Monday, December 11, 2006

UA-hlaðborð plaðborð..

Ekki var nú matarræðið glæsilegt um helgina...össsshhh....get nú ekki sagt að ég hafi borðað í "hófi"! á jólahlaðborði Maður er svo klikkaður, þegar búið er að ná góðum árangri þá byrjar maður að slaka á og "verðlauna (eða leyfa sér)" sig að borða eitthvað drasl! Borðaði sjaldan en of mikið í hvert skipti um helgina...:s og drakk fullt af fríu áfengi!! það verður dagurinn sem mar neitar fríu áfengi!!hehehehe... En velti fyrir mér markmiðinu betur...fannst svoooo rosa langt í 21. feb. en það er bara ekki svo langt...þannig mín þarf nú bara að halda á spöðunum til að ná þessu. Klappa samt sjálfri mér á bakið að ég fékk mér engin sætindi..bakaði 2 sortir en borðaði ekkert...karlinn sagði að ég væri "skrítin" þegar ég settist eftir baksturinn og fékk mér jógúrt og epli.....svona er þegar samviskan nagar mann eftir eitt stykki hlaðborð!!;) Hálfskammaðist mín þegar ég sá konu hér í bæ labba fram hjá mér, sem hefur náð glæsilegum árangri á DDV, með fullann disk af grænmeti og svo kjöt....mín var með fullan disk áður en ég komst að grænmetinu!:o
jæja og sei sei verður mar ekki bara halda áfram eins og ekkert hafi ískorist???;)

kv. UA í vantsþambi þennan mánudaginn

1 comment:

Anonymous said...

skil þetta vel með áfengið....lenti í smá boði í vinnunni, landbúnaðarráðuneytið splæsti og það flæddi bara um allt....ég varð auðvitað að fá mér hvítvínsglas....ekki geta þeir farið að sitja uppi með þetta, nei, nei! Gangi þér vel...BERJAST!