Wednesday, January 03, 2007

Fröken UB - 13,8 kíló farin

Jólin voru ljúf og einkenndust af áti, afslöppun, lestri góðra bóka og jólaboða/partýa. Afleiðingin af öllu þessu er þyngdaraukning.

Vigtin var þó ekki alveg jafn ,,vond" við mig og ég hélt, var búin undir það versta. Vigtin var mun verri við mig í gær, 1,5 kg verri! Ég þyngdist um 2,6 kg í desember, samkvæmt vigtinni í morgun, og ég tek fulla ábyrgð á því. Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn og vera í afneitun. Ég borðaði þetta á mig og nú er bara að borða þetta af sér og komst í kjörþyngd í sumar. Það skal takast!

Það er ótrúlega gott að vera komin á rétt ról og mér líður miklu betur að vera byrjuð aftur á DDV matarræðinu. Maginn var allur í hönk í des þegar ég borðaði óreglulega. Nú er næsta mál á dagskrá að koma sér í ræktina. Spurning um að henda sér í ræktina í fyrramálið, held það bara.

2 comments:

Anonymous said...

hehehe..bíddu við..varstu í mat hjá mér???;)

Anonymous said...

Úpps já þessi kíló, þau læðast aftan að manni....maður þarf að halda einbeitningu það er málið. Gangi þér vel.