Wednesday, May 16, 2007

UA- komin á núllið

Viktoría sagði mér það í morgun að ég er komin aftur í lægsta punkt..þ.e. -15,4 þannig nú liggur leiðin vonandi niður á við. Bjóst nú ekkert sérstalega við að þetta 1 kg væri farið því ég var nú ekkert sérstaklega stillt og góð um helgina. Gleymdi mér aðeins í evrovison pizzufýling..:o En þetta gaf mér smá pepp...var hálf hopeless eitthvað og andlaus. Veðrið ekki með besta móti þessa dagana, vonandi fer sumarið að koma með pomp og prakt!! Eini ljósi punkturinn við kuldann er að gróðurofnæmið hefur ekki náð hámarki þó ég finni fyrir því. En var bent á að prófa RosOX frá Herbalife að það hefði virkað vel á móti ofnæmi!! Er búin að taka það í mánuð og ég hef allavega ekki enn orðið virkilega slæm. Allavega laus við ofnæmistöflurnar ennþá en nota augndropana. Eins og ég segi..veit ekki hvort það sé kuldinn eða töflurnar. Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út eftir sumarið!!:)

Kv. UA

8 comments:

Anonymous said...

Jæja nú verður þetta bara niður á við...ég meina vigtin sko! Lágmark hálft kíló burt á viku hér eftir, OK!

Anonymous said...

úff... vonandi!! ;) geri mitt besta!!

Anonymous said...

Glæsilegt bara :D Verður fróðlegt að sjá hvað gerist með gróðurofnæmið þegar við förum að fá almennilegt vor.

Anonymous said...

Vá Æðislegt til hamingu með léttinginn og nú verður þetta niður það sem eftir er :D
Vonadi lagast oðnæmið, ég hef verið svolítið viðkvæm gagnvart þessu frjóum :(

Anonymous said...

gæsó, svo er bara niður... stöndum saman í þessu.
good luck
kv. miss big

Anonymous said...

Já, það gengur greinilega vel hjá þér :) gott að hafa hundinn til að drífa sig út :D
Vorum að skoða myndir í dag ég og bróðir þinn. Eldgamlar. Síðan 2002. Gaman að því :D
Þú verður flott í brúðarkjólnum! Hlakka til að sjá hann og þig á deginum mikla.

Anonymous said...

Takk fyrir það stelpur!!:)

Anonymous said...

Dugnaðarforkur :)