Monday, March 12, 2007

UA...... Á..

Lífi..;) Helgin fór nú fyrir lítið...fimmtugsafmæli á laugard og svo þurfti ég að keyra langa leið til að spila einn helvítis blakleik í gær...looong story nenni ekki að fara út í það hér...en fór allur sunnudagurinn í þetta. Mataræðið verið bara svona la la...hef ekki vigtað ofan í mig en engir stórskandalar... fékk mér bara brauðréttina og kjúklingarétt í ammælinu sleppti öllum sætindunum og svo sem leið ekkert fyrir það. Stöllur mínar í blakinu skilja ekki hvernig ég get sleppt namminu. Við konurnar erum svo fyndnar þegar við erum í hópum snýst allt um að borða!!:) En ætla reyna að vera súper dugleg næstu þrjár vikurnar. Ekkert á dagskrá næstu tvær helgar!!:) Er reyndar hálfsöpp í dag..vona að ég sé ekki að fá þessa pest sem hefur herjað á bæjarbúa. En að fara keppa í Reykjavíkinni 30. og væri nú ljúft að vera 2-3 kg. léttari!!;) ef maður hugsar þetta í mjólkurfernum þá munar nú bara ekkert smá um 2-3 mjólkurfernur á kroppnum.
En vonandi einhver létting á miðvikudag....:o

2 comments:

Anonymous said...

Enn hvað ísland er nú lítið land :)
Og bloggheimurinn enn minni :D
Er að fara í gang aftur með átaksbloggið mitt og ætlaði að finna mér nýjar til að fylgjast með (þær gömlu hættar flestar) og hverja rekst ég á nema mágkonu mína! :)
Hlakka svo til brúðkaupsins í sumar :D just so u know. Ef þú vilt ekki að einhver sem þekkir þig sé að skoða þetta blogg þá er það í fínu, lætur mig bara vita :)
kv
Kjélla minnsta bróðurs

Anonymous said...

Úff, já það munar heilmikið um nokkrar mjólkurfernur, ekki spurning....jæja svo fer að styttast í næstu austurferð hjá mér, dararæ.....
Gangi þér vel!