseríur á sunnud.!! Xmas Lights

Verið hress...og ekkert stress..BLESS..

Wednesday, November 22, 2006

UB dagur 97. Mínus 15,4 kg

Í fyrsta skipti á ævinni er ég fegin að vera ekki samkvæm sjálfri mér, því þá hefði ég misst 400 gr í vikunni. Raunin varð -1,4 kg og því eru 15,4 kg farin síðan 9. ágúst. Er mjög lukkuleg með það. Nú eru -300 gr eftir í jólatakmarkið sem er 85 kg. Það mun nást og þá ætla ég að verðlauna mig með skóm. Reyndar eru 2 jólahlaðborð framundan í nóvember og fleiri veislur en maður er vonandi orðinn það matmeðvitaður að það ætti ekki að skaða mikið.

UA- dagur 65, -8,7 kg.

Tralla lalla laa... já ég get nú ekki annað en verið sátt!!:) 2 kg sem voru í plús eftir fríið farin og 1,2 kg í léttingu líka!!( Núna stend ég fyrir framan tölvuna og er taka "létt dansspor";)) Ohhh..svo fegin að vera komin í gang aftur..hélt á tímabili að ég væri að klúðra þessu og missa tökin! En þetta var booztið sem ég þurfti og ég stefni á að taka ofurviku núna. Borða 100% og hreyfa mig vel og vonandi næ ég góðri tölu næst líka. 10 kg múrinn er í augsýn!!!!!:D GET ÆTLA OG SKAL... að ná því fyrir jól!!
Kv. UA ligeglad í dag...

Monday, November 20, 2006

UA-Helgin..

Var bara sallarfín.. Stóð mig bara þokkalega vel í matarræðinu.. Ekkert nammi og meira segja var myndarleg húsmóðir og bakaði en borðaði ekkert af sætabrauðinu. Bakaði svo handa mér í gær kryddkökuna sem var í Vikunni. Vissi ekki alveg hvað DDV ostur + 30 þýddi í uppskriftinni um ostakremið. Ályktaði að það væri einhverskonar smur eða rjómaostur frá DDV. En það er nú ekki til svoleiðis hér. Atti philadelpiu ost 16% notaði hann og setti sítrónu út í og svo sætuefni. Var nú ekki að fíla þetta sítrónubragð, en kakan var mjög góð! Næst held ég seti bara venjulegan ost á. Hitti reyndar eina konu í gær sem sagðist nota sýrðan rjóma...það er hugmynd líka með kannski öðru bragði en sítrónu. Búin að kaupa mér í til að búa til laxabökuna, ætla að prufa það í vikunni. Já er svona að finna gírinn...reyndar æfði ekkert um helgina en tók góðan labbitúr með þennan yngsta á sleðanum..það var hressandi!!:)

kv. UA

Thursday, November 16, 2006

UA-syndari...

Jæja mín komin heim eftir frábært frí...men skrítið að í Danmörku virðist helstu staðir sem urðu á vegi mínu vera ALL you can eat eller ALL you can eat and drink. Já þannig ég játa syndir mínar og spyr hve margar DDV bænir ég verða að fara með til að fá syndaraflausn?? En er að reyna koma mínu lífi í fastarskorður aftur...fyrsti dagurinn í gær sem var 100 % DDV eftir frí og nú SKAL ég standa mig. Fór á blakæfingu í gærkveldi og svo verður maður að fara drullast á lappir aftur á morgnana til að taka brennslu.... Er azkoti erfitt þegar það er orðið svona dimmt og kalt...en það er víst léleg afsökun! Hér er allt á kafi í snjó og vibba veður...þannig mar er að vaða í snjó upp að mitti að húsinu. Langar mest að drífa upp jólaljósin til að lýsa aðeins upp lífið...og ég held að það sé mjög stutt í að ég hendi upp ljósunum..er svo huggó!!:) En nú er bara að koma sér í normið og formið aftur.....og vona að Viktoría verði komin í næstu viku allavega í sömu þyngd og fyrir frí!!:o
hilsen UA

Wednesday, November 15, 2006

UB Dagur 90. Mínus 14 kg

Léttingur vikunnar var -400 gr. Það verður ekki annað sagt en að ég sé samkvæm sjálfri mér. Búin að missa 400 gr í hverri viku síðustu fjórar vikurnar. Hef ekki komist mikið í ræktina síðan í síðustu viku. Tók reyndar vel á því laugardag og sunnudag. Ræktin vill verða útundan þegar maður er í 100% vinnu og 40% mastersnámi. Verkefni og próf í síðustu viku. Það fer að sjá fyrir endann á verkefnunum og þá verður engin miskunn í ræktinni.

En leiðin er rúmlega hálfnuð :)

Wednesday, November 08, 2006

UB - dagur 83. Mínus 13,6 kg

Léttingur vikunnar var -400 gr. Sama og í síðustu viku. Þarf greinilega að fara að hrista aðeins upp í þessu hjá mér. Held að meiri fiskur sé málið. Hef ekki verið alveg nógu dugleg að innbyrða hann. Og svo gæti 3ja rétta veislan hjá tengdamóður minni á laugardaginn eitthvað setið eftir. Borðaði þó mjög skynsamlega þar og gúffaði ekki í mig.

Hreyfingin er enn í góðum málum, kannski of góðum... tók mig til í hálkunni og flaug á hausinn í tröppunum heima í morgun. Það er hreyfing sem ég er alveg til í að sleppa við. Fall er fararheill...

Lunch í hádeginu með Fröken UA á Wok bar Nings í Smáralind, maður fer auðvitað ekki út af sporinu :)

Áfram með smjörið! eða á maður kannski að segja olíuna;)

Tuesday, November 07, 2006

Farin í fríið...

já mín er farin í frí! Þori varla að segja frá því en er búin að standa mig hræðilega í matarræðinu og er að deyja úr samviskubit. En hef ekki orku í að laga þetta í augnablikinu...ætla njóta þess að fara í frí og eiga góðar stundi með manninum í köben!!:) tek á þessu þegar ég kem heim endurnærð!!:o En hlakka svooo til að fara í frí... "borg óttans" á eftir og hitti fröken UB í lunch á morgun og svo Köben á fimmtud.!! :D JIIIIIIIIIIIBBBBBÍ......
kv. UA

Friday, November 03, 2006

Meiri hreyfing

Ég er búin að standa mig vel í hreyfingunni síðustu daga, ætla meira að segja að hoppa í ræktina eftir vinnu. Er þó með assgoti miklar harðsperrur í brjóstvöðvunum núna. Læt það þó ekki stoppa mig. Fór í spinning á fimmtudaginn og spinningkennarinn þyngdi svo mikið á hjólinu hjá mér (undir formerkjunum að ég gæti gert meira) að það var nærri liðið yfir mig þegar við vorum að teygja eftir tímann. Öll orka búin. Verður því ekki sagt að ég hafi ekki tekið á...

Maður er stundum svo skrýtin skrúfa. Léttingurinn gengur vel en ég hef tekið eftir því að þegar ég er að nálgast markmiðið þá hvíslar einhver púki að mér að ég geti farið að slaka á í matarræðinu og leyft mér hitt og þetta. Hef ekki hlustað á hann ennþá en þetta er eitthvað sálrænt held ég. Eins og maður sé hræddur við að ná markmiðinu, kannski af því að maður hefur verið búttaður svo lengi. Maður gerir allt sem maður getur til að koma sér í form en er svo hræddur við að takast ætlunarverkið því maður ,,kann" ekki að vera grannur. Smá hugleiðing.

Góða helgi.

Wednesday, November 01, 2006

UB - dagur 76. Mínus 13,2 kg

Ekki mikill léttingur þessa vikuna, -400 gr. Vissi það svo sem, ekki búin að vera dugleg í ræktinni og þetta mánaðarlega kíkti einnig í heimsókn. Það er þó betra að minnka um 400 gr en að bæta þeim á sig, myndi halda það. Maður verður að taka Pollýönnu á þetta.

Reif mig upp í morgun og lyfti, tók efri hlutann fyrir. Gat varla sett á mig maskara í morgun því ég titraði svo mikið í höndunum. Hef greinilega tekið eitthvað á :) Morguninn byrjaði reyndar ekki vel. Stillti klukkuna á 06:25 og brunaði upp í Baðhús. Fattaði þegar ég steig út úr bílnum að ég gleymdi skónum heima! Brunaði því aftur heim, sótti þá og af stað aftur. Í ræktina ætlaði ég!

Á 3 kg eftir í jólatakmarkið. Ætla að vera búin að létta mig um 16 kg fyrir jól, hef fulla trú á því að það takist. Skal, get og vil :)

UA-dagur 44 -7,5

Hmm...engin létting þessa vikuna. Var nú 2 kg þyngri á mánud eftir sukk helgarinnar þannig ég var nú bara fegin að vera komin í sömu tölu og í síðasta miðvikud. En fyrsta skipti sem ég var ekki spennt að stíga á vigtina......það er svona að vita upp á sig skömmina! :S En það er svo sem ekkert bara slæmar fréttir...finn alveg mun á fötunum mínum. Er að vakna kl. 6 á hverjum morgni og taka brennslu og er svo að byrja lyfta líka seinnipartinn. Byrjaði að taka Betagen í síðustu viku(http://www.hreysti.is/?item=203&v=item) til að hjálpa við uppbyggingu og sérstaklega fá glutamínið til að vera fljótari að jafna mig eftir æfingarnar...því ég hef líka verið að fara á blakæfingar 2x í viku...talandi um að missa sig í æfingunum!!;) Þannig ég er svona búin að búa mig undir það að léttast ekki eins hratt á næstunni...þarf eiginlega að fara mæla mig svo ég sjái árangur svart á hvítu! OG komst aftur í gallabuxurnar mínar í morgun þannig þetta er ekki alslæmt þó ég vilji auðvita sjá léttingu á Viktoríu vinkonu;) En líkaminn er greinilega að styrkjast og ég held bara ótrauð áfram!!:)
Kv. UA