Thursday, December 21, 2006

GLEÐILEG JÓL!!

Já ég segi bara gleðileg jól og vona að þið eigið yndisleg jól!!:) Ég er allavega rosalega spennt fyrir jólunum og í fyrsta skipti sem ég verð með "mín" jól.... það er doltið öðruvísi en spennandi!!:) Kannski ekki seinna vænna þegar mar er orðin 30. að halda sín eigin jól!!;)
En kem aftur galvösk á nýju ári og tek vel á því!!

Jólakveðja...UA Christmas Card

Saturday, December 16, 2006

Að njóta

Ég er búin að taka þá ákvörðun að vera ekki ,,húkkt" á fröken Viktoríu um hátíðarnar. Ætla að leyfa mér aðeins meira en rammi þess danska leyfir og þá í sambandi við mat. Ef mig langar ekki í öll 300 grömmin af grænmeti þá verður bara að hafa það, ætla að sprikla í ræktinni á móti og halda mér í þeirri tölu sem ég er í núna. Jólamarkmiðinu. Ætla ekki að fá mér sætindi eða nammi. Er búin að vera svo ótrúlega ströng við mig að ég fæ samviskubit ef ég labba fram hjá nammirekka;) Næstu tölur frá mér verða þá fyrsta miðvikudag á nýju ári. Skrifa þó áfram um hvernig baráttan gengur.

Gleðileg jól :)
Fröken UB

Wednesday, December 13, 2006

UB - dagur 117. Mínus 16,7 kg

Léttingur vikunnar var 0 gr og stend því í stað. Er svo sem ekkert ósátt við það. Búin að vera í prófum og ekki komist í rækina. Bæti úr því í vikunni og þeirri næstu. Er í raun bara lukkuleg með að hafa ekki þyngst, hef ekki svindlað neitt að ráði. Bara ekki getað klárað skammtana mína. Gengur bara betur næst :)

Nú fer að koma að þeim tíma þar sem rútínan í matarræðinu fer svolítið úr skorðum. Minn heittelskaði ætlar að bjóða mér út að borða í kvöld og svo er hittingur á morgun og svo út að borða með vinum. Var líka boðið á jólahlaðborð með vinnunni á föstudaginn en ætla að slaufa því svo ég hafi nú einhverja stjórn á matarræðinu.

Jólakveðja,
Fröken UB

UA-dagur 86. -11,1 kg!

Jaaahá..nú er ég svo hlessa....:o -600 gr þessa vikuna! ég var svo kærulaus og bjó mig undir enga léttingu þökk sé jólahlaðborði. Svo breyttist gleðin í gremju út í sjálfan mig því ég hef ekki vaknaði síðustu tvo morgna og mig vantaði bara 200 gr til að komast í tveggja stafa tölu!! BÖMMER... Jæja það er best að reyna vera bara ánægður með það sem mar fékk!!;)
Já ætla að reyna vera rosa duglega núna fram að jólum...allavega reyna ganga inn í nýtt ár á tveggja stafa tölu!!:)

Kv. UA...Hlessa..glöð en doltið gröm.. Moody

Monday, December 11, 2006

UA-hlaðborð plaðborð..

Ekki var nú matarræðið glæsilegt um helgina...össsshhh....get nú ekki sagt að ég hafi borðað í "hófi"! á jólahlaðborði Maður er svo klikkaður, þegar búið er að ná góðum árangri þá byrjar maður að slaka á og "verðlauna (eða leyfa sér)" sig að borða eitthvað drasl! Borðaði sjaldan en of mikið í hvert skipti um helgina...:s og drakk fullt af fríu áfengi!! það verður dagurinn sem mar neitar fríu áfengi!!hehehehe... En velti fyrir mér markmiðinu betur...fannst svoooo rosa langt í 21. feb. en það er bara ekki svo langt...þannig mín þarf nú bara að halda á spöðunum til að ná þessu. Klappa samt sjálfri mér á bakið að ég fékk mér engin sætindi..bakaði 2 sortir en borðaði ekkert...karlinn sagði að ég væri "skrítin" þegar ég settist eftir baksturinn og fékk mér jógúrt og epli.....svona er þegar samviskan nagar mann eftir eitt stykki hlaðborð!!;) Hálfskammaðist mín þegar ég sá konu hér í bæ labba fram hjá mér, sem hefur náð glæsilegum árangri á DDV, með fullann disk af grænmeti og svo kjöt....mín var með fullan disk áður en ég komst að grænmetinu!:o
jæja og sei sei verður mar ekki bara halda áfram eins og ekkert hafi ískorist???;)

kv. UA í vantsþambi þennan mánudaginn

Thursday, December 07, 2006

UA- Markmið.

Er búin að vera doltið að pæla í hvað næsta markmið mitt á að vera! Ætla ekki að setja mér mörg markmið í einu..heldur reyna stefna að einu markmiði í einu og setja mér nýtt þegar því er náð. Geri mér grein fyrir að jólahátíðin nálgast og ætla ég að setja mér held ég "raunhæft" markmið með tillit til þess sem framundan er. En 21.febrúar er mitt markmið að vera búin að léttast um 16,3 kg... Sem sagt 5,8 kg. í viðbót. Ætla að reyna vera dugleg að hreyfa mig um hátíðirnar og leyfa mér að stíga aðeins út fyrir ramman um jólin en samt ekki alla aðventuna!!!:o
Jólahlaðborð á lau. og Jólabingó á sunnud...nú er bara jóla jóla jól....;)
kv. UA jólastelpa..

Wednesday, December 06, 2006

UB - dagur 110. Mínus 16,7 kg.

Ekki amalegar tölur sem blöstu við í morgun. Fór niður um 1,7 kg! sem merkir að jólatakmarkinu er náð og 700 gr betur. Það er lukkuleg fröken sem gengur um stræti Reykjavíkur í dag :)




Ánægjukveðjur

UB


UA-dagur 79 -10,5 kg!!

Spaz.....Jiiiiihaaaa... -1,4 kg þessa vikuna. já búin að brjóta 10 kg múrinn og í þetta skiptið í rétta átt!!;) Get ekki lýst því hvað ég er ánægð og er svoooo þakklát UB vinkonu minn að draga mig úr drullupyttinum sem ég var í og fá mig í lið með sér í DDV matarræði!! Takk UB!!!!!:D Þegar ég hugsa til baka og ekki lengra en til ágúst/sept..svo þung á sál og líkama en í dag full af orku og gleði!!! Já í dag er ég meyr og þakklát......og held ótrauð áfram í baráttunni við fitupúkann!!

Baráttu kveðjur,

UA

Monday, December 04, 2006

UA-helgin...

var bara ágæt svo sem en varð eitthvað voðalega lítið úr henni. Karlinn er að lesa undir próf þannig ég flúði að heiman í gær og fór í sund og heimsóknir með strákana. Ég prufaði að gera þessa bingókúluuppskrift á föstud...en hún mislukkaðist eitthvað hjá mér. Keypti eitthvað sem hét stjörnuanis í slikk.is.....ætli það sé ekki sama og anis sem er í uppskriftinni??? en það er ekki dropateljari og GREINILEGA...setti ég of mikið af þessu dóti. :S gengur kannski betur næst..;) En bjó til súkkulaðisósuna á lau. kvöldið og setti appelsínudropa út í. Það var ótrúlega gott og lyfti þessari súkkulaðisósu á annað plan..hafði hana þykka og dýfði svo mínum íspinna úti!!:P Já..það mætti halda að maður hefði gaman af því að borða!!;)
En ég nenni ekki að setja matardagbókina inn....ætla bara að eiga það við sjálfan mig hvað ég læt ofan í mig. Held enn í vonina að ná 10 kg. markmiðinu á miðvikud.....BEEEERJAST!!!;)

Kv. UA

Friday, December 01, 2006

UA-dagbók- 30.11

Vaknaði kl. 7, fór svo seint að sofa að ég meikaði ekki að vakna kl. 6.

Morgunmatur: grillað brauð og eplasafi. kaffi kaffi kaffi.. í vinnunni!!;)
Morgunkaffi: epli og kaffi
Hádegismatur: 120 gr kjúklingabringa, 300 gr af salati (kál, gúrka, tómatar, púrrulaukur) smá avacadó. dressing úr sítrónusafa, ca. 1 tsk olía, dijon sinnep og salt og pipar. bara rosa gott!!;)
Síðdegiskaffi: Létt Jarðarberja Óskar jógurt og 2 mandarínur.
Kvöldmatur: 170 gr svínasnitsel, grænmetismús ( 100gr. kartölfur, 300 gr. blanda af rófum, gulrætur, sellerírót, sauð hvítlauk með og kryddaði með steinselju og sætuefni).
Kvöld: Tók 1 klst á Orbi meðan ég horfði á TV fékk mér svo léttjógurdós og 1 mandarínu á eftir.

Thursday, November 30, 2006

UA- 29.11-dagbók

Here goes..
Vöknun kl. 6, 35 mín brennsla + maga/rassaæfingar og teygjur

Morgunmatur: grillað brauð með osti og glas af eplasafa.
Morgunkaffi: Epli og kaffi
Hádegismatur: 120 gr. fiskur, 300 gr grænmeti og 60 gr hrísgrjón (afg. af kvöldmatnum)
Síðdegiskaffi: léttjarðaberja Óskar jógurt og epli.
Kvöldmatur: 3 kj. bitar,350 gr. grænmeti og smá núðlur.
Kvöld: Datt í smá popp...daddara....og einn ping íspinna.

Wednesday, November 29, 2006

UA- dagur 72, -9,1 kg.

Mjá..-400 gr þessa vikuna. Doltið vonsvikin er eiginlega búin að vera hriiiikalega dugleg....Vil ekki eiga fleiri orð um það.
Pantaði mér allskonar bragðefni og dót frá slikkeri.is í gær...vonandi verður tilraun vikunnar bingókúlur..:P rakst líka á uppskrift á umræðunni sem mig langar að prufa þar sem allir á mínu heimili eru að borða piparkökur nema ég, Piparhnetur var það kallað, á 100% eftir að prufa það í desembermánuðnum!:)
Já ég held ótrauð áfram og kannski..já kannski dettur mar yfir 10 kg. í næstu viku!!;)

kv. UA
UB - dagur 103. Mínus 15 kg

Jæja, dómurinn er fallinn. Fór upp um 400 gr. Ég er alveg sátt við það, hélt að þetta myndi verða verra miðað við eitt stykki jólahlaðborð og léttvínsdrykkju. Fyrsta skipti síðan í ágúst sem vigtin fer upp á við. Á þá 700 gr eftir í jólatakmarkið, það verður ekkert mál að ná því, þau skulu af :)

Kláraði síðasta verkefnið í skólanum í gær og þá eru bara próf eftir, gæti tæknilega komið ræktinni fyrir núna áður en ég fer í vinnuna á morgnana. Henti mér alla vega framúr í morgun og tók ágætlega á því. Maður mætir alltaf svo ótrúlega ferskur í vinnuna ef maður fer á morgnana, kemur reyndar niður á því að hægt sé að læra mikið frameftir en þetta reddast allt saman.

Ætla að taka hörkuviku í næstu viku og skrá það sem ég borða á síðuna, það ætti að vera ágætisaðhald.



Fröken UB

Monday, November 27, 2006

UB - Jólahlaðborð

Fórum á jólahlaðborð á laugardagskvöldið með vinahópnum og ég var löngu búin að ákveða að ég mætti fá mér almennilega að borða og rauðvín með. Ég stóð við það, góður matur og góður félagsskapur. Var þó mjög meðvituð um það sem ég var að láta ofan í mig, leyfði mér að smakka á öllu en borðaði í minna mæli en áður. Fékk ekkert samviskubit. Fékk hins vegar samviskubit á sunnudaginn þegar við hjónaleysi stormuðum á KFC í þynnkunni! Ég sem sagt svindlaði um helgina, í fyrsta skipti síðan í ágúst. Það þýðir ekkert að vera að vola yfir því, bara vera dugleg í matarræðinu í vikunni. Þori þó ekki að stíga á vigtina fyrr en á miðvikudag, þá kemur sannleikurinn í ljós ;)

Fröken UB

UA-Með harðsperrur dauðans...

Ó já...þvílíkar harðsperrur sem þjaka mig í dag!! Geng um eins og gamalmenni en jesús hvað þetta hvað gaman!!:D Og við unnum meira segja okkar riðil þannig við fengum bikar og læti!! ;)Náði að sýna nokkra gamla takta en ég hlakka til að vera búin að losna við 10 kg í viðbót...þá verður þetta aðeins auðveldara. Vonandi fyrir öldungamótið í blaki sem verður í apríl...stefnan að vera komin nær kjörþyngd þá. En nóg um sportið...;) tilraun vikunar var laxabakan úr Vikunni....Var svona ekki alveg sátt við hana.. var ekki til reyktur lax þannig ég notaði reykta bleikju og mér fannst reykjabragðið alltof mikið og bakan doltið þurr,spurning um að setja þetta í minna form svo eggjamassin sé aðeins þykkri. Búin að setja seríur í nokkra glugga og dreif upp jólagardínurnar í eldhúsið.....hriiiikalega huggó!!:)
Fór í bæjarferð og smellti mér í Bónus á föstud. fyllti frystirinn og ískápinn að grænmeti og gott betur.:o Fólk heldur örugglega að við séum að koma til byggða einu sinni á ári eins og mar shoppar...en það er bara azkoti mikið af mat 5 manna fjölskylda þarf..sérstaklega þegar frúin er á þessu matarræði og 3 sísvangir drengir!!

En helgin þreytandi.... EN skemmtileg!!!!:D
kv. UA

Friday, November 24, 2006

UA- íþróttaálfur..

Jesss...mar er búin að dusta rykið af gömlu blakskónum og er barasta að fara keppa á móti á morgun!! ÚFFF..hvað maður á eftir að verða ónýtur eftir það... hef nú verið í betra formi!!:o En verður stuð að spila með hinum kellunum og rifja upp keppnisstemninguna! :) Ætti allvega að brenna eitthvað af lýsi....;) Ég segi bara góða helgi og ég ÆTLA...sko að byrja hengja upp jólseríur á sunnud.!! Xmas Lights

Verið hress...og ekkert stress..BLESS..

Wednesday, November 22, 2006

UB dagur 97. Mínus 15,4 kg

Í fyrsta skipti á ævinni er ég fegin að vera ekki samkvæm sjálfri mér, því þá hefði ég misst 400 gr í vikunni. Raunin varð -1,4 kg og því eru 15,4 kg farin síðan 9. ágúst. Er mjög lukkuleg með það. Nú eru -300 gr eftir í jólatakmarkið sem er 85 kg. Það mun nást og þá ætla ég að verðlauna mig með skóm. Reyndar eru 2 jólahlaðborð framundan í nóvember og fleiri veislur en maður er vonandi orðinn það matmeðvitaður að það ætti ekki að skaða mikið.

UA- dagur 65, -8,7 kg.

Tralla lalla laa... já ég get nú ekki annað en verið sátt!!:) 2 kg sem voru í plús eftir fríið farin og 1,2 kg í léttingu líka!!( Núna stend ég fyrir framan tölvuna og er taka "létt dansspor";)) Ohhh..svo fegin að vera komin í gang aftur..hélt á tímabili að ég væri að klúðra þessu og missa tökin! En þetta var booztið sem ég þurfti og ég stefni á að taka ofurviku núna. Borða 100% og hreyfa mig vel og vonandi næ ég góðri tölu næst líka. 10 kg múrinn er í augsýn!!!!!:D GET ÆTLA OG SKAL... að ná því fyrir jól!!
Kv. UA ligeglad í dag...

Monday, November 20, 2006

UA-Helgin..

Var bara sallarfín.. Stóð mig bara þokkalega vel í matarræðinu.. Ekkert nammi og meira segja var myndarleg húsmóðir og bakaði en borðaði ekkert af sætabrauðinu. Bakaði svo handa mér í gær kryddkökuna sem var í Vikunni. Vissi ekki alveg hvað DDV ostur + 30 þýddi í uppskriftinni um ostakremið. Ályktaði að það væri einhverskonar smur eða rjómaostur frá DDV. En það er nú ekki til svoleiðis hér. Atti philadelpiu ost 16% notaði hann og setti sítrónu út í og svo sætuefni. Var nú ekki að fíla þetta sítrónubragð, en kakan var mjög góð! Næst held ég seti bara venjulegan ost á. Hitti reyndar eina konu í gær sem sagðist nota sýrðan rjóma...það er hugmynd líka með kannski öðru bragði en sítrónu. Búin að kaupa mér í til að búa til laxabökuna, ætla að prufa það í vikunni. Já er svona að finna gírinn...reyndar æfði ekkert um helgina en tók góðan labbitúr með þennan yngsta á sleðanum..það var hressandi!!:)

kv. UA

Thursday, November 16, 2006

UA-syndari...

Jæja mín komin heim eftir frábært frí...men skrítið að í Danmörku virðist helstu staðir sem urðu á vegi mínu vera ALL you can eat eller ALL you can eat and drink. Já þannig ég játa syndir mínar og spyr hve margar DDV bænir ég verða að fara með til að fá syndaraflausn?? En er að reyna koma mínu lífi í fastarskorður aftur...fyrsti dagurinn í gær sem var 100 % DDV eftir frí og nú SKAL ég standa mig. Fór á blakæfingu í gærkveldi og svo verður maður að fara drullast á lappir aftur á morgnana til að taka brennslu.... Er azkoti erfitt þegar það er orðið svona dimmt og kalt...en það er víst léleg afsökun! Hér er allt á kafi í snjó og vibba veður...þannig mar er að vaða í snjó upp að mitti að húsinu. Langar mest að drífa upp jólaljósin til að lýsa aðeins upp lífið...og ég held að það sé mjög stutt í að ég hendi upp ljósunum..er svo huggó!!:) En nú er bara að koma sér í normið og formið aftur.....og vona að Viktoría verði komin í næstu viku allavega í sömu þyngd og fyrir frí!!:o
hilsen UA

Wednesday, November 15, 2006

UB Dagur 90. Mínus 14 kg

Léttingur vikunnar var -400 gr. Það verður ekki annað sagt en að ég sé samkvæm sjálfri mér. Búin að missa 400 gr í hverri viku síðustu fjórar vikurnar. Hef ekki komist mikið í ræktina síðan í síðustu viku. Tók reyndar vel á því laugardag og sunnudag. Ræktin vill verða útundan þegar maður er í 100% vinnu og 40% mastersnámi. Verkefni og próf í síðustu viku. Það fer að sjá fyrir endann á verkefnunum og þá verður engin miskunn í ræktinni.

En leiðin er rúmlega hálfnuð :)

Wednesday, November 08, 2006

UB - dagur 83. Mínus 13,6 kg

Léttingur vikunnar var -400 gr. Sama og í síðustu viku. Þarf greinilega að fara að hrista aðeins upp í þessu hjá mér. Held að meiri fiskur sé málið. Hef ekki verið alveg nógu dugleg að innbyrða hann. Og svo gæti 3ja rétta veislan hjá tengdamóður minni á laugardaginn eitthvað setið eftir. Borðaði þó mjög skynsamlega þar og gúffaði ekki í mig.

Hreyfingin er enn í góðum málum, kannski of góðum... tók mig til í hálkunni og flaug á hausinn í tröppunum heima í morgun. Það er hreyfing sem ég er alveg til í að sleppa við. Fall er fararheill...

Lunch í hádeginu með Fröken UA á Wok bar Nings í Smáralind, maður fer auðvitað ekki út af sporinu :)

Áfram með smjörið! eða á maður kannski að segja olíuna;)

Tuesday, November 07, 2006

Farin í fríið...

já mín er farin í frí! Þori varla að segja frá því en er búin að standa mig hræðilega í matarræðinu og er að deyja úr samviskubit. En hef ekki orku í að laga þetta í augnablikinu...ætla njóta þess að fara í frí og eiga góðar stundi með manninum í köben!!:) tek á þessu þegar ég kem heim endurnærð!!:o En hlakka svooo til að fara í frí... "borg óttans" á eftir og hitti fröken UB í lunch á morgun og svo Köben á fimmtud.!! :D JIIIIIIIIIIIBBBBBÍ......
kv. UA

Friday, November 03, 2006

Meiri hreyfing

Ég er búin að standa mig vel í hreyfingunni síðustu daga, ætla meira að segja að hoppa í ræktina eftir vinnu. Er þó með assgoti miklar harðsperrur í brjóstvöðvunum núna. Læt það þó ekki stoppa mig. Fór í spinning á fimmtudaginn og spinningkennarinn þyngdi svo mikið á hjólinu hjá mér (undir formerkjunum að ég gæti gert meira) að það var nærri liðið yfir mig þegar við vorum að teygja eftir tímann. Öll orka búin. Verður því ekki sagt að ég hafi ekki tekið á...

Maður er stundum svo skrýtin skrúfa. Léttingurinn gengur vel en ég hef tekið eftir því að þegar ég er að nálgast markmiðið þá hvíslar einhver púki að mér að ég geti farið að slaka á í matarræðinu og leyft mér hitt og þetta. Hef ekki hlustað á hann ennþá en þetta er eitthvað sálrænt held ég. Eins og maður sé hræddur við að ná markmiðinu, kannski af því að maður hefur verið búttaður svo lengi. Maður gerir allt sem maður getur til að koma sér í form en er svo hræddur við að takast ætlunarverkið því maður ,,kann" ekki að vera grannur. Smá hugleiðing.

Góða helgi.

Wednesday, November 01, 2006

UB - dagur 76. Mínus 13,2 kg

Ekki mikill léttingur þessa vikuna, -400 gr. Vissi það svo sem, ekki búin að vera dugleg í ræktinni og þetta mánaðarlega kíkti einnig í heimsókn. Það er þó betra að minnka um 400 gr en að bæta þeim á sig, myndi halda það. Maður verður að taka Pollýönnu á þetta.

Reif mig upp í morgun og lyfti, tók efri hlutann fyrir. Gat varla sett á mig maskara í morgun því ég titraði svo mikið í höndunum. Hef greinilega tekið eitthvað á :) Morguninn byrjaði reyndar ekki vel. Stillti klukkuna á 06:25 og brunaði upp í Baðhús. Fattaði þegar ég steig út úr bílnum að ég gleymdi skónum heima! Brunaði því aftur heim, sótti þá og af stað aftur. Í ræktina ætlaði ég!

Á 3 kg eftir í jólatakmarkið. Ætla að vera búin að létta mig um 16 kg fyrir jól, hef fulla trú á því að það takist. Skal, get og vil :)

UA-dagur 44 -7,5

Hmm...engin létting þessa vikuna. Var nú 2 kg þyngri á mánud eftir sukk helgarinnar þannig ég var nú bara fegin að vera komin í sömu tölu og í síðasta miðvikud. En fyrsta skipti sem ég var ekki spennt að stíga á vigtina......það er svona að vita upp á sig skömmina! :S En það er svo sem ekkert bara slæmar fréttir...finn alveg mun á fötunum mínum. Er að vakna kl. 6 á hverjum morgni og taka brennslu og er svo að byrja lyfta líka seinnipartinn. Byrjaði að taka Betagen í síðustu viku(http://www.hreysti.is/?item=203&v=item) til að hjálpa við uppbyggingu og sérstaklega fá glutamínið til að vera fljótari að jafna mig eftir æfingarnar...því ég hef líka verið að fara á blakæfingar 2x í viku...talandi um að missa sig í æfingunum!!;) Þannig ég er svona búin að búa mig undir það að léttast ekki eins hratt á næstunni...þarf eiginlega að fara mæla mig svo ég sjái árangur svart á hvítu! OG komst aftur í gallabuxurnar mínar í morgun þannig þetta er ekki alslæmt þó ég vilji auðvita sjá léttingu á Viktoríu vinkonu;) En líkaminn er greinilega að styrkjast og ég held bara ótrauð áfram!!:)
Kv. UA

Monday, October 30, 2006

UA-Ekki með hreina samvisku á þessum mánud...

Já....það kom að því að maður dytti af vagninum...eða réttara sagt hrundi af honum!!!
Fór á Show með mat og alles...En datt jafnframt í það og leið og fitupúkinn sá að samviskan var eitthvað slompuð þá tók hann völdinn og át allt sem hann komst í !!:O En er að reyna komast yfir samviskubitið og bara halda áfram eins og ekkert hafi ískorist!! Ég ber bara við minnisleysi og neita allri sök!!;) En reif mig á fætur og tók brennslu í morgun...Verð að vera dugleg í þessari viku fer til Denmark í næstu viku og þá er hætt við að eitthvað verði farið út fyrir reglur DDV en mar reynir samt að missa sig ekki alveg! jæja best að hætt þessu rausi og fara vinna og þamba vatn!!;)
kv. UA

Wednesday, October 25, 2006

UB - dagur 76. Mínus 12,8 kg

Það fór meira þessa vikuna en ég átti von á! -1,8 kg. Það finnst mér ekki slæmt. Var á ráðstefnu í gær og matur út um allt. Borðaði aðalréttinn á Nordica, sem var lax, en tók með mér tómata í töskuna til að klára grænmetis skammtinn. Japlaði svo á banana þegar hinir jöpluðu á kökum. Viljastyrkur er allt sem þarf :)

Leiðin að takmarkinu er því næstum hálfnuð.

UA dagur 37, -7,5 kg

Já mín er bara sátt þessa vikuna Rósa frænka í heimsókn og létting -1,2 kg fyrir vikuna. Prófaði nýja hluti í vikunni, var með flott matarboð um helgina...Hreindýrakjöt og grænmeti í ýmsum útgáfum, bakaði kartöflur og svo eplakökuna í eftirrétt sem var í Vikunni og DDV vanillu ís með. Prufaði líka að búa mér til súkkulaði sósuna...djöfulsins gargandi snillld!;) vildi að ég hefði prófað hana fyrr. Hef nú aldrei verið mikil ís manneskja en er farin að borða ís í tíma og ótíma...fannst doltið fyndið í gærkveldi að mega ekkki fá mér ávöxt en mega fá mér ís og súkkulaði sósu!!:)
En við skjötuhjú búin að tapa 15,8 kg saman og erum LIGEGLAD!!:D

Kv. UA

Tuesday, October 24, 2006

UA-Hugleiðingar...

Það eru hlutir sem ég er bara ekki alveg viss um. Má borða ost í kvöldmat? fer það eftir vikuostskammtinum eða er bara ekki gert ráð fyrir ost í kvöldmat? Má geyma brauðskammt? t.d. fá sér brauð í kaffitímanum í staðin fyrir með hádegismatnum eða ef mar ætlar að borða meira brauð í kvöldmat? Mér finnst sætar kartöflur rosa góðar..teljast þær örugglega ekki til grænmetis? er popp bara NO NO NO?? t.d ef mar poppar sjálfur?

Ef einhver getur svarað einhverju af þessu þá væri ég rosa glöð!!;)

kv. UA

Monday, October 23, 2006

Helgin að baki

Jæja, þá er annasamri helgi lokið. Þetta var frekar mikið mataráreiti, það að borða er afar félagsleg athöfn. Stóð mig þó bara alveg ágætlega í matarmálunum miðað við aldur og fyrri störf. Fengum tvo ærslafulla litla kúta til okkar á föstudaginn, ásamt 2 fullorðnum, og það voru gerðar heimabakaðar pizzur í þartilgerðum ofni. Ég gerði pizzurnar en fékk mér ekkert af þeim. Fékk mér bara mín 170 gr af pulsum og grænmeti. Litlu drengirnir voru mjög hissa á mér að vera að japla á tómötum í stað pizzu. Svona er maður skrýtin skrúfa...

Tvær útskriftarveislur voru í vinahópnum um helgina og ekki svindlaði Miss UB...mikið. Fékk mér 5 djúpsteiktar rækjur. Svindl þó. Vinahópurinn veit af hinu danska matarræði mínu og er ekki mikið að reyna að troða víni eða mat ofan í mig. Þvert á móti, voru ótrúlega dugleg að hrósa mér fyrir útlitið. Ekki leiðinlegt að heyra ,,þú ert að hverfa" og ,,mikið líturðu vel út". Skiptir ótrúlega miklu máli að fá svona hrós. Það þarf lítið til að gleðja mann :)

Héldum svo matarboð á sun. Lambaskankar a la Jamie Oliver voru á borðum. Ótrúlega gott og hollt. Gerði svo marsrjómasósu út á ísinn fyrir mannskapinn, í eftirrétt, en ég fékk mér bara súkkulaði DDV ísinn og ávexti Hann er merkilegt nokk bara assgoti góður.

Er bara sátt eftir helgina miðað við allt mataráreitið.

Hilsen, Miss UB

Saturday, October 21, 2006

UA-Nammidagar eru HELL..

Gvöð minn góður fór í búðin áðan og keypti nammi handa grísunum þrem!! jeeesús minn get svarið það að svitinn spratt fram, ilmandi nýr lakkrís.....lakkrís hefur verið STÓÓÓÓR...veikleiki sérstaklega þegar Rósa frænka kemur! En ég beit á jaxlinn og keypti mér í staðinn Vikuna sem inniheldur núna aukablað með DDV uppskriftum, þar er ýmislegt sem mig langaði að prufa! Svo gott að fá nýjar hugmyndir!!:D Tók góða æfingu í morgun sofnaði yfir vídeó í gærkveldi þannig ég tók rúman klukkutíma á Orbi meðan ég horfði á myndina!!;) Er svo þægilegt að hafa æfingagræjurnar svona heima. Skrípó á skrípin og mín á græjuna!!;) Var að leggja laxinn í kryddlög og held ég fari bara og búi mér til gott salat með...
bæjó...UA

Friday, October 20, 2006

Ein spurning

í hvaða verslunum, á höfuðborgarsvæðinu, fær maður DDV ísinn?

Miss UB

Miss þreytt..

Úfff...búin að sofa illa og of lítið síðustu nætur....hef ekki meikað að vakna síðustu tvo morgna á æfingu... Alarm Clock 2 Ég sem ætlaði að vera svoooooooooooo dugleg í vikunni og vikan er bara að verða búin! Ekkert eðlilegt hvað tíminn er fljótur að líða, bara 20 dagar þangað til ég fer í helgarferð til Köben. Farin að hlakka ógurlega til að fá smá brake þ.e. barnlausa helgi.... Blushy Girl Fór í "sauma"klúbb í gærkveldi stóðst nú bara ágætlega freistingarnar....sleppti sætindunum en fékk mér 2 litlar snittubrauðsneiðar með ávaxtasalati og pestó! Held ég hafi bara sloppið vel frá þessu...verð að viðukenna að ég ætlaði næstum því að sleppa því að fara því ég var ekki viss um að geta sleppt átvaglinu lausu!!;) Chocolate Bunny En ég er greinilega að verða stapil ung kona! Angel 2
En helgin framundan....aftur..Ekkert á dagskránni sem betur fer... ætla bara að hvíla mig og safna þreki. Næsta helgi er svo Queen show og 3ja rétta máltíð þannig það er eins gott að spara krossa og extra í næstu viku!!;)

kv. UA

Thursday, October 19, 2006

Það vottar fyrir

örlítilli þreytu. Sit í fótabaði með ferðatölvuna í fanginu og kerti í kring. Notalegt. Reif mig upp kl. 05:45 í morgun og fór í spinning. Ótrúlega gott að byrja daginn á því að hreyfa sig. Svo vinna, útréttingar, tiltekt & gestir. Matarræðið búið að vera ágætt í dag en hefði getað verið betra, er þó ekki mikið að svindla. Helst að ég klikki á að klára mjólkurskammtinn.

Föstudagur á morgun, vikan er búin að vera ótrúlega fljót að líða. Mér finnst alltaf vera föstudagur, sem er tvímælalaust betra en að finnast alltaf vera mánudagur (Pollýanna). Helgin er þétt skipuð; 2 útskriftarveislur og svo var ég víst búin að lofa að halda matarboð á sun. Eins gott að fröken sjálfsvilji verði með í för um helgina. Hef trú á því ;)

Miss UB

Wednesday, October 18, 2006

UA- dagur 30, -6,3

Já...dulítið vonsvikin þessa vikuna. bara - 400gr. Búin að vera rosalega duglega að hreyfa mig og matarræðið bara nokkuð gott held ég. Þarf greinilega að fara fylla aftur í matardagbókin og skoða betur hvort ég sé að svindla eitthvað "óvart". En karlinn minn sannfærði mig um að ég væri kannski ekki að léttast eins mikið af því ég er byrjuð að æfa aftur af krafti..hmmm...spurning, hef samt ekkert verið að lyfta bara brenna! bíðum og sjáum í næstu viku...ef ég verð ekki léttari þá þá verða ég ROOOOOOOOOOOOOOOOOOOSA svekkt! Thinking

kv. UA í jólasnjókomu

UB - dagur 69. Mínus 11 kg

Jæja þetta þokast. Eitt kíló niður í vikunni og bara lukkuleg með það :)

Tuesday, October 17, 2006

Harðsperrur

Er með alveg ótrúlega harðsperrur núna, svo miklar að það er sárt að setjast á klósettið (of miklar upplýsingar... nei nei) Fór í Body Pump í Sporthúsinu í gærmorgun og Bjarney lét okkur taka á því. Maður er svo skrítinn, finnst hálfparinn gott að fá harðsperrur því þá finnst manni maður hafa tekið á.

Hef verið hálf löt að fylla inn í matardagbókina. Ekki gott, verð að fara að taka mig á í þessu! Sé á morgun hvort það hafi áhrif.

UB (ekki fegurðardrottningin þó)



Friday, October 13, 2006

UA-Grasekkja..

Já..mín verður bara grasekkja um helgina. Freeeeekar fúlt.... Kallinn farinn til Aku í skólann yfir helgina og mín alein heima með 3 grallaraspóa!! JEIIIIIIIIII....En við finnum okkur örugglega eitthvað til dundurs, vona bara að það hætti að rigna..já þetta er orðið gott....takk!!!
En nýi orbinn minn azkoti fínn og ég er vaknaði í gær og dag og tók 45 mín brennslu! :) En hvað er málið með myndirnar sem hafa verið á Bíó rásinni þessa daga...í gær var einhver ægilega sýrð nútíma útgáfa á "þytur í lauf" (Fúsi froskur og fleiri kynjaverur) og svo var pókermon 4 í morgun...hefði kannski átt að rífa strákana á fætur líka og láta þá horfa!!;) Var búin að binda miklar vonir um að hafa gott sjónvarpsefni við æfingu en ég sé að ég verð líklega að vera þurrka rykið af upptökutækinu!!En það sem er í spilum helgarinnar..afslappelsi, tiltekt, dunda sér með strákunum, borða hollan og góðan mat og taka góðar brennsluæfingar!! Og vonandi lekur fitan af mér.... en ekki fýlan yfir einverunni;) Dieting

Kv. UA





Wednesday, October 11, 2006

UB - dagur 62. Mínus 10 kg



Svíþjóðardvölin hefur greinilega ekki haft slæm áhrif í för með sér. Kíló niður á 2 vikum. Kalla það ágætisárangur. Sennilega í fyrsta skipti sem ég léttist þegar ég fer erlendis. Jattebra.

UB

UA-dagur 23, -5,9 kg

Jæja...þetta smokrast allt saman...:) liggur allavega niður á við og fyrsti 5 kg múrinn brotinn! Hlakka til þegar 10 kg múrinn verður brotinn!:D En þarf að venja mig af því að stíga á vigtina á hverjum degi maður rokkar fram og til baka alla vikuna og mar svekkir sig á þessu fram og til baka...en ( hingað til allavega) hefur mar verið svo léttari á miðvikud. En við skötuhjúin búin að missa 12 kg saman á rúmum þremur vikum og þrátt fyrir að karlinn sé búinn að kvarta aðeins undan að vera skellt í þetta matarræði þá erum við azkoti ánægð bara og höldum áfram að borða skv. DDV. Strákunum okkar finnst við vera voða skrítin að vera alltaf að vigta matinn okkar við matarborðið og þetta er voðalega spennandi!! væri fróðlegt að heyra hvað þeir segja um matarvenjur foreldrana í skólanum!!!!;) En fjölþjálfinn minn (skíðavél, orbitrek) kemur í dag eða morgun og þá byrja ég aftur að vakna spræk á morgnana í brennslu, jebb mar er bara ligeglad...:D


kv. UA

Monday, October 09, 2006

Komin heim frá Sverige

Jæja, þá er Svíþjóðardvöl loks lokið. Matarræðið var bara nokkuð gott, ekki mikill léttingur en þyngdist alla vega ekki. Markmiðinu var því náð, fékk mér ekki einn kóksopa né nammi:)

Nú er bara að koma sér í rútínuna og halda áfram þar sem frá var horfið!

UB

Wednesday, October 04, 2006

UA-dagur 16, -4,9 kg.

Næstum 5 kg í heildina...ekki alveg ein mikil léttun og fyrstu vikuna en það er kannski eðlilegt. En ég held að 1.3 kg á viku sé svo sem ekkert ofsalega slæm frammistaða... Var búin að stefna á að ná allavega 5 kg. áður en ég færi í "vettfangsferðina" til Danmerkur 8-12 nóv. og það markmið virðist ætla að nást!!:)

Monday, October 02, 2006

UA-Kæææri world wide web...

Verð að viðurkenna það að helgin var ekki alveg 100%! Ég er farin að halda það að lífið snúist bara um að borða. Í síðustu viku hafnaði ég m.a. súkkulaði köku og massívu pastasalati, ostaköku og fínerí, vöfflum, kökum og salati......EEEn var einnig boðið út að borða í vinnunni þar sem við fengum tai-food og UA fékk sér smá núðlur og svo grænmeti og kjötréttina...sleppti hrísgrjónunum og djúpsteiktadótinu! En excuse mííí... ég var + 1,5 kg eftir það ævintýri!! Hnussss.... það er vandlifað!! er að reyna jafna mig á þessum pirring og gefast ekki upp...var hársbreidd frá því að rífa nammipokana af börnunum, hlaupa í burtu,fela mig og troða ÖLLU...namminu í mig!! en UA notaði allann viljastyrk sem hún fann og sleppti því. ... í þetta sinn! Keypti mér svona DDV ís...hann fullnægði mínum nammiþörfum, súkkulaði ísinn góður en jarðarberja rooosa súr...enda er hann eiginlega bara held ég frosið jarðarberja kurl. En mín var bara creative í eldhúsinu og bjó til rosa góða fiskisúpu á laugard. með humar og lax and lots of grænmeti og smá brauð með! Sunnud. steikin var svo nottlega bambasteik með ofnbökuðu grænmeti....sluuuurp og slafr....:P En ég vona að vinkona mín hún UB hafi það ágætt í Sverige við sjúkrabeð kærastans og sendi henni mínar bestu kveðjur!! sakna þess að hafa UB ekki online svo ég geti vælt og kvartað í henni!!;)
bless í bili...

Wednesday, September 27, 2006

Friday, September 22, 2006

Friday on my mind..

Já komin föstudagur...aaaalltaf ljúft að vita af helginni sooo close by!:) Er enn að reyna finna mína matarrútínu...Ég vinn til 14. þannig ég hef fengið mér hádegismat og er þá orðin dulítið mikið svöng. En ég hef hagað mínum degi þannig að fá mér morgunmat kl. 730, hressingu kl. 1030 ávöxt og skyrdrykk.....en er að spá í að prufa að geyma skyrdrykkinn til 12 og fá mér svo hádegismatinn rúmlega 14 og svo kvöldmatur um 19 og þá kvöldhressingu ávexti eða grænmeti eftir því hvað krossar eða krossaleysi leyfa!! ;) já..held að þetta muni bara smella!!:) En fyrsta helgin á DDV....hef átt það til að "detta í það" þá matinn eða annað sukk um helgar! :S nú er að standa sig og halda út helgina á réttu mattarræði. Held að lykillinn af því að þrauka þetta sé að vera búin að skipuleggja allar máltíðir fram í tímann og setja þetta niður á blað, svona meðan maður er að læra inn á þetta allt saman betur. En er svo sem engin slormatur á matseðli helgarinnar...Fös= kjúklingur með totillas, lau= grillaður lax og sunnud=hreindýrakjöt! já ekki hægt að segja að maður sé að svelta sig í hel......"borðaðu þig granna" hljómar bara rétt...bara spurning um rétta samsetningu og ég hef fulla trú á að DDV hjálpi manni við það! Nýjar vigtunartölur á miðvikudaginn. Ég er búin að finna keppnisskapið í sjálfri mér og er búin að vakna kl. 6 alla vikuna og gera æfingar...ógó stollt!!;) BEEEERJAST....Kv. UA dreifbýlistútta..

Thursday, September 21, 2006

Nú er ég léttur...

eða þannig...:S vonandi get ég sungið það eftir nokkra mánuði!!;) En eftir að hafa snúist í hringi og velt of lengi fyrir mér hvað í andskotanum ég á að gera til að léttast án þess að það sé kvöl og pína, þá ákvað ég að taka vinkonu mína fröken UB til fyrirmyndar og hefja mararræði skv. DDV. Í dag er 4. í DDV og "all is well" eins og þeir segja! bíð spennt eftir að sjá hvað vigtin "góða" segir eftir vikuna! Vonandi gengur mér jafn vel og fröken UB og auðvita öllum hinum sem hafa náð árangri á þessu matarræði!! over and out...

Fröken UA

Fröken UB

Leið tveggja ungra stúlkna að léttara lífi

Við erum 2 ungar dömur sem erum að breyta um lífsstíl og borða eftir DDV. Við búum á sitt hvorum staðnum á landinu en reynum að styðja hvor aðra, Stundum er gott að geta tjáð sig og skipst á upplýsingum í gegnum netið.