Wednesday, April 29, 2009

Vika 2- Fröken UB

Þessi vika var ekki alveg að gera sig fyrir mig, varðandi þyngdartap. Missti einungis 200 gr! Þarf að finna út af hverju ég er ekki að missa meira. Ég meira að segja japlaði á grænmeti og tók með mér fiskibollur í vinnuna í gær því það voru pizzur í matinn. ,,Svindlaði" smá á laugardaginn en ekki svo mikið að það skýri þetta litla þyngdartap. Var svo ægilega vonsvikin í morgun að ég henti mér í ræktina! Betur má ef duga skal!


UA-vika 2

Þá eru komnar tvær vikur og það voru - 1,2 kg. þessa vikuna!!:). Ég get ekki sagt annað en þetta sé bara erfitt. Er svona búin að ná að halda mig nokkurnvegin við þetta fyrir utan afmæli hjá pabba á laugardaginn. Er búin að vera vinna eiginlega alla morgna meðan strákurinn sefur og hef voða lítið getað hreyft mig. Þarf að klára ákveðinn verkefni í vinnunni og svo get ég vonandi farið að einbeita mér að mér og að vera í fæðingarorlofi!! Búin að vera ótrúlega þreytt og orkulaus síðustu daga....gæti stafað af gloppóttum nætursvefn og vinnu. :o Þó drengurinn sé góður og vær þá þarf ég samt sem áður að vakna á 3-4 klst fresti til að gefa honum og það getur tekið upp í klst. En framundan er fyrsta ferðalagið með litla prinsinn og erum við á leið í fermingarveislu á suðurlandinu og svo nokkra daga í RVK. Verður tekinn sýningartúr með nýja gripinn og hitt fóstusynina ofl. gott fólk!!:) það verður bara gaman....en stefnan er að reyna þyngjast ekki á ferðalaginu og næsta markmið er eftir þrjár vikur en ég kem með næstu tölur bara eftir tvær vikur þegar ég verð kommin heim.!!:) En gaman að því að ná fyrsta markmiðinu!!:) var orðin svo svartsýn í gær og smá uppgjöf í mér.....þetta gefur manni smá auka orku!!!!!!:)

Þar til næst....



Wednesday, April 22, 2009

UB - vika 1

Vegferðin er hafin. Bíllinn hikstar smá í byrjun á meðan maður er að koma nýja matarræðinu inn í rútínu, en svo á þetta eftir að renna smurt. Einnig er ég að glíma við mötuneytið í hádeginu en það hefur gengið bara nokkuð vel. Afrakstur fyrstu vikunnar er að 2,3 kg láku af. Ég hef ekki haft tækifæri til að henda mér í ræktina, en það kemur með hækkandi sól og betri skipulagningu. Ég ætla mér að losa mig við 10 kg í fyrstu lotu. Ætli fyrsta lotan standi ekki fram í lok júní. Já, segjum það: 10 kg verða farin af í lok júní!



Kv. UB

UA- vika 1

Jæja þá er ferðalagið hafið aftur og það er ekki hægt að segja annað en þá sé lööööng leið framundan og erfið. Síðan við UB vorum í góðum gír hér fyrir næstum tveimur árum þá höfum við báðar eignast barn og því miður hlóð ég á mig miklum farangri ekki bara á meðgöngunni heldur var ég orðin mjög þung þegar ég var ólétt. Litli kúturinn minn er núna mánaðargamall og er á brjósti þannig maður reynir að taka þessu af smá skynsemi. Hafði smá áhyggjur af því hvernig grænmetið færi í hann en ég reyni að borða fjölbreytt grænmeti og hingað til virðist þetta vera í góðu lagi. Strákurinn er stór og stæðilegur og tekur svona skorpur þar sem hann drekkur og drekkur og þá hefur mér mig fundist vanta meiri orku og þá hef ég leyft mér að fá mér hrökkbrauð með smurosti í millimál og eitthvað hef ég borðað ríflega af ávöxtum. Veðrið er búið að vera yndislegt hjá okkur og búið að vera frábært að geta leyft sér að spóka sig um með vagninn þegar aðrir eru í vinnu!!;) Þannig ég er búin að labba mikið þessa vikuna og er bara sátt við árangur vikunnar sem er -3,8 kg. :)
Ég setti inn tickerinn en það er svona langtímamarkmið sem ég sett og stefni ég á að vera búin að ná því fyrir jólin. Ég setti mér sjálf svona minni markmið á leiðinni sem eru eftirfarandi:
1. 29. apríl -4,7 kg
2. 20. maí - 7,7 kg
3. 3. júní -9,7 kg
4. 17. júní 11,7 kg
5. 8. júlí 14,7 kg.

Að þessum tíma loknum þá ætla ég að endurmeta markmiðin að lokarmarkmiði með tilliti til hvernig þetta gekk hjá mér....vonandi gengur mér bara betur!!!!:)

Kv. UA


Wednesday, April 15, 2009

Jæja, þá erum við mættar aftur!

Leið 2ja dama að léttara lífi er hafin á ný. Við ætlum að setja okkur markmið stöllurnar og standa við þau :) Við stígum á vigtina á miðvikudagsmorgnum og setjum inn tölur.

Meira um ferðalagið síðar.

Kv. UA og UB