Monday, October 23, 2006

Helgin að baki

Jæja, þá er annasamri helgi lokið. Þetta var frekar mikið mataráreiti, það að borða er afar félagsleg athöfn. Stóð mig þó bara alveg ágætlega í matarmálunum miðað við aldur og fyrri störf. Fengum tvo ærslafulla litla kúta til okkar á föstudaginn, ásamt 2 fullorðnum, og það voru gerðar heimabakaðar pizzur í þartilgerðum ofni. Ég gerði pizzurnar en fékk mér ekkert af þeim. Fékk mér bara mín 170 gr af pulsum og grænmeti. Litlu drengirnir voru mjög hissa á mér að vera að japla á tómötum í stað pizzu. Svona er maður skrýtin skrúfa...

Tvær útskriftarveislur voru í vinahópnum um helgina og ekki svindlaði Miss UB...mikið. Fékk mér 5 djúpsteiktar rækjur. Svindl þó. Vinahópurinn veit af hinu danska matarræði mínu og er ekki mikið að reyna að troða víni eða mat ofan í mig. Þvert á móti, voru ótrúlega dugleg að hrósa mér fyrir útlitið. Ekki leiðinlegt að heyra ,,þú ert að hverfa" og ,,mikið líturðu vel út". Skiptir ótrúlega miklu máli að fá svona hrós. Það þarf lítið til að gleðja mann :)

Héldum svo matarboð á sun. Lambaskankar a la Jamie Oliver voru á borðum. Ótrúlega gott og hollt. Gerði svo marsrjómasósu út á ísinn fyrir mannskapinn, í eftirrétt, en ég fékk mér bara súkkulaði DDV ísinn og ávexti Hann er merkilegt nokk bara assgoti góður.

Er bara sátt eftir helgina miðað við allt mataráreitið.

Hilsen, Miss UB

1 comment:

Anonymous said...

Þú stendur þig svo vel stelpa!!:D þessir ísar eru snilld..mér var sagt í gær að karmellu væru bestur..verð að ath hvort hann sé til hérna. Ekki slæm leið til að nota mjólkurskammtinn!! hehe..;) gerði svo súkkulaðisósuna í gær..nammi namm..og með ferskan ananas!! :P