Monday, October 30, 2006

UA-Ekki með hreina samvisku á þessum mánud...

Já....það kom að því að maður dytti af vagninum...eða réttara sagt hrundi af honum!!!
Fór á Show með mat og alles...En datt jafnframt í það og leið og fitupúkinn sá að samviskan var eitthvað slompuð þá tók hann völdinn og át allt sem hann komst í !!:O En er að reyna komast yfir samviskubitið og bara halda áfram eins og ekkert hafi ískorist!! Ég ber bara við minnisleysi og neita allri sök!!;) En reif mig á fætur og tók brennslu í morgun...Verð að vera dugleg í þessari viku fer til Denmark í næstu viku og þá er hætt við að eitthvað verði farið út fyrir reglur DDV en mar reynir samt að missa sig ekki alveg! jæja best að hætt þessu rausi og fara vinna og þamba vatn!!;)
kv. UA

Wednesday, October 25, 2006

UB - dagur 76. Mínus 12,8 kg

Það fór meira þessa vikuna en ég átti von á! -1,8 kg. Það finnst mér ekki slæmt. Var á ráðstefnu í gær og matur út um allt. Borðaði aðalréttinn á Nordica, sem var lax, en tók með mér tómata í töskuna til að klára grænmetis skammtinn. Japlaði svo á banana þegar hinir jöpluðu á kökum. Viljastyrkur er allt sem þarf :)

Leiðin að takmarkinu er því næstum hálfnuð.

UA dagur 37, -7,5 kg

Já mín er bara sátt þessa vikuna Rósa frænka í heimsókn og létting -1,2 kg fyrir vikuna. Prófaði nýja hluti í vikunni, var með flott matarboð um helgina...Hreindýrakjöt og grænmeti í ýmsum útgáfum, bakaði kartöflur og svo eplakökuna í eftirrétt sem var í Vikunni og DDV vanillu ís með. Prufaði líka að búa mér til súkkulaði sósuna...djöfulsins gargandi snillld!;) vildi að ég hefði prófað hana fyrr. Hef nú aldrei verið mikil ís manneskja en er farin að borða ís í tíma og ótíma...fannst doltið fyndið í gærkveldi að mega ekkki fá mér ávöxt en mega fá mér ís og súkkulaði sósu!!:)
En við skjötuhjú búin að tapa 15,8 kg saman og erum LIGEGLAD!!:D

Kv. UA

Tuesday, October 24, 2006

UA-Hugleiðingar...

Það eru hlutir sem ég er bara ekki alveg viss um. Má borða ost í kvöldmat? fer það eftir vikuostskammtinum eða er bara ekki gert ráð fyrir ost í kvöldmat? Má geyma brauðskammt? t.d. fá sér brauð í kaffitímanum í staðin fyrir með hádegismatnum eða ef mar ætlar að borða meira brauð í kvöldmat? Mér finnst sætar kartöflur rosa góðar..teljast þær örugglega ekki til grænmetis? er popp bara NO NO NO?? t.d ef mar poppar sjálfur?

Ef einhver getur svarað einhverju af þessu þá væri ég rosa glöð!!;)

kv. UA

Monday, October 23, 2006

Helgin að baki

Jæja, þá er annasamri helgi lokið. Þetta var frekar mikið mataráreiti, það að borða er afar félagsleg athöfn. Stóð mig þó bara alveg ágætlega í matarmálunum miðað við aldur og fyrri störf. Fengum tvo ærslafulla litla kúta til okkar á föstudaginn, ásamt 2 fullorðnum, og það voru gerðar heimabakaðar pizzur í þartilgerðum ofni. Ég gerði pizzurnar en fékk mér ekkert af þeim. Fékk mér bara mín 170 gr af pulsum og grænmeti. Litlu drengirnir voru mjög hissa á mér að vera að japla á tómötum í stað pizzu. Svona er maður skrýtin skrúfa...

Tvær útskriftarveislur voru í vinahópnum um helgina og ekki svindlaði Miss UB...mikið. Fékk mér 5 djúpsteiktar rækjur. Svindl þó. Vinahópurinn veit af hinu danska matarræði mínu og er ekki mikið að reyna að troða víni eða mat ofan í mig. Þvert á móti, voru ótrúlega dugleg að hrósa mér fyrir útlitið. Ekki leiðinlegt að heyra ,,þú ert að hverfa" og ,,mikið líturðu vel út". Skiptir ótrúlega miklu máli að fá svona hrós. Það þarf lítið til að gleðja mann :)

Héldum svo matarboð á sun. Lambaskankar a la Jamie Oliver voru á borðum. Ótrúlega gott og hollt. Gerði svo marsrjómasósu út á ísinn fyrir mannskapinn, í eftirrétt, en ég fékk mér bara súkkulaði DDV ísinn og ávexti Hann er merkilegt nokk bara assgoti góður.

Er bara sátt eftir helgina miðað við allt mataráreitið.

Hilsen, Miss UB

Saturday, October 21, 2006

UA-Nammidagar eru HELL..

Gvöð minn góður fór í búðin áðan og keypti nammi handa grísunum þrem!! jeeesús minn get svarið það að svitinn spratt fram, ilmandi nýr lakkrís.....lakkrís hefur verið STÓÓÓÓR...veikleiki sérstaklega þegar Rósa frænka kemur! En ég beit á jaxlinn og keypti mér í staðinn Vikuna sem inniheldur núna aukablað með DDV uppskriftum, þar er ýmislegt sem mig langaði að prufa! Svo gott að fá nýjar hugmyndir!!:D Tók góða æfingu í morgun sofnaði yfir vídeó í gærkveldi þannig ég tók rúman klukkutíma á Orbi meðan ég horfði á myndina!!;) Er svo þægilegt að hafa æfingagræjurnar svona heima. Skrípó á skrípin og mín á græjuna!!;) Var að leggja laxinn í kryddlög og held ég fari bara og búi mér til gott salat með...
bæjó...UA

Friday, October 20, 2006

Ein spurning

í hvaða verslunum, á höfuðborgarsvæðinu, fær maður DDV ísinn?

Miss UB

Miss þreytt..

Úfff...búin að sofa illa og of lítið síðustu nætur....hef ekki meikað að vakna síðustu tvo morgna á æfingu... Alarm Clock 2 Ég sem ætlaði að vera svoooooooooooo dugleg í vikunni og vikan er bara að verða búin! Ekkert eðlilegt hvað tíminn er fljótur að líða, bara 20 dagar þangað til ég fer í helgarferð til Köben. Farin að hlakka ógurlega til að fá smá brake þ.e. barnlausa helgi.... Blushy Girl Fór í "sauma"klúbb í gærkveldi stóðst nú bara ágætlega freistingarnar....sleppti sætindunum en fékk mér 2 litlar snittubrauðsneiðar með ávaxtasalati og pestó! Held ég hafi bara sloppið vel frá þessu...verð að viðukenna að ég ætlaði næstum því að sleppa því að fara því ég var ekki viss um að geta sleppt átvaglinu lausu!!;) Chocolate Bunny En ég er greinilega að verða stapil ung kona! Angel 2
En helgin framundan....aftur..Ekkert á dagskránni sem betur fer... ætla bara að hvíla mig og safna þreki. Næsta helgi er svo Queen show og 3ja rétta máltíð þannig það er eins gott að spara krossa og extra í næstu viku!!;)

kv. UA

Thursday, October 19, 2006

Það vottar fyrir

örlítilli þreytu. Sit í fótabaði með ferðatölvuna í fanginu og kerti í kring. Notalegt. Reif mig upp kl. 05:45 í morgun og fór í spinning. Ótrúlega gott að byrja daginn á því að hreyfa sig. Svo vinna, útréttingar, tiltekt & gestir. Matarræðið búið að vera ágætt í dag en hefði getað verið betra, er þó ekki mikið að svindla. Helst að ég klikki á að klára mjólkurskammtinn.

Föstudagur á morgun, vikan er búin að vera ótrúlega fljót að líða. Mér finnst alltaf vera föstudagur, sem er tvímælalaust betra en að finnast alltaf vera mánudagur (Pollýanna). Helgin er þétt skipuð; 2 útskriftarveislur og svo var ég víst búin að lofa að halda matarboð á sun. Eins gott að fröken sjálfsvilji verði með í för um helgina. Hef trú á því ;)

Miss UB

Wednesday, October 18, 2006

UA- dagur 30, -6,3

Já...dulítið vonsvikin þessa vikuna. bara - 400gr. Búin að vera rosalega duglega að hreyfa mig og matarræðið bara nokkuð gott held ég. Þarf greinilega að fara fylla aftur í matardagbókin og skoða betur hvort ég sé að svindla eitthvað "óvart". En karlinn minn sannfærði mig um að ég væri kannski ekki að léttast eins mikið af því ég er byrjuð að æfa aftur af krafti..hmmm...spurning, hef samt ekkert verið að lyfta bara brenna! bíðum og sjáum í næstu viku...ef ég verð ekki léttari þá þá verða ég ROOOOOOOOOOOOOOOOOOOSA svekkt! Thinking

kv. UA í jólasnjókomu

UB - dagur 69. Mínus 11 kg

Jæja þetta þokast. Eitt kíló niður í vikunni og bara lukkuleg með það :)

Tuesday, October 17, 2006

Harðsperrur

Er með alveg ótrúlega harðsperrur núna, svo miklar að það er sárt að setjast á klósettið (of miklar upplýsingar... nei nei) Fór í Body Pump í Sporthúsinu í gærmorgun og Bjarney lét okkur taka á því. Maður er svo skrítinn, finnst hálfparinn gott að fá harðsperrur því þá finnst manni maður hafa tekið á.

Hef verið hálf löt að fylla inn í matardagbókina. Ekki gott, verð að fara að taka mig á í þessu! Sé á morgun hvort það hafi áhrif.

UB (ekki fegurðardrottningin þó)



Friday, October 13, 2006

UA-Grasekkja..

Já..mín verður bara grasekkja um helgina. Freeeeekar fúlt.... Kallinn farinn til Aku í skólann yfir helgina og mín alein heima með 3 grallaraspóa!! JEIIIIIIIIII....En við finnum okkur örugglega eitthvað til dundurs, vona bara að það hætti að rigna..já þetta er orðið gott....takk!!!
En nýi orbinn minn azkoti fínn og ég er vaknaði í gær og dag og tók 45 mín brennslu! :) En hvað er málið með myndirnar sem hafa verið á Bíó rásinni þessa daga...í gær var einhver ægilega sýrð nútíma útgáfa á "þytur í lauf" (Fúsi froskur og fleiri kynjaverur) og svo var pókermon 4 í morgun...hefði kannski átt að rífa strákana á fætur líka og láta þá horfa!!;) Var búin að binda miklar vonir um að hafa gott sjónvarpsefni við æfingu en ég sé að ég verð líklega að vera þurrka rykið af upptökutækinu!!En það sem er í spilum helgarinnar..afslappelsi, tiltekt, dunda sér með strákunum, borða hollan og góðan mat og taka góðar brennsluæfingar!! Og vonandi lekur fitan af mér.... en ekki fýlan yfir einverunni;) Dieting

Kv. UA





Wednesday, October 11, 2006

UB - dagur 62. Mínus 10 kg



Svíþjóðardvölin hefur greinilega ekki haft slæm áhrif í för með sér. Kíló niður á 2 vikum. Kalla það ágætisárangur. Sennilega í fyrsta skipti sem ég léttist þegar ég fer erlendis. Jattebra.

UB

UA-dagur 23, -5,9 kg

Jæja...þetta smokrast allt saman...:) liggur allavega niður á við og fyrsti 5 kg múrinn brotinn! Hlakka til þegar 10 kg múrinn verður brotinn!:D En þarf að venja mig af því að stíga á vigtina á hverjum degi maður rokkar fram og til baka alla vikuna og mar svekkir sig á þessu fram og til baka...en ( hingað til allavega) hefur mar verið svo léttari á miðvikud. En við skötuhjúin búin að missa 12 kg saman á rúmum þremur vikum og þrátt fyrir að karlinn sé búinn að kvarta aðeins undan að vera skellt í þetta matarræði þá erum við azkoti ánægð bara og höldum áfram að borða skv. DDV. Strákunum okkar finnst við vera voða skrítin að vera alltaf að vigta matinn okkar við matarborðið og þetta er voðalega spennandi!! væri fróðlegt að heyra hvað þeir segja um matarvenjur foreldrana í skólanum!!!!;) En fjölþjálfinn minn (skíðavél, orbitrek) kemur í dag eða morgun og þá byrja ég aftur að vakna spræk á morgnana í brennslu, jebb mar er bara ligeglad...:D


kv. UA

Monday, October 09, 2006

Komin heim frá Sverige

Jæja, þá er Svíþjóðardvöl loks lokið. Matarræðið var bara nokkuð gott, ekki mikill léttingur en þyngdist alla vega ekki. Markmiðinu var því náð, fékk mér ekki einn kóksopa né nammi:)

Nú er bara að koma sér í rútínuna og halda áfram þar sem frá var horfið!

UB

Wednesday, October 04, 2006

UA-dagur 16, -4,9 kg.

Næstum 5 kg í heildina...ekki alveg ein mikil léttun og fyrstu vikuna en það er kannski eðlilegt. En ég held að 1.3 kg á viku sé svo sem ekkert ofsalega slæm frammistaða... Var búin að stefna á að ná allavega 5 kg. áður en ég færi í "vettfangsferðina" til Danmerkur 8-12 nóv. og það markmið virðist ætla að nást!!:)

Monday, October 02, 2006

UA-Kæææri world wide web...

Verð að viðurkenna það að helgin var ekki alveg 100%! Ég er farin að halda það að lífið snúist bara um að borða. Í síðustu viku hafnaði ég m.a. súkkulaði köku og massívu pastasalati, ostaköku og fínerí, vöfflum, kökum og salati......EEEn var einnig boðið út að borða í vinnunni þar sem við fengum tai-food og UA fékk sér smá núðlur og svo grænmeti og kjötréttina...sleppti hrísgrjónunum og djúpsteiktadótinu! En excuse mííí... ég var + 1,5 kg eftir það ævintýri!! Hnussss.... það er vandlifað!! er að reyna jafna mig á þessum pirring og gefast ekki upp...var hársbreidd frá því að rífa nammipokana af börnunum, hlaupa í burtu,fela mig og troða ÖLLU...namminu í mig!! en UA notaði allann viljastyrk sem hún fann og sleppti því. ... í þetta sinn! Keypti mér svona DDV ís...hann fullnægði mínum nammiþörfum, súkkulaði ísinn góður en jarðarberja rooosa súr...enda er hann eiginlega bara held ég frosið jarðarberja kurl. En mín var bara creative í eldhúsinu og bjó til rosa góða fiskisúpu á laugard. með humar og lax and lots of grænmeti og smá brauð með! Sunnud. steikin var svo nottlega bambasteik með ofnbökuðu grænmeti....sluuuurp og slafr....:P En ég vona að vinkona mín hún UB hafi það ágætt í Sverige við sjúkrabeð kærastans og sendi henni mínar bestu kveðjur!! sakna þess að hafa UB ekki online svo ég geti vælt og kvartað í henni!!;)
bless í bili...