Monday, March 19, 2007

UA- í góðum gír....:)

Já...helgin var róleg og fín!!:) Engin ferðalög og ekkert á planinu. Djöfull var það gott!! Bauð foreldrunum í mat á lau. kvöld í azkoti fína fiskisúpu og svo salat og brauð með. Tók góðar brennsluæfingar lau., sunnud., og í morgun. Er svo upprifin!!! Finn allt í einu stóran mun á fötum!! Er t.d. í gallabuxum sem ég hef ekki komist í doltinn tíma og fór í um helgina svona mussu sem ég keypti mér síðast sumar og hún bara pokaði á mér...gleði gleði gleði!!;) Maðurinn minn svo yndislegur hrósar mér bak og fyrir og skammar mig fyrir að vera óánægð með sjálfan mig...minnir mig á árangurinn sem ég er BÚINN að ná.!! En maður á til að vera alltaf óánægður með sig... En er farin að sjá 15 kg múrinn falla í þessari viku eða næstu!!!:) OHHHHH...svo gaman að sjá árangur erfiðis!!!!:D

Kv. UA

3 comments:

Anonymous said...

Ég vona að ég sjái 10 kílóa múrinn falla á morgun :) Er ekki yndislegt að sjá fötinn stækka :) Var einmitt að tala um svipaða hluti á blogginu mínu :) glæsilegt hjá þér

Anonymous said...

frábært, þetta lýst mér á. Alltaf gaman að sjá múra falla!!!
Heyrðu skvísa ég er svo á leið austur á fimmtudaginn......

Anonymous said...

Frábært, frábært.. :D
Dugnaðurinn, fötin og hrósið frá eiginmanninum. Fullkomin þrenna ;) Ég er að vonast til að sjá minn 15 kg múr falla fyrir mánaðarmótin. Það verður spennandi að sjá hvernig okkur gengur :D
Haltu áfram að vera svona ofsalega dugleg