Monday, April 16, 2007

UA-sælar...

Búið að vera yndislegt vorveður hjá okkur og búið að vera kjöraðstæður til útivistar!!:) Ég er búin að vera í svolitlum vandræðum með sjálfa mig. Þriðja sumarið núna sem ég er að fá eitthvað andskotans frjókornaofnæmi( gras) og ég var alveg hrikalega slæm síðasta sumar og þurfti að lokum að fara á stera til að ná ofnæminu niður. Í fyrra var mér sagt að prufa að byrja fyrr að taka ofnæmistöflur.. Í veðurblíðunni sem hefur verið hef ég fundið að þetta helvíti er byrjað og eru svona tvær vikur síðan ég byrjaði að taka töflurnar. Ég verð svo hriiiikalega slöpp og þreytt af þessum töflum. Bætti á mig allavega 10 kg á þessu tímabili í fyrra!! Ég tók ekki töflu í gær því ég bara hélt varla haus á laugard. Læknirinn sem ég fór til í fyrra sagði að það væru ekkert önnur lyf sem væri í boði en svo heyrði ég í saumó að einhver hafði fengið sprautu. Hefur einhver þekkingu eða reynslu á þessu??? ætla að reyna ná í símatíma í lækni... þetta er alveg djöfullegt ef ég á að vera eins og aumingi í 3 mánuði!!!:(
En annars var gærdagurinn yndislegur með strákunum mínum...keyrðum aðeins út fyrir bæinn og tókum hjól drengjana með og kenndum einum að hjóla...svo kaffi hjá ömmu og sund í sólinni!!:) já svei mér þá ef maður fékk ekki nokkrar freknur af þessari útivist!!;)

Vona að þið hafið átt góða helgi...

Kv. UA

4 comments:

Anonymous said...

ohhhh ég er í nákvæmlega sama veseni og þú, þetta ofnæmi er sko ekkert grín. Var í Swiss um páskana og þar voru öll tré í fullum blóma og allt í rugli hjá mér. var með pillur, augndropa og nefsprey en var samt eins og ég hefði grátið stanslaust í viku.. ekki gaman. Það væri nú gaman að fá að heyra meira um ofnæmis sprautur og svoleiðis, væri sko til í að losna við að vera svona næstu mánuðina.
Berjumst

Anonymous said...

Flott helgi hjá þér eins og hjá mér....frábært útivistarveður á öllum landshornum.

Anonymous said...

Greinilegt að þú hefur notið veðurblíðunnar um helgina :)
Veit ekkert um frjó oðnæmi en vonandi finnurðu lausn á þessu vandamáli :)

Anonymous said...

ohh...fæ nú bara léttan pirring þegar frjóið er í stuði og finnst það nóg...vona að það finnist lausn:-) Njóttu dagsins!