Wednesday, November 29, 2006

UB - dagur 103. Mínus 15 kg

Jæja, dómurinn er fallinn. Fór upp um 400 gr. Ég er alveg sátt við það, hélt að þetta myndi verða verra miðað við eitt stykki jólahlaðborð og léttvínsdrykkju. Fyrsta skipti síðan í ágúst sem vigtin fer upp á við. Á þá 700 gr eftir í jólatakmarkið, það verður ekkert mál að ná því, þau skulu af :)

Kláraði síðasta verkefnið í skólanum í gær og þá eru bara próf eftir, gæti tæknilega komið ræktinni fyrir núna áður en ég fer í vinnuna á morgnana. Henti mér alla vega framúr í morgun og tók ágætlega á því. Maður mætir alltaf svo ótrúlega ferskur í vinnuna ef maður fer á morgnana, kemur reyndar niður á því að hægt sé að læra mikið frameftir en þetta reddast allt saman.

Ætla að taka hörkuviku í næstu viku og skrá það sem ég borða á síðuna, það ætti að vera ágætisaðhald.



Fröken UB

2 comments:

Anonymous said...

Já...það er svo gott að vera búin að þessu á morgnana og tala ekki um ferskleikann!!;) en já spurning um að skrá allt sem við spísum þessa vikuna..ætti að vera gott aðhald..:)

Anonymous said...

Já það er mjög gott aðhald, ég hef reyndar ekki sett það inn á bloggið mitt, skrifa það bara niður heima, svona fyrir mig og það virkar. Gangi þér vel!