Monday, November 20, 2006

UA-Helgin..

Var bara sallarfín.. Stóð mig bara þokkalega vel í matarræðinu.. Ekkert nammi og meira segja var myndarleg húsmóðir og bakaði en borðaði ekkert af sætabrauðinu. Bakaði svo handa mér í gær kryddkökuna sem var í Vikunni. Vissi ekki alveg hvað DDV ostur + 30 þýddi í uppskriftinni um ostakremið. Ályktaði að það væri einhverskonar smur eða rjómaostur frá DDV. En það er nú ekki til svoleiðis hér. Atti philadelpiu ost 16% notaði hann og setti sítrónu út í og svo sætuefni. Var nú ekki að fíla þetta sítrónubragð, en kakan var mjög góð! Næst held ég seti bara venjulegan ost á. Hitti reyndar eina konu í gær sem sagðist nota sýrðan rjóma...það er hugmynd líka með kannski öðru bragði en sítrónu. Búin að kaupa mér í til að búa til laxabökuna, ætla að prufa það í vikunni. Já er svona að finna gírinn...reyndar æfði ekkert um helgina en tók góðan labbitúr með þennan yngsta á sleðanum..það var hressandi!!:)

kv. UA

No comments: