Wednesday, December 13, 2006

UB - dagur 117. Mínus 16,7 kg

Léttingur vikunnar var 0 gr og stend því í stað. Er svo sem ekkert ósátt við það. Búin að vera í prófum og ekki komist í rækina. Bæti úr því í vikunni og þeirri næstu. Er í raun bara lukkuleg með að hafa ekki þyngst, hef ekki svindlað neitt að ráði. Bara ekki getað klárað skammtana mína. Gengur bara betur næst :)

Nú fer að koma að þeim tíma þar sem rútínan í matarræðinu fer svolítið úr skorðum. Minn heittelskaði ætlar að bjóða mér út að borða í kvöld og svo er hittingur á morgun og svo út að borða með vinum. Var líka boðið á jólahlaðborð með vinnunni á föstudaginn en ætla að slaufa því svo ég hafi nú einhverja stjórn á matarræðinu.

Jólakveðja,
Fröken UB

3 comments:

Anonymous said...

Já..það er alltaf að verða erfiðara og erfiðar að standast allt jólanammið og kökurnar!! En alltaf gott að fara ekkk upp á við!!;)

Anonymous said...

Passa bara að missa sig ekki í sætindin....til hamingju með léttinginn!

Anonymous said...

Já, ég hef verið blessunarlega laus við sætindalöngun hingað til. Ég skal standast freistingarnar áfram:)