Wednesday, April 22, 2009

UA- vika 1

Jæja þá er ferðalagið hafið aftur og það er ekki hægt að segja annað en þá sé lööööng leið framundan og erfið. Síðan við UB vorum í góðum gír hér fyrir næstum tveimur árum þá höfum við báðar eignast barn og því miður hlóð ég á mig miklum farangri ekki bara á meðgöngunni heldur var ég orðin mjög þung þegar ég var ólétt. Litli kúturinn minn er núna mánaðargamall og er á brjósti þannig maður reynir að taka þessu af smá skynsemi. Hafði smá áhyggjur af því hvernig grænmetið færi í hann en ég reyni að borða fjölbreytt grænmeti og hingað til virðist þetta vera í góðu lagi. Strákurinn er stór og stæðilegur og tekur svona skorpur þar sem hann drekkur og drekkur og þá hefur mér mig fundist vanta meiri orku og þá hef ég leyft mér að fá mér hrökkbrauð með smurosti í millimál og eitthvað hef ég borðað ríflega af ávöxtum. Veðrið er búið að vera yndislegt hjá okkur og búið að vera frábært að geta leyft sér að spóka sig um með vagninn þegar aðrir eru í vinnu!!;) Þannig ég er búin að labba mikið þessa vikuna og er bara sátt við árangur vikunnar sem er -3,8 kg. :)
Ég setti inn tickerinn en það er svona langtímamarkmið sem ég sett og stefni ég á að vera búin að ná því fyrir jólin. Ég setti mér sjálf svona minni markmið á leiðinni sem eru eftirfarandi:
1. 29. apríl -4,7 kg
2. 20. maí - 7,7 kg
3. 3. júní -9,7 kg
4. 17. júní 11,7 kg
5. 8. júlí 14,7 kg.

Að þessum tíma loknum þá ætla ég að endurmeta markmiðin að lokarmarkmiði með tilliti til hvernig þetta gekk hjá mér....vonandi gengur mér bara betur!!!!:)

Kv. UA


1 comment:

Anonymous said...

Það var lagið! Góður árangur og við höldum svona áfram :)

Kv. UB