Monday, March 05, 2007

UA-helgin

Helgin var bara ágæt. Unnum mótið þannig við keppum í úrslitum í RVK.:)
Enn er matarræðið frekar dræmt!!:s nú verð ég heima næstu 3 vikur þannig ég verð gjör og svo vel að rífa mig upp á rassgatinu. Fitupúkinn er farinn að banka fast á öxlina...hélt á nammipokanum og var búin að sannfæra mig um að ég væri hvort sem er búin að fokka þessu alveg upp að nammi mundi ekki breyta neinu!!:o úfff... Náði að leggja frá mér pokann en vaaaá hvað það var erfitt!!
Er farin að borða hádegismat í nýju vinnunni...er voðalega þægilegt...en engin vigt og veit aldrei fyrirfram hvað ég mun fá. Doltið skrítið..þarf að aðlagast þessu og finna leið út úr þessu. Borðar einhver í mötuneyti..hvernig farið þið að??
En annars bara spræk náði að hvílast vel í gær....strákarnir mínir voru búnir að taka allt til þegar ég kom heim á lau. og beið mín hreint hús og blómvöndur þegar ég koma heim!!:D

kv. UA

3 comments:

Unknown said...

Til HAMINGJU MEÐ SIGURINN :) Glæsilegt hjá þér, nú er bara að vera duglegur og taka á því varðandi fæðið.

Anonymous said...

Þetta hefur verið æðisleg heimkoma, blóm og hreint og fínt hús, frábært!

Anonymous said...

1. Til hamingju með sigurinn :D
2. Dugleg þú að sleppa namminu :D
3. Get því miður ekki frætt þig um mötuneytisvandann því ég hef ekki aðgang að svoleiðis - en ég er sannfærð um að þú finnur leið ;)
4. Geggjað að koma heim í hreint hús og fá blómvönd að auku :D Óska þér bara til hamingju með strákana.