Thursday, October 19, 2006

Það vottar fyrir

örlítilli þreytu. Sit í fótabaði með ferðatölvuna í fanginu og kerti í kring. Notalegt. Reif mig upp kl. 05:45 í morgun og fór í spinning. Ótrúlega gott að byrja daginn á því að hreyfa sig. Svo vinna, útréttingar, tiltekt & gestir. Matarræðið búið að vera ágætt í dag en hefði getað verið betra, er þó ekki mikið að svindla. Helst að ég klikki á að klára mjólkurskammtinn.

Föstudagur á morgun, vikan er búin að vera ótrúlega fljót að líða. Mér finnst alltaf vera föstudagur, sem er tvímælalaust betra en að finnast alltaf vera mánudagur (Pollýanna). Helgin er þétt skipuð; 2 útskriftarveislur og svo var ég víst búin að lofa að halda matarboð á sun. Eins gott að fröken sjálfsvilji verði með í för um helgina. Hef trú á því ;)

Miss UB

1 comment:

Anonymous said...

haha..las þetta fyrst sem þú værir í baði með tölvuna...er enn með þá mynd í hausnum!!;)Ég fór í saumó í gær sleppti kókosbolluréttinum...össs söss...freistingar everywhere!!