Wednesday, October 25, 2006

UB - dagur 76. Mínus 12,8 kg

Það fór meira þessa vikuna en ég átti von á! -1,8 kg. Það finnst mér ekki slæmt. Var á ráðstefnu í gær og matur út um allt. Borðaði aðalréttinn á Nordica, sem var lax, en tók með mér tómata í töskuna til að klára grænmetis skammtinn. Japlaði svo á banana þegar hinir jöpluðu á kökum. Viljastyrkur er allt sem þarf :)

Leiðin að takmarkinu er því næstum hálfnuð.

5 comments:

Anonymous said...

Já!!! AZKOTI... er þetta flott hjá þér. Ég segi bara eins og hinir..."ertu að hverfa"??;)Ætla að panta tíma hjá þér 8.nóv þegar ég verð "í borg óttans" annað hvort í lunch eða bíó..:) Vertu með rauða rós í hárinu svo ég þekki þig!! hihihi

Anonymous said...

Melda þig inn í dagbókina ;)

Anonymous said...

Glæsilegt, til hamingju! Um að gera að bjarga sér þegar maður þarf að vera á flakki í matartímanum:)

Anonymous said...

Glæsilegt, húrra fyrir viljastyrknum (verst hvað ég er veik fyrir kökum, úff...)

-Gellan

Anonymous said...

Ég er blessunarlega laus við kökuþörf, finnst kökur ekki góðar. En annað gildir um brauðrétti... þá er voðinn vís.