Friday, November 03, 2006

Meiri hreyfing

Ég er búin að standa mig vel í hreyfingunni síðustu daga, ætla meira að segja að hoppa í ræktina eftir vinnu. Er þó með assgoti miklar harðsperrur í brjóstvöðvunum núna. Læt það þó ekki stoppa mig. Fór í spinning á fimmtudaginn og spinningkennarinn þyngdi svo mikið á hjólinu hjá mér (undir formerkjunum að ég gæti gert meira) að það var nærri liðið yfir mig þegar við vorum að teygja eftir tímann. Öll orka búin. Verður því ekki sagt að ég hafi ekki tekið á...

Maður er stundum svo skrýtin skrúfa. Léttingurinn gengur vel en ég hef tekið eftir því að þegar ég er að nálgast markmiðið þá hvíslar einhver púki að mér að ég geti farið að slaka á í matarræðinu og leyft mér hitt og þetta. Hef ekki hlustað á hann ennþá en þetta er eitthvað sálrænt held ég. Eins og maður sé hræddur við að ná markmiðinu, kannski af því að maður hefur verið búttaður svo lengi. Maður gerir allt sem maður getur til að koma sér í form en er svo hræddur við að takast ætlunarverkið því maður ,,kann" ekki að vera grannur. Smá hugleiðing.

Góða helgi.

3 comments:

Anonymous said...

Þetta með púkann virðist vera mjög algengt. Þá er bara að einbeita sér betur að markmiðinu. Áfram á beinu brautinni!!

Anonymous said...

Já, ég er orðin stabíl aftur og ætla að ná þessu markmiði :)

Anonymous said...

ARRGGG..gott hjá þér!! en helvítis púkinn minn hefur yfirhöndina eins og er...