Wednesday, October 03, 2007

UA-að taka mig saman í andlitinu

Já...ég er búin að vera aaagalega áttvillt... Er byrjuð að æfa á fullu og ákvað þar sem ég væri nú í mat í hádeginu í vinnunni þá skyldi ég prufa að hætta að elda á kvöldin. Þetta gekk svona í 3 vikur, ég fékk mér boozt, skyr eða eitthvað annað. Það bara var allavega engan vegin að virka og ég bara bætti og bætti stanslaust á mig þrátt fyrir miklar æfingar. Í síðustu viku þá komst ég á botninn og ákvað að nú þyrfti ég að taka mig saman í andlitinu ef ég ætlaði að geta hreyft mig í vetur. Ég sagði mig úr mötuneytinu í vinnunni og byrjaði að borða aftur skv. DDV. Byrjaði síðasta miðvikudag að fylgja danskanum og hef gert það í viku örugglega 98%. Ég er roslaega ánægð og er ég 3,6 kg. léttari en síðasta miðvikudag. Þannig ég fyllist smá bjartsýni aftur og sé smá von í barátturnni við fitupúkann. Æi...mar verður svo ánægður þegar maður kemst úr hjólfarinu sem mar festist í . Tek næstu viku með stæl líka og er svo að fara til útlanda í stelpuferð í næstu viku....Það setur örugglega smá strik í reikninginn. En one step in a time!!!;)

Kv. UA

5 comments:

Anonymous said...

Gangi þér vel skvísa!
Flott start á ferðalaginu í átt að heilbrigðari, flottari, léttari líkama :)
kv
Mimzy

Anonymous said...

Ég skil þig mjög vel hvað hádegisverðinn varðar. Ég reyndi að borða aðal máltíðina í hádeginu og eitthvað létt á kvöldin, en það var sko alls ekki að gera sig! Ég varð alltaf svo svöng á kvöldin og þá missti ég mig frekar í óhollustu og rugl. Það hentar mér langbest að borða frekar skyrið og það í hádeginu en fá mér heitan mat um kvöldið. Svo fylgir því líka svo mikil hefð að setjast á kvöldin með fjölskyldunni yfir góðri máltíð.

Ég óska þér alls hins besta í baráttunni.

Spikbolla
http://www.blog.central.is/spikbolla

Anonymous said...

VÁ..! 3,6 kg á viku?
Oft erfitt fyrir fólk að finna út sinn takt í þessu með matartímana. Ég hef reynt að borða nokkuð jafna skammta 5-6 sinnum yfir daginn. Borða ekkert meira í hádegismat eða kvöldmat en í öðrum máltíðum. Finnst ég ná þannig að halda blóðsykrinum í jafnvægi og þá halda sykurlönguninni frá - að mestu :P

Anonymous said...

Æ.. sorry dónaskapinn.. Ég bara steingleymdi að óska þér til hamingju með þennan glæsilega árangur :D

Anonymous said...

Ánægð með þig kona! Koma svo, við getum þetta!