Monday, January 08, 2007

Loksins

Reif mig á fætur kl. 05:35 í morgun og fór í Body Pump í Sporthúsinu í morgun. Ótrúlega gott að vera búin að brjóta ísinn og byrjuð aftur. Búin að vera á leiðinni í ræktina í mánuð en ekki farið. Veit ekki hversu oft ég hef still klukkuna en svo sofið lengur. Íþróttafötin voru farin að gefa mér illt auga og kvarta undan lítilli notkun...

Helgin var hin besta, þó ekki matarlega séð. Fórum í sumarbústað og matarboð þannig að sá danski var ekki alveg 100%. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur verður að fara og hefna karlgarmsins. Á leiðinni heim úr bústaðnum sagði ég í gríni við heittelskaðan hverju hann vildi heita á mig ef ég færi í ræktina, mig vantaði smá gulrót. Hann var ekki lengi að svara að ef ég færi 3x í viku út mánuðinn þá fengi ég pils í byrjun febrúar. Þetta hefur greinilega virkað, því ég dreif mig í morgun. Kann á mig þessi elska. Veit að maður er að gera þetta fyrir aukna vellíðan og sjálfan sig og bla bla. Stundum er maður greinilega jafn grunnur og barnalaug og svona lagað virkar, til að koma manni af stað.

Þetta er allt að koma. Vikan skal vera 100%.

Fröken UB

3 comments:

Anonymous said...

hahaha..eitt pils í viðbót. einmitt það sem þig vantar!! hvernig væri að fá sér aðrar buxur??;)

Anonymous said...

Mig vantar einmitt pils, flest pilsin mín eru orðin of stór;)

Anonymous said...

já, þær eru nauðsynlegar þessar gulrætur.........gangi þér vel! Þessi vika verður 100% hjá okkur ekki spurning!