Wednesday, May 23, 2007

UA-FÚÚÚLLT..

Já..það er ekki hægt að segja að mar uppsker það sem mar sáir!! Er búin að stunda einhversskonar hreyfingu hvern einasta dag og mataræðið svona þokkalegt..kannski ekki fullkomið!! En þá fer ég bara 1.5 kg. upp aftur...HNUSSSSSSSSSSSSSSSSS!!
Sit hérna bólgin í framan af ofnæmi..gjörsamlega pökkuð og þrútin. Samstarfsfólk mitt spyr mig varfærnislega hvort ég sé kvefuð!! þorir ekki að spyrja hvort ég hafi verið að gráta!!;)
En andskotinn ég held bara áfram að stunda daglega hreyfingu og halda matarræðinu þokkalegu...og vonandi uppsker ég að lokum því sem ég sái!!:)

kv. úr sólinni!! UA

Wednesday, May 16, 2007

UA- komin á núllið

Viktoría sagði mér það í morgun að ég er komin aftur í lægsta punkt..þ.e. -15,4 þannig nú liggur leiðin vonandi niður á við. Bjóst nú ekkert sérstalega við að þetta 1 kg væri farið því ég var nú ekkert sérstaklega stillt og góð um helgina. Gleymdi mér aðeins í evrovison pizzufýling..:o En þetta gaf mér smá pepp...var hálf hopeless eitthvað og andlaus. Veðrið ekki með besta móti þessa dagana, vonandi fer sumarið að koma með pomp og prakt!! Eini ljósi punkturinn við kuldann er að gróðurofnæmið hefur ekki náð hámarki þó ég finni fyrir því. En var bent á að prófa RosOX frá Herbalife að það hefði virkað vel á móti ofnæmi!! Er búin að taka það í mánuð og ég hef allavega ekki enn orðið virkilega slæm. Allavega laus við ofnæmistöflurnar ennþá en nota augndropana. Eins og ég segi..veit ekki hvort það sé kuldinn eða töflurnar. Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út eftir sumarið!!:)

Kv. UA

Wednesday, May 09, 2007

UA-að komast í gírinn...

Já já..þetta er allt að koma. Tók nokkra daga í Herbó...jesús minn með fullri virðingu fyrir fólki sem finnst þetta frábært...Mér finnst þetta bara viðbjóðslega leiðinlegt og eitthvað svo heftandi. Þannig mér finnst bara danskurinn langbestur og svona eðlilegastur. Mar getur allavega tekið þátt í hefðbundnum matarvenjum!!!:o En þetta er bara mín skoðun!!!! Er búin að vera 100% DDV þessa vikuna og er svona að koma hreyfingunni í lag. Vaknaði spræk í morgun og tók skokk/labb upp í fjalli með hundinn...það var þrælhressandi!!:)
Á enn 1 kg. í að ná því sem ég var minnst!! En ég er að komast í gírinn..og þýðir nokkuð annað en bara að berjast áfram við "djöfulinn"???;)

Hilsen..
UA

Thursday, May 03, 2007

UA- home sweet home!!:)

Já þá er maður komin heim aftur!!:) Þetta var mikil törn...og það var nú ekki borðað mikið hollt verður að viðurkennast en mikið hreyft sig á móti!!:o En það er enginn smá fjöldi fólks á íslandi sem spilar blak!! yfir 100 lið og um 1000 manns á mótinu! Rosalega var þetta gaman en auðvita var ég gjörsamlega búin eftir helgina og ekki hjálpaði keyrslan milli landshluta!!
En við erum búin að fá okkur hund ...þannig nú verður rölt úti meðan hann á fullu!!:)
En blakvertíð lokið í bili og er ég afskalega fegin...nú er komið mál að snúa sér að öðruvísi hreyfingu!:)
Ætla að taka núna 1 mánuð á Herbalife svona til að ná mér doltið niður...vonandi gengur það eftir. jebb...nú er bara að taka á honum stóra sínum...styttist azkoti mikið í brúðkaupið og væri voða gaman að losna við allavega 5 kg í viðbót fyrir það.

Bið að heilsa í beeli...

Kv. UA