Monday, November 27, 2006

UA-Með harðsperrur dauðans...

Ó já...þvílíkar harðsperrur sem þjaka mig í dag!! Geng um eins og gamalmenni en jesús hvað þetta hvað gaman!!:D Og við unnum meira segja okkar riðil þannig við fengum bikar og læti!! ;)Náði að sýna nokkra gamla takta en ég hlakka til að vera búin að losna við 10 kg í viðbót...þá verður þetta aðeins auðveldara. Vonandi fyrir öldungamótið í blaki sem verður í apríl...stefnan að vera komin nær kjörþyngd þá. En nóg um sportið...;) tilraun vikunar var laxabakan úr Vikunni....Var svona ekki alveg sátt við hana.. var ekki til reyktur lax þannig ég notaði reykta bleikju og mér fannst reykjabragðið alltof mikið og bakan doltið þurr,spurning um að setja þetta í minna form svo eggjamassin sé aðeins þykkri. Búin að setja seríur í nokkra glugga og dreif upp jólagardínurnar í eldhúsið.....hriiiikalega huggó!!:)
Fór í bæjarferð og smellti mér í Bónus á föstud. fyllti frystirinn og ískápinn að grænmeti og gott betur.:o Fólk heldur örugglega að við séum að koma til byggða einu sinni á ári eins og mar shoppar...en það er bara azkoti mikið af mat 5 manna fjölskylda þarf..sérstaklega þegar frúin er á þessu matarræði og 3 sísvangir drengir!!

En helgin þreytandi.... EN skemmtileg!!!!:D
kv. UA

2 comments:

Anonymous said...

Kannast við svona Bónusferðir, ég bý samt tiltölulega nálægt slíkri verslun en ég reyni samt að versla sem mest bara einu sinni í viku.....

Anonymous said...

já..."Bónus býður betur"!!;) hræðilegt að hafa þá ekki í byggð.