Wednesday, November 01, 2006

UA-dagur 44 -7,5

Hmm...engin létting þessa vikuna. Var nú 2 kg þyngri á mánud eftir sukk helgarinnar þannig ég var nú bara fegin að vera komin í sömu tölu og í síðasta miðvikud. En fyrsta skipti sem ég var ekki spennt að stíga á vigtina......það er svona að vita upp á sig skömmina! :S En það er svo sem ekkert bara slæmar fréttir...finn alveg mun á fötunum mínum. Er að vakna kl. 6 á hverjum morgni og taka brennslu og er svo að byrja lyfta líka seinnipartinn. Byrjaði að taka Betagen í síðustu viku(http://www.hreysti.is/?item=203&v=item) til að hjálpa við uppbyggingu og sérstaklega fá glutamínið til að vera fljótari að jafna mig eftir æfingarnar...því ég hef líka verið að fara á blakæfingar 2x í viku...talandi um að missa sig í æfingunum!!;) Þannig ég er svona búin að búa mig undir það að léttast ekki eins hratt á næstunni...þarf eiginlega að fara mæla mig svo ég sjái árangur svart á hvítu! OG komst aftur í gallabuxurnar mínar í morgun þannig þetta er ekki alslæmt þó ég vilji auðvita sjá léttingu á Viktoríu vinkonu;) En líkaminn er greinilega að styrkjast og ég held bara ótrauð áfram!!:)
Kv. UA

3 comments:

Anonymous said...

Gott hjá minni, vikan var heldur ekki upp á það besta hjá mér :S

Fröken UB

Anonymous said...

Ég verð nú bara að segja að ég hálf öfunda þig af allri hreyfingunni, hef enn ekki komið mér af stað......seinna segir sá lati! Gangi þér vel

Anonymous said...

Takk fyrir það...erfiðast að koma sér af stað en svo verður maður háður þessu!!;)