Wednesday, April 11, 2007

Fröken UB - mætt aftur

Jæja, góðan daginn. Týnda dóttirin er mætt aftur. Erfiður tími að baki, bæði andlega og matarlega séð. Þetta helst víst allt í hendur. Aðgerðin á heittelskuðum gekk vel og hann er á góðum batavegi.

Ég sté á vigtina í morgun, ætlaði ekki að þora en maður verður víst að takast á við þessa hluti. Hef þyngst um 4 kg en ég ætla ekki að vera lengi að ná þeim af. Í dag er fyrsti dagurinn sem ég fer eftir prógramminu, en hann skal verða 100%. Svo er það hreyfingin, ég verð að fara að finna tíma fyrir hana. Markmiðið er að hreyfa mig 2 x í þessari viku og auka svo í 4-5 x í viku. Betra að byrja ekki of skart, svo maður springi ekki á liminu.



Kv. Fröken UB

4 comments:

Anonymous said...

Gott að fá þig aftur og að allt er á réttri leið. Þú tekur þessi kíló af þér í einum hvelli, ferð létt með það!

Anonymous said...

Þú verður fljót að taka þetta af þér ekki spurning :)

Anonymous said...

VELKOMIN!!!:D :D

Anonymous said...

Velkomin aftur :D Það er engin spurning að þú verður fljót að skvera af þér þessi 4 kg ;) Gangi þér vel