Tuesday, October 24, 2006

UA-Hugleiðingar...

Það eru hlutir sem ég er bara ekki alveg viss um. Má borða ost í kvöldmat? fer það eftir vikuostskammtinum eða er bara ekki gert ráð fyrir ost í kvöldmat? Má geyma brauðskammt? t.d. fá sér brauð í kaffitímanum í staðin fyrir með hádegismatnum eða ef mar ætlar að borða meira brauð í kvöldmat? Mér finnst sætar kartöflur rosa góðar..teljast þær örugglega ekki til grænmetis? er popp bara NO NO NO?? t.d ef mar poppar sjálfur?

Ef einhver getur svarað einhverju af þessu þá væri ég rosa glöð!!;)

kv. UA

1 comment:

Anonymous said...

Sko. Samkvæmt mínum upplýsingum þá mátt þú borða ost í kvöldmat en þá víxlar þú hádegis og kvöldmatnum, því það er meira val í hádeginu. Ég held það megi skipta einum ávexti út fyrir brauðsneið en vinkona mín geymir alltaf hádegisbrauðið og borðar það í kaffinu....og hún léttist fínt;). Sætar kartöflur eru bara kartöflur semsagt 100 gr af þeim í staðin fyrir ávöxt. Popp er bannað...því miður :(