Wednesday, May 09, 2007

UA-að komast í gírinn...

Já já..þetta er allt að koma. Tók nokkra daga í Herbó...jesús minn með fullri virðingu fyrir fólki sem finnst þetta frábært...Mér finnst þetta bara viðbjóðslega leiðinlegt og eitthvað svo heftandi. Þannig mér finnst bara danskurinn langbestur og svona eðlilegastur. Mar getur allavega tekið þátt í hefðbundnum matarvenjum!!!:o En þetta er bara mín skoðun!!!! Er búin að vera 100% DDV þessa vikuna og er svona að koma hreyfingunni í lag. Vaknaði spræk í morgun og tók skokk/labb upp í fjalli með hundinn...það var þrælhressandi!!:)
Á enn 1 kg. í að ná því sem ég var minnst!! En ég er að komast í gírinn..og þýðir nokkuð annað en bara að berjast áfram við "djöfulinn"???;)

Hilsen..
UA

4 comments:

Anonymous said...

já svona er þetta. Var einu sinni á Hörbó og fannst það fínt en ég er ekki viss um að ég gæti það í dag. Ekki eftir að ég kynntist danska. En nú er bara að berjast ;)
kv. Miss big

Anonymous said...

Ég gæti ekki hugsað mér Herbó það hlítur að vera voðalega einhæft að vera á því! Ég man enn vel eftir Núpó og það er nokkuð sem ég geri aldrei aftur. Sá danski hentar mér vel enda holt og gott fæði :D Gaman að þú skulir vera komin aftur og vonandi hristurðu þetta af þér og kemmst á fullt skrið aftur vinan.
Hlakka til að heyra frá þér.

Anonymous said...

Já, BERJAST!
Muna bara að vera dugleg að skrifa matardagbók, þá gengur þetta langbest;)

Anonymous said...

Skil þig, hef þó ekki prófað herbó - hef ekki lyst á því .. vil getað borðað mat :)

En það er greinilega orka í þér til að takast á við þetta verkefni. Gangi þér vel